Skilningsleysi eða Glæpsamlegt Svindl.
7.10.2008 | 12:14
Sagði bankinn þinn þér ekki frá því þegar þú tókst húsnæðislán að öll þessi húsnæðislán í samfélaginu myndu óhjákvæmilega valda margra prósenta verðbólgu aukningu á skömmum tíma? Þetta er hagfræði 101.
Þeir eru sekir um svindl sem selja fólki hús eða lán sem þeir vita að muni missa verðmæti sitt og segja kaupenda ekki frá því. Það er glæpur að selja fólki hús sem termítar eru að rífa í sundur án þess að segja kaupendum frá því ef seljanda er kunnugt um það. Það er líka glæpur að selja fólk lán sem verðbólga mun rífa upp vextina á án þess að segja því að verðbólga sé óhjákvæmileg ef bankinn hefur skilning á því.
Ætli þeir kunni ekki hagfræði 101?
Hér er hljóðfæll sem útskýrir hvernig peningaaukning (m.a. skuldaviðurkenningar vegna húsnæðislána) myndi við innspýtingu óhjákvæmilega að valda verðbólgu. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón þór.
Varstu ekki að tala við mig um einkavæðingu um daginn og að minka ríkið enn þá meira ? Ég man nú fyrir stuttu að þú og Kári nánast froðufelduð yfir mér þegar ég talaði að það væri hreinn og klár hildarleikur að einkavæða of mikið. Þá Höfðuð þið uppi háðsleg rök sem teljast nánast innistæðulaus í dag.
Hvað hefur komið á daginn Jón Þór ?
Málið er að það þorir engin að segja það nógu skýrum orðum
Það er skollin á heimskreppa.
Hverjum er það að þakka ?
Skýjaborgahugsjónarmönnum kapitalista sem hlustuðu ekki á skynsemis raddir eins og þorvald Gylfason.
Málið er að miðað við hvernig þú talaðir sjálfur... þá vissir þú greinilega ekkert sjálfur hvað var að gerast í þessum heimi... því ef við værum ekki með öflugan ríkissjóð að núna ....þá værum við íslendingar farin á HAUSINN.
Ég ítreka Jón þór að hér er ég að gagnrína því sem þú hélst fram við mig... en ekki þína persónu..
Ég veit vel að þú ert virkilega góður drengur og mikill hugsuður.
Brynjar Jóhannsson, 7.10.2008 kl. 13:10
Sæl kæri vinur.
Já, Það er skollin á Heimskreppa. Ef þú manst talaði ég um það síðasta haust. Ég hafði lesið Austurríska hagfræði og sá kreppuna á sjóndeildarhringnum svo ég vann eins og dýr og borgaði allar mínar skuldir.
Þú spyrð hverjum við getum þakka fyrir kreppuna. Ef þú hefur verið að lesa bloggin mín síðustu viku sérðu að Austurríska hagfræðin hefur nærri í heila öld verið sannspá um það að innistæðulaus peningaprentun seðlabanka og innistæðulaus skuldaviðurkenningaprentun viðskiptabanka orsakar bólur með kreppur í kjölfarið. Hlusta á útskýringu hér.
Svo þeim sem við getum þakkað fyrir kreppuna eru þeir sem leifðu viðskiptabönkunum að margfalda peningamagnið í umferð með óhjákvæmilegri verðbóldu og kreppu. Það var ekki hinn frjálsi markaður. Það er seðlabankastjóri sem ákveður það og heimildina fær hann frá Alþingi.
Jón Þór Ólafsson, 7.10.2008 kl. 14:06
Sæll Jón.
Ég man vel að þú talaðir við mig á sínum tíma að þú ætlaðir að fjárfesta í gulli því það væri eini tryggi gjaldmiðill framtíðar. Þú hafðir fyrir löngu spáð fyrir því að það myndi skella á heimskreppa. Það er rétt hjá þér og það sagðir þú við mig fyrir um fjórum árum síðan svo það sé á hreinu.
Það sem ég er að gagnrína er að þú varst orðin algjör talsmaður einkavæðingar á sínum tíma. Bæði þú og Kári töluðuð um minkun ríkisins en málið er að það sem bjargar því sem bjargað verður núna er hvað ríkissjóður er í raun traustur.
Sem sagt... ef farið hefði verið farið út í meiri einkavæðingu... ÚFFFF... Biddu fyrir þér.
.
Brynjar Jóhannsson, 7.10.2008 kl. 14:57
Ég skil að fólk vilji að ríkið bjargi þeim þegar það hefur fjárfest óskinsamlega í húsnæðisbólunni sem ríkið heimilaði seðlabankanum að leifa bönkunum að blása út.
En hvað með þá sem ekki fjárfestu óskinsamlega? Núna munu þeir þurfa að borga hærri skatta vegna lánanna sem ríkið tekur til að bjarga þeim sem fóru illa að ráði sínu.
Gott og vel. Það sem ég vill sjá í staðinn er að fá í framtíðinni að borga skatta og skuldir í gulli og silfri sem alltaf mun varðveita verðgildi sitt.
Jón Þór Ólafsson, 7.10.2008 kl. 15:14
Sæll Jón þór..
Það kann að hjóma furðulegt en ég BRYNJAR JÓHANNSSON Bréfberi er einn velstæðasti maður á ÍSLANDI í dag. RÖk mín byggi ég á því að ég er algjörlega skuldlaus fyrir utan íbúðarlán á íbúð sem ég keypti á 3,7 milljónir árið 2000 hjá íbúðarlánarsjóði. Lítil íbúð með litla afborgun fer miklu betur út úr þessum hremmingum en jafnvel bara helmingi stærri íbúð keypt á sama tíma. Það segir sig sjálft. Ég keypti íbúðina löngu áður en íbúðarbólan blés upp og eina sem gæti komið mér í virkilega miklar kröggur er að ég missi vinnuna mína.
ÉG sá íbúðarbóluna blásast upp fyrir framan andlitið á mér og í stað þess að fá Dollarastjörnur í augun mótmælti ég því hástöfum. Ég bölvaði því í sand og ösku því ég vissi að þessi peningur færi að mestu leiti til bankanna og Sárnaði að fólk eins og þú yrði fyrir verulegri kjaraskerðingu bara við það kaupa ykkur þak undir höfuðið um leið og þið ljúkið ykkar menntun og byrjið að búa.
Brynjar Jóhannsson, 7.10.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.