Þar sem stórfyrirtæki græða á fleiri föngum.

FangagróðiÍ Bandaríkjunum reka stór gróðafyrirtæki fangelsi og rukka ríkið fyrir að hýsa fanga. Þar í landi er einnig lögbundin skylda stjórnenda að gera allt til að auka hagnað fyrirtækja sinna. Það þarf ekki að vera siðlegt, aðeins löglegt. Ef fyrirtækið hagnast við að þrýst sé á stjórnvöld að fjölga fangelsisdómum og lengja þá, þá er það lögboðin skyda stjórnenda að gera það.

Gróða business hefur ákveðna kosti en þegar gróðafyrirtæki hafa gríðarlega hagsmuna af því að fólk sé fangelsað er þetta þróunin.


mbl.is Bandaríska fangelsiskerfið „dýrt og óskilvirkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff ef það er eitthvað verra en ríkið að dansa eftir duttlungum sauðfjárbænda og ræktenda íslenska hestsins þá er það ríkið að dansa eftir duttlungum þeirra sem dansa eftir duttlungum refsiglaðra stjórnmálamanna!

Þess má geta að private law eru algjör andstæða private prisons. Hin íslenska þjóðveldisöld er alveg glimrandi dæmi um það, að ég held.

Geir Ágústsson, 20.11.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Privatiseringin gæti gengið til baka á vissum sviðum eins og er að gerast með lestarsamgöngur í London. Þú bendir réttilega á að fangelsisbuisness kallar á fleiri fanga. Í Svíþjóð hefur það sýnt sig að ýmiskonar einkarekin myndgreining á sjúkdómum hefur lækkað viðmiðið hvað þurfi að rannsaka, jafnvel aftur og aftur, betur og betur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ef ég man rétt þá eru hvergi fleirri lögmenn en í Bandaríkjunum. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að þarlend fangelsi væru einkavædd og skýrir það ýmislegt fyrir mér. Eins og þú segir sjálfur að ef fangelsisstofnanir eru að græða á hverjum fanga sem þær hýsa þá vilja fangelsi fleirri glæpamenn til að hísa. Ég sé því visst samhengi á milli fjölda  lögmanna og einkavæddra fangelsistofnanna  og að fólki sé nánast refsað fyrir engar sakir eins og t.d í tilfelli Arons Pálma. Í raun og veru eru þá lögfræðingar og fangelsisstofnanir ornðar að afætum samfélagsins eru farnar að vinna gegn tilgangi sínum sem ætti að vera að gæta rætlætis og laga. 

Brynjar Jóhannsson, 25.11.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Þetta er krabbamein sem hefur verið dulbúið sem nauðsinlegur partur af stjórninni. Einnig eru þessi mál alfarið í höndum fangelsismálastofu og engin opinber umræða, bylting við næsta horn.

Kær kveðja Alli. 

Alfreð Símonarson, 29.11.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband