Því meira sem dollarinn fellur því meira mun hann falla. Eða hvað?
19.11.2007 | 09:05
Á síðasta ári hættu Íranir að selja olíuna sína í dollurum og skiptu yfir í evrur og Rússar fóru að selja gasið sitt í rúblum. Í kjölfarið minnkuðu viðskiptavinir Írana og Rússa gjaldeyrisforða sinn af dollurum og juku evrur og rúblur sem því nam.
Með áframhaldandi verðhruni dollarans munu raddir verða háværari innan ríkja í Opec og annarra ríkja sem eiga miklar dollara byrgðir, s.s. Kína, sem hvetja til að dollurum skuli skipt út fyrir aðra gjaldmiðla, s.s. evrur, sem mun gengisfella dollarann enn frekar.
Og þar sem enginn vill sitja eftir með verðlausan pappír kynda þessar raddir undir hræðslu þeirra sem eiga dollarabyrgðir að verða síðastir til að selja þá, sem hraðar þessari þróun.
Ég sé auðvitað ekki alla kraftana sem verka á dollarann, en þetta eru mjög stórir kraftar sem draga hann niður.
Ahmadinejad: Bandaríkjadalurinn er verðlaus pappírssnepill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.