Bíllinn afgreiddur! Er þá ekki komið að þér?

VeriChip ImplantAllir bílar undir gervihnattaeftirliti. Hver hefði trúað þessu fyrir tíu árum? Hvað er svo næst?

Svona eru eftirlits kerfin innleidd hægt og rólega, og alltaf réttlætt af öryggisástæðum.

Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja." 

Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér

Er þetta upphafið af endi einkalífsins?


mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Sæll Jón Þór..

Ég var að reyna að útskýra þetta verkefni á bloginu sem þú beintir orðum þínum að mér. Það getur vel verið að fullyrðing þín sé rétt, reyndar þekki ég ekki til dæmis sem sýnir fram á þetta. Í þessu tilfelli er bara um að ræða um leið og líknarbelgur springur út þá kemst tal samband við 112 og nákvæm landfræðileg staðsetning. Tækið sjálft býður ekki upp á að skrá GPS sögu, því er ekki mögulegt að stunda eftirlit. Þetta er meira neyðarhnappur með GSM sambandi.

Ef þú vilt kynna þér þetta nánar er þér velkomið að hafa samband við mig.

Ingi Björn Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Í fréttinni segir:

Nái áformin fram að ganga ber ast Neyðarlínunni strax upplýsingar um staðsetningu bílsins, hraða sem ekið var á, númer bílsins, tegund og mögulegan fjölda farþega auk þess sem upplýsingar fást um hversu mikið höggið var. Verkefnið gengur undir heitinu e-Call sem stendur fyrir emergency call.

 Er þá ekki bara næsta skref, þegar tækin eru komin í alla bíla, að tala um öryggisleysi í umferðinni og hafa skuli tækið í stöðugu sambandi við umferðareftirlit eða eitthvað. Svona til að tryggja öryggi.

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Kári Magnússon

Ég vill frekar drepast sem frjáls maður undir stýri á bílnum mínum ofaní skurði en í Guantanamo.

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jón þór.. Ég skil mæta vel hvað þú ert að fara með þessu.

Ég tel samt víst að á bak við þetta verkefni sé falleg meining. Miðað við hvað bílar drepa marga árlega væri hægt að færa rök fyrir því að það mætti banna þá. Auðvitað væri slík rökhyggja dauðadæmd frá upphafi því bílavæðing er það stór og mikilvægur hlekkur í iðnbyltingunni. Þó svo að ég sjái ekkert athugavert við þetta eftirlit vegna hver margir látast í dauðaslysi skil ég mjög vel að næst gæti verið komið af okkur. 

Hættan við vísindinn er þegar þau eru notuð í neikvæðum tilgangi og eins og þú segir réttilega gæti næst verið komið að okkur . 

Brynjar Jóhannsson, 14.11.2007 kl. 16:15

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hraðin er tekin úr bíltölvu bílsins, það sama á við um tegund. Kerfið er dautt eða sofandi þangað til það er ræst upp.

Mun það eru mun nákvæmari græjur nú þegar í bílum, í formi bíltalva sem senda boð um leið og bíll bilar.  Nýjust BMW bifreiðarnar eru með kerfi sem hafa samband strax og eitthvað gerist við þjónustuaðilan.

Ég skil þínar áhyggjur, ég deili þeim með þér að hluta. Það eina sem ég er að gera koma upplýsingum á framfæri um þetta verkefni sem ég þekki ágætlega til. Ég vil líka taka það fram að þetta er enn þá á umræðustigi innan ESB, fyrirtækð sem ég vinn hjá ND kemur engungis að tækilegum úrlausnar atriðum í þessari umræðu.

Þér frjálst að setja þig samband við mig ef þú hefur fleiri spurningar.

Ingi Björn Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 16:16

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þetta er eflaust gagnlegt og gert af góðum hug, en vegurinn til vítis er oft varðaður góðum ásetningi. Takk fyrir kommentin.

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 16:29

7 identicon

Ég tek undir með Kára Magnússyni, held það sé allt í lagi að bremsa aðeins gegn öllu þessu "öryggi".  Það væri örugglega mjög öruggt og gæti bjargað mannslífum að hafa svona sjónvörp sem ekki er hægt að slökkva á í hverju herbergi, sem einnig horfa á þig og taka upp allt hljóð, og giska á hvað þú ert að hugsa.  Þú kanski horfir dapurlega á skólp-þátt í sjónvarpinu og dæsir og hugsar - "kanski liði mér bara betur ef ég hætti að vinna í sannleiksráðuneytinu og gegni í lið með uppreisnarmönnum", en þá myndi skjárinn þruma "Hættu þessu kjaftæði og taktu svefnpillu, svo þú gerir ekkert af þér þar til þú kemur aftur til vinnu á morgun.  Svo hef ég bókað tíma á fund í  ástarráðuneytinu strax eftir hádegi".

Slíkur maður með slíka skjáþjónustu væri ábyggilega rosalega öruggur, en algerlega þræl ófrjáls, enda er þetta skrumskælt frá minni úr alræðissögunni 1984. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:45

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hættan við allt þetta eftirlit er að þeir sem fylgjast með og yfirmenn þeirra misbeyta því alltaf. Hjá nágrönnum okkar Norðmönnum var leyniþjónustan staðin að því að njósna um stjórnarandstöðuna fyrir nokkrum árum.

Og ef þú heldur að eftirlit með borgurunum varði þig ekki ef þú hefur ekkert að fela þá vitna ég í heimildargrein sem ég vann upp úr Skýrslu Bandaríska Þingsins á 15 ára njósna starfsemi F.B.I. á Bandarískum borgurum:

Í þeim kemur fram að í trássi við lög og stjórnarskrá[2] „hefðu verið framkvæmdar leynilegar aðgerðir, [að frumkvæði yfirmanna Alríkislögreglunnar[3] og með vitund dómsmálaráðherra og annarra aðstoðarmanna Bandaríkjaforseta[4],] í þeim tilgangi að trufla og gera tortryggilega löglega stjórnmálastarfsemi bandarískra einstaklinga og hópa, og notað til þess hættulegar og niðurlægjandi aðgerðir […]“[5]

Hópar sem voru undir eftirliti og var unnið gegn voru allt frá Borgararéttindahreyfing Martin Luther Kings til Mæðrafélags Michigan fyrir Velferðarmálum.

Hérna er heimildargreinin í fullri lengd.

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband