Eins mans frelsishetja er annars mans hryðjuverkamaður
10.11.2007 | 16:52
Vopnaðir baráttumenn sem hafa ekki þjóðríki eða fyrirtæki á bak við sig eru oft stimplaðir hryðjuverkamenn, og það oft réttilega, því í baráttu sinni fremja sumir þeirra hryðjuverk, sem samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er að ráðast á og skelfa almenna borgara í pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.
Hvort samtök skuli flokka sem hryðjuverkasamtök snýst ekki um málstað þeirra eða tilgang þótt hann sé að berjast fyrir frelsi og lýðræði; það snýst um aðferðir sem þau beita í baráttu sinni. Ef frelsishetjur ráðast á og skelfa almenna borgara til að ná fram markmiðum sínum eru þeir hryðjuverkamenn.
Útlitið og fögur orð geta blekkt, og menn sem segjast berjast fyrir frelsi eru oft hryðjuverkamenn.
15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sagan hefur alltaf verið skrifuð af sigurvegaranum. Andspyrnuhreifingin í Frakklandi á stríðsárunum var ekkert annað en vel skipulögð hryðjuverkasamtök en voru aldrei titluð sem slík af bandamönnum. Í Írak eru Þarlendar andspyrnuhreifingar titlaðar sem hryðjuverkasamtök þó svo að barátta þeirra er í eðli sínu sú sama og barátta andspyrnuhreifingarnar í Frakklandi á sínum. Pólitískir ORÐBRUMARAR beita mismunandi heitum yfir sama verknað eftir því sem hentar þeim hverju eins og sannast í ofanverðum dæmum sem ég nefndi.
Brynjar Jóhannsson, 10.11.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.