Tilbiðja múslimar og kristnir ekki sama Guð?
8.11.2007 | 11:12
Yfir 130 Íslamskir fræðimenn Sunni, Shía og minni trúarfylkinga skrifuðu á dögunum undir bréf til allra helstu leiðtoga kristinna kirkja sem bendir á að friður í heiminum velti á friði milli múslima og kristinna manna.
Bréfið segir að múslimar og kristnir tilbiðji sama Guð og að tvö æðstu boðorð beggja trúarbragða séu þau sömu. Hið fyrra er að aðeins sé einn guð og hann ber að elska af öllu hjarta, sál og hug, og hitt sé að elska ber náungan eins og sjálfan sig. Á þessu hvílir allt lögmálið og grundvöllurinn fyrir friði og skilningi milli múslima og kristinna.
Bréfið segir einnig: "Við þá sem samt sem áður hafa unun af ágreiningi og eyðileggingu eða telja sig hagnast á því, við segjum að okkar eilífa sál er að veði ef við skorumst undan því að af einlægni gera allt sem í okkar valdi stendur til að friðmælast og koma saman í friði."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
Það sem vekur athygli mína er að íslamskir fræðimenn sýna frumkvæðið. Gaman verður að fylgjast með viðbrögðum kristinna kirkjunarmanna við þessari upp á stungu fræðimannann því að "nafninu til" eru flest stríð í þessum heimi trúarbragðastríð.
Brynjar Jóhannsson, 8.11.2007 kl. 18:18
Ég er persónulega forviða á blóðþyrstu, eða að minnsta kosti áhugalausu viðhorfi íslensku kirkjunnar, ekki múkk á móti búsh og íslensku "staðfestunni" í slátrun á almenningi í austurlöndum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.