Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.
13.3.2020 | 13:13
Það er auðvelt að gera mistök þegar taka þarf hraðar ákvarðanir.
Samt er ríkisstjórnin almennt að bregðast rétt við neyðarástandinu vegna Kóróna veirunnar, og á hrós skilið.
Frumvarp Samgöngunefndar Alþingis er undantekningin. Það er hættuleg lýðræðinu og verður að lagfæra áður en Píratar geta samþykkt að hleypa því í gengum þingið.
Tilgangurinn er góður, að heimila sveitastjórnum að halda m.a. fjarfundi vegna heimsfaraldurs.
Tillagan er samt svo víðtæk að ráðherra fái:
- ótímabundið vald til að heimila sveitastjórnum að við víkja frá
- ótilgreindum lagaákvæðum sveitastjórnarlaga við
- óskilgreint neyðarástand.
Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hljómar nokkuð víðtækt svo ekki sé meira sagt. Gæti ekki verið að það ætti kannski bara eftir að fylla í eyðurnar?
En það er hárrétt að við svona aðstæður, þegar kerfin sem við erum vön að virki færast af sviði þess fyrirsjáanlega yfir á svið óreiðunnar, látum við það ekki verða til þess að þau kerfi sem við vinnum eftir brotni niður líka.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2020 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning