Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.

Það er auðvelt að gera mistök þegar taka þarf hraðar ákvarðanir.

Samt er ríkisstjórnin almennt að bregðast rétt við neyðarástandinu vegna Kóróna veirunnar, og á hrós skilið.

Frumvarp Samgöngunefndar Alþingis er undantekningin. Það er hættuleg lýðræðinu og verður að lagfæra áður en Píratar geta samþykkt að hleypa því í gengum þingið.

Tilgangurinn er góður, að heimila sveitastjórnum að halda m.a. fjarfundi vegna heimsfaraldurs.

Tillagan er samt svo víðtæk að ráðherra fái:
- ótímabundið vald til að heimila sveitastjórnum að við víkja frá
- ótilgreindum lagaákvæðum sveitastjórnarlaga við
- óskilgreint neyðarástand.

Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta hljómar nokkuð víðtækt svo ekki sé meira sagt. Gæti ekki verið að það ætti kannski bara eftir að fylla í eyðurnar?

En það er hárrétt að við svona aðstæður, þegar kerfin sem við erum vön að virki færast af sviði þess fyrirsjáanlega yfir á svið óreiðunnar, látum við það ekki verða til þess að þau kerfi sem við vinnum eftir brotni niður líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2020 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband