Dómsmálaráðherra klessukeyrði Landsrétt fyrir vini sína.

Ráðherra dómsmála var ítrekað vöruð við að ef hún virti ekki lög um skipan dómara þá væru þeir ekki skipaðir samkvæmt lögum.

En stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er skýr í 59. grein: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum."

Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur í dag staðfest að þetta. Og áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt að hún hafi brotið lög við skipun á fjórum dómurum, en tveir eru persónulega tengdir henni.

Ráðherra dómsmála braut lög og stjórnarskrá við skipan dómara og ætti að segja af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vissulega gagnrýna dómsmálaráðherra en orðfæri eins og "fokking" nota menn ekki ef þeir vilja láta taka sig alvarlega og alls ekki setja þeir slíkt orð á prent!!

Íslenskan er gott mál og þar má finna mörg hörð orð sem lýsa því sem hver vill lýsa. Enginn myndi þó nota orðið "ríddu" til að tjá skoðun sína og allra síst þingmaður!!

Það er leitt þegar eini þingmaður Pírata sem mark hefur verið takandi á hingað til, fer út í svona ömurlegt orðalag.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2019 kl. 12:23

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón hættu nú þessu kjaftæði hún fór eftir gildandi lögum. 

Valdimar Samúelsson, 12.3.2019 kl. 13:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áður en þið hefjist handa við afhöfðanir, þá er rétt að minnast á að enn er eitt dómstig opið í þessu máli. Það er hægt að vísa því áfram til yfirréttar MDE.

Ég reikna þó með að þetta sé kærkomið lýðskrumstækifæri fyrir ykkur. 

Þið getið svo skalað fyrir að kynjajafrétti og kynjakvótar hafa ekkert vægi lengur. Svo er það kannski líka fagnaðarefni fyrir ykkur að ráðgjöf ókjörinna sérfræðinga trompi vald ráðherra.

Það er nokkuð víst að þetta fer til yfirréttar þó ekki væri nema fyrir það eitt að rétturinn var klofinn í tvennt og tæpur meirihluti fyrir niðurstöðunni.

Allavega...ykkur er alveg óhætt að bíða með að heimta blóð, því það er í raun ekki komin endanleg niðurstaða á þetta mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2019 kl. 14:15

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

 "en orðfæri eins og "fokking" nota menn ekki ef þeir vilja láta taka sig alvarlega og alls ekki setja þeir slíkt orð á prent!!  Obbossí... 3:) 

Haraldur Rafn Ingvason, 12.3.2019 kl. 14:31

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hæstiréttur sagði að Sigríður hafi brotið lög við skipunina en dómararnir væri samt löglega skipaðir og ekki hægt að víkja þeim.

Hæstiréttur:
- Sigríður braut lög.
- Dómararnir eru samt löglegir.

Mannréttindadómstóllinn í Strassburg:
- Sigríður braut lög.
- Alþingi braut lög.
- Dómar dómarannr eru mannréttindabrot.

Það er því er hægt að kæra alla dóma þessara 4 dómara og fá skaðabætur. Þessi 4 dómararar hennar Sigríðar eru því óstarfhæfir.

Jón Þór Ólafsson, 12.3.2019 kl. 14:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón. Þetta hefur engin áhrif á það hvort dómararnir eru starfhæfir eður ei. Ekkert í dómsniðurstöðu snýr að stöpu þeirra sem voru ráðnir, heldur þeirra sem ekki voru ráðnir. 

En eins og ég segi, þá tempraðu móðursýkina og blóðþorstan þar til yfirréttur mde hefur hveðið upp dóm sinn.

Það stenst varla nokkur lög að "ráðgjafar" utan úr bæ hafi síðasta orðið um ráðningar hins opinbera og trompi vald ráðherra. Ef þú vilt það, þá ertu búinn að segja bless við lýðræðið. (Ekki að það sé hátt metið hjá ykkur fyrir)

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2019 kl. 16:15

7 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta er eilítið ónákvæmt hjá þér Jón Þór. Sigríður braut stjórnsýslulög við skipun dómarana. Það eru ekki almenn hegningarlög en þið Píratar talið stundum eins og sú sé raunin. Mikilvægt að fá þetta atriði á hreint.

Ykkur Pírötum er svo í raun alveg sama þótt lög séu brotinn í stjórnsýslunni, smbr. braggamálið í borginni þar sem ýmiskonar lög voru brotinn t.d. lög um skjalavörslu sem geta haft í för með sér dóma í samræmi við almenn hegningarlög. En ykkur er alveg sama um allt þetta vegna þess að þið og Samfylkingin eigið í hlut.

Dómur mannréttindadómstólsins er ekki bindandi og því engar líkur á því hafa tíðindi dagsins það ekki í för með sér að dómar Landsréttar séu ógildir. Það voru engar skaðabætur dæmdar í dómnum sem féll í dag, aðeins hálfur málskostnaður, og því ólíklegt að einhver feti þessa braut í framhaldinu.

Valur Arnarson, 12.3.2019 kl. 16:19

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki nóg með að þer þyki boðlegt að "ráðgjafar" trompi vald ráðherra, heldur einnig vald alþingis, sem n.b. samþykkti dómaralista Sigríðar.

Sigríður er ekki einráð, heldur eru ákvarðanir háðar alþingi. Ef þú vilt senda Sigríði heim, þá láttu það fylgja að þú viljir senda Alþingi heim líka, sem ætti að vera rökrétt framhald af rökleysunni.

Hvernig nýtast þér annars súperlaunin sem þú varst svo fráhverfur? Hættur  við að skila þeim?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2019 kl. 16:22

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Líklega ertu sammála þeirri meiginrelgu Valur að skipa eigi sem dómara þá sem eru hæfastir en ekki af geðþótta dómsmálaráðherra. Og það er það sem lögin segja.

Þess vegna þarf dómsmálaráðherra að fylgja lögum sem tryggja að hún geri þetta ekki að geðþótta og velji hæfustu umsækjendurnar. Hún braut þau lög. Héraðsdómur dæmdi að hún braut þau lög, hæstiréttur líka, og núna mannréttindadómstóllinn sem bætir við að dómararnir voru ekki skipaðir samkvæmt lögum, jú því dómsmálaráðherra braut lög við skipan þeirra, og því séu dómar þeirra mannréttindabrot.

En ef ykkur er sama um það strákar, þá það. En þetta er grundvöllur réttarríkisins. Mér er ekki sama.

Jón Þór Ólafsson, 12.3.2019 kl. 18:00

10 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Mín kæra Jón Steinar gegn Kjararáði hefur öll komið fram hér á mbl.is.

Ég kærði Kjararáð og fékk VR með í það, og borgaði úr eigin vasa 1.500.000. kr fyrir það og hef hafnað 480.000. kr í viðbót svo launahækkun Kjararáðs umfram almenna launaþróun hefur ekki endað í mínum vasa. Ég er því eins og "nýfallinn snjóengill" sem get tekið slaginn í þinginu fyrir stöðuleika á vinnumarkaði án hræsni.

Við áfríuðum til Landsréttar sem vísaði líka málinu frá, og ljóst að hæstiréttur myndi gera það líka. Í dómsorðinu sagði Landsréttur:

"Í úrskruði Landsréttar kom fram að af málatilbúnaði [Jón Þórs] yrði ekki sé að fjárhagslegir hagsmunir hans væru undirrót málshöfðunar heldur þeir að gæta almannahagsmuna með því að stuðla sem þingmaður að efnahagslegum stöðuleika og stöðuleika á vinnumarkaði. Voru þessir hagsmunir taldir svo almennir að þeir gætu ekki talist lögvarðir í þeim skilningi sem dómstólar hafa lagt í þetta málshöfðunarskilyrði."

https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=0f09bd0c-ea4f-4533-873b-028377ca8edf

Jón Þór Ólafsson, 12.3.2019 kl. 18:04

11 Smámynd: Valur Arnarson

Ég er sammála þér Jón Þór. Skipanir í embætti eiga ekki að vera eftir geðþótta kjörinna fulltrúa, hvorki Dómsmálaráðherra né borgarfulltrúa. En eins og þú veist þá var borgin dæmd fyrir að brjóta jafnréttislög þegar hún horfði fram hjá hæfasta umsækjandanum sem var Ástráður Haraldsson. En vinir þínir í Reykjavíkur-Pírötum eru ekki sammála okkur. Skrítið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/18/borgin_greidir_astradi_3_milljonir/

Aðeins um skipan dómara í Landsrétt:

Sigríður Á. Andersen hefur margsinnis komið þeim sjónarmiðum á framfæri að listi hæfnisnefndar færi ekki óbreyttur í gegnum þingið. Þetta var hennar niðurstaða eftir samtal við formenn þingflokkana.

Í kjölfarið steig fram Hanna Katrín Friðriksson, á opnum þingflokssfundi Viðreisnar, og tilkynnti að það hefðu verið þau (í Viðreisn) sem sendu Dómsmálaráðherra til baka með listann.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/vidreisn_stodvadi_lista_domnefndarinnar/?fbclid=IwAR0WuTaFmbP3AyNYXgZCuxwpiaax2-OHDYnXCPO8AHvqGqo0nu0sThUoIOY

Eftir það byrjar öll vitleysan. Sigríður fer að fikta í kvörðum sem hæfnisnefndin hafði gert, sem hún hafði ekkert leyfi til að gera, það voru t.d. allir umsækjendur metnir með einkunina 10 í stjórnun dómþinga. Eftir fikt fékk Sigríður niðurstöðuna sem Viðreisn og fleiri gátu sætt sig við, þ.e. meira jafnvægi í kynjahlutfalli.

(Ég get ekki gefið upp link á þetta síðasta vegna þess að það er búið að fjarlægja frétt sem Kjarninn gerði um málið).

https://kjarninn.is/i-beinni/2018-01-31-sigridur-andersen-kemur-fyrir-stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd/?fbclid=IwAR3J0VU-UJw-KScpuiRaiLVAmpVQ5uMAkpGwzAC7C4UADh7gVeuyfwGpVpM

Valur Arnarson, 12.3.2019 kl. 18:18

12 identicon

Sæll Jón.

Í fyrstu mátti sjá að niðurstaða
dómstólsins, dómsorð, hefði verið um
"svívirðilegt brot" ráðherra gagnvart ...

Ef þetta var rétt þýtt þannig í upphafi
þá er niðurstaðan augljóslega endanlegur dómur
yfir dómstólnum sjálfum.

Gott rykti er gulli betra og því hlyti
það að vera óboðlegt ef gengi sá ymtur
að véfengja mætti svo afdráttarlausa og
smekklega orðaða niðurstöðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.3.2019 kl. 18:33

13 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ah, þetta allt Viðreins og Pírötum að kenna!  Auðvitað.

Jón Ragnarsson, 12.3.2019 kl. 21:26

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að sjá að vinir Sigríðar A Andersen séu vaknaðir og virðast vera pínu vankaðir eftir hirtinguna sem Ráðherra fékk í dag frá EDM.

En sé svo að einn kýs að henda smjörklípum um önnur mál og vísar til sveitarfélaga máli sínu til stuðnings.

Gott að minna á foringi vina Sigríðar hlaut líka sinn kinnhest fyrir afglöp í sínum ráðningum

http://bit.ly/2J7Y1tl

En menn og konur mega hamast Sigríði til handa, þetta liggur samt ljóst fyrir að ráðherra á vegum Sjálfsstæðisflokksins skipaði hér pólitískt dómsvald. 

Við hin sem ekki styðjum þessa Sjallavitleyslu sitjum víst uppi með það, og já kostnaðinn sem af því hlýst.

Þá skipta skattpeningar ekkil lengur máli, bara formið. 

En svo hefur ráðherra á vegum Sjálfsstæðisflokksins áður ráðið inn dómara fyrir aðal. Það kostaði skattgreiðendur pening líka þá. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.3.2019 kl. 21:38

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvernig væri að spara fúkyrðin, þar til endanleg niðurstaða næst? Er búið að dæma kerfið til helvítis, eða er þetta bara lítil sneið til seinni tíma? Þar til það liggur ljóst fyrir, haldið bara andskotans kjafti, með sem móti.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2019 kl. 04:29

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða vini ertu þú að tala um Jón Þór? Þú hlýtur að hafa einhver rök fyrir þessari staðhæfingu því það er mjög alvarleg ásökun í henni fólgin. Hafir þú ekki rökstuðning fyrir því að ráðherra hafi valið þessa fjóra tilteknu dómara vegna þess að þeir séu vinir hennar, þá er staðhæfing þín á engu byggð og aðeins óheiðarleg aðdróttun (þið Píratar eruð nú raunar alþekktir fyrir slíkt). 

Eins og þú veist fullvel er það Alþingi sem skipar dómara, að tillögu ráðherra. Það er ekki ráðherrann sem skipar þá.

Eins og þú veist líka vel er enginn vafi um hvort dómararnir sem voru skipaðir séu hæfir.

Eins og þú veist líka fullvel var augljóst var hæfnisnefndin var að reyna að taka sér ákvörðunarvald, sem átti að liggja hjá þinginu, og á þeirri vegferð varð rökstuðningur hennar fyrir því að velja akkúrat þá 15 dómara sem hún valdi, en taka enga afstöðu til annarra, að því klúðri sem varð ráðherra og Alþingi tilefni til að breyta valinu.

Allt þetta veist þú. Þú veist það líka að þótt ráðherra legði málið þannig upp að þingið gæti tekið afstöðu til hvers umsækjanda um sig, eins og Hæstiréttur benti á að væri rétt að gera ákvað þingið að afgreiða alla saman. Þeir sem ákváðu að fara aðra leið voru þingflokksformenn, þinn eiginn þar meðtalinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2019 kl. 09:56

17 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þorsteinn, ég held að það sem þingmaðurinn og einn af varaforsetum sé að vísa til er að ekki aðeins fékk nú margdæmdur Dómsmálaráðherra efsta sæti á framboðslista síns flokks frá maka eins af þeim dómurum sem MDE hefur nú úrskurðað um. Aukinheldur er vitað að annar dómari sem Dómsmálaráðherra skipaði, nú ólögelega samkvæmt stjórnsýslulögum, var yfirmaður sama ráðherra og kom að prófkjörsmálum ráðherrans í sinni baráttu. 

Subbulegt ef þú spyrð mig.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2019 kl. 10:24

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru afar veikburða rök fyrir afdráttarlausri staðhæfingu Sigfús. Við skulum sjá hvort mannfátið reynir að sýna fram á réttmæti yfirlýsinga sinna sjálfur.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2019 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband