Fórnar Bjarni Ben stöðuleikanum fyrir eigin launahækkun?

Frétt í Morgunblaðinu 1992

Bjarni Ben segir: "[...] stjórn­völd ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðug­leika hér í efna­hags­mál­um og við mun­um ekki skilja Seðlabank­ann ein­an eft­ir í að vinna að því hlut­verki."


Þá hefur Bjarni skyldu til að leggja til lækkun launa ráðherra og þingmanna til samræmis við almenna launaþróun. Hann hafnaði því í vor þegar við Píratar lögðum það til í annað sinn.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og Alþingi allt var sammála um að ef launaþróun ráðamanna fer umfram almenna launaþróun landsmanna þá ógni það friði á vinnumarkaði og efnahagsstöðuleika, eða eins og það er orðað í frumvarpi Halldórs sem byggir á texta úr frumvarpi Davíðs:
"að ekki sé hætta á að úrskurðir Kjaradóms raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði“."

Árið 1992:
- Kjaradómur hækkar laun ráðamanna umfram almenning.
- Davíð Oddsson setur fund á Þingvöllum og fær samþykkt lög gegn hækkuninni.

Árið 2016:
- Kjararáð hækkar laun ráðamanna langt umfram almenning.
- Stjórnarmeirihlutinn reynir enn að halda í hækkunina þrátt fyrir mikla ólgu á vinnumarkaði. - Sönn saga.


En Bjarni Ben er með frumvarp um nýtt fyrirkomulag launaþróunar ráðamanna þar sem hann getur lækkað eigin laun til að sína fordæmi. Ef honum er alvara að: "stjórn­völd ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðug­leika hér í efna­hags­mál­um" eins og hann segir þá þarf hann að lækka launin sín og okkar á þingi í samræmi við almenna launaþróun frá 2013 sem 70% fólks á almenna vinnumarkaðinum hefur þurft að sætta sig við, það er "þorri launafólks" eins og segir í frumvarpi Davís og Halldórs, og það er fólkið sem var að klára sína kjarasamninga og getur farið í verkföll. Annars fórnar Bjarni stöðuleikanum fyrir eigin launahækkun.


mbl.is Furðar sig á yfirlýsingum um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Davíð skildi hvað öfundin er sterkur drifkraftur. Bjarni virðist ekki skilja það alveg nógu vel.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2018 kl. 22:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það fannst þá dæmi um að Davíð Oddson hefði einhverntímann gert eitthvað af viti? :)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2018 kl. 22:40

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann hefur reyndar gert það oftar. Mér er t.d. minnisstætt þegar hann lýsti yfir því að dómar í Geirfinns- og Guðmundarmálum hefðu verið dómsmorð, svo reiður var hann þegar hæstiréttur hafnaði endurupptöku þeirra mála á sínum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2018 kl. 00:22

4 identicon

Það kallast varla öfund að fólk krefjist þess að geta lifað á launum sínum. Það kallast mannfyrirlitning sem Bjarni virðist vera illa haldinn af.

pallipilot (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 00:52

5 identicon

Ert þú að halda því fram Jón Þór að ef Bjarni muni stökkva á lýðskrums tillögu ykkar Píarata þá muni núverandi verkalýðshreifing tóna niður kröfur sínar í það sem svigrúm er fyrir?  Sýnist þér að það sé í anda núverandi forystu að láta skynsemi og þekkingu ráða för?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 09:47

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér er það gagnrýnt að Bjarni skuli ekki hafa forgöngu um að LÆKKA laun ráðamanna. Það er ekki verið að tala um HÆKKUN á launum annarra. Þegar allt verður vitlaust vegna þess að einhverjir telja laun einhverra annarra of há er það öfund sem er á ferðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2018 kl. 16:35

7 identicon

Sæll Jón.

Eins og þig hlýtur að reka minni til
þá var það sá sem hér skrifar sem bloggaði
hjá þér sjálfum strax samdægurs þegar
úrskurður Kjaradóms lá fyrir um 45% hækkun launa til þingmanna
að mesta óráð væri það og mundi hleypa illu blóði
í verkalýðsforustuna; launahækkunin væri í öllu tilliti
óábyrg með öllu.

Það var svo ekki fyrr en heilum 3 mánuðum síðar þegar
þessu hafði verið slett í kjaftinn á mönnum að þú andæfðir og andmæltir og vildir þennan beiska kaleik í burtu frá þér tekinn
þar sem launin væru, viðbótina um 45% afnumda.

Áttu von á því að söngur þinn og skrif um Bjarna Benediktsson
þyki sérlega trúverðugur nú í ljósi þess sem að framen er rakið?

Því í ósköpunum greipstu ekki til varna strax og afþakkaðir
þetta þegar þá fram var komið?

Hélst áfram með þetta svona þar til væntanlega öruggur um að í engu yrði breytt. Var það leiðarhnoða og leiðarljós þitt?

Finnst þér sjálfum að þessi framkoma hafi verið heiðarleg
gagnvart kjósendum þínum og aðdáendum öllum ?
(engin kerskni er það að skrifa um aðdáendur því
Jón hefur frá því hann gagnrýndi laun þessi hlotið ómælt lof
einstakra útvarpsstöðva, - því miður á fölskum forsendum -
eða hefur þú eða nokkur í flokki þínum þegar skilað viðbótarlaunum þessum inn til ríkisins????)

Eins glöggur þú getur stundum í annan tíma verið
þá eru þetta óskiljanleg vinnubrögð hjá þér; afleikur.

Hvernig útskýrir þú þessi um margt óskiljanlegu viðbrögð þín?

Húsari. (IP-tala skráð) 21.12.2018 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband