Þingmenn fengu 45% hækkun og flugvirkjar biðja um 20%
17.12.2017 | 15:00
Fyrir ári síðan fengu þingmenn 45% launahækkun. Þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp um að leiðrétta þá launahækkun í samræmi við lög eins og Davíð Oddsson gerði 1992 og Halldór Ásgrímsson 2006.
Við settum málið í forgang og fengum það því í fyrstu umræðu á þingfundi, en svo fór það í nefndina hans Óli Björn Kárasonar þar sem það dó.
Ég krafðist þess á nefndarfundi að fá gesti til að geta rætt og afgreitt málið og Óli Björn lofaði því en sveik. Nú kvartar hann yfir kröfu flugvirkja um 20% launahækkun. Já það er of brött launahækkun fyrir stöðuleika, en kannski að Óli Björn ætti að byrja á að leggja til að leiðrétta sína 45% launahækkun fyrst því hún ógnar stöðuleika, annað er hræsni. Hann má leggja fram frumvarp okkar Pírata.
Verkfall flugvirkja hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2018 kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Laun þingmanna voru lækkuð verulega í tíð Jóhönnu Sig. í einu lýðskruminu. Hækkun þeirra fela í sér leiðréttingu þeirrar lækkunnar auk launahækkunnar.
Annars þykir mér fróðlegt að vita af hverju þú afþakkaðir þetta ekki persónulega eins og forsetinn. Hyggstu kannski að skila því sem þér þykir þú hafa þegið um of?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 16:48
Jón Steinar, þú veist að þetta er fullkomlegalega réttmætt sem Jón Þór skrifar hér.. Enda löngu fyrirséð að hækkun launa þingmanna um 45% myndi setja hér allt í bál og brand og verða vísir að ófriði á vinnumarkaði óðaverðbólgu í kjölfarið, minnkandi kaupmáttar almennings og fallandi gengis krónunnar. M.a.s. tilgreinir Óli Björn það sjálfur á feisinu sem afleiðingu af óheyrilegum afleiðingum skefjalausra launahækkana.
Því spyr ég þig Jón Steinar, ert þú kannski orðinn sérstakur talsmaður óðaverðbólgu, minnkandi kaupmáttar almennings og fallandi gengis krónunnar? Fallandi gengi krónunnar væri vissulega Þórðar gleði efni júrókratanna, en mig undrar ef það vekti þér gleði, eða hvað?
Mín von er sú að Óli Björn geri nú sem Jón Þór býður honum, að standa við það sem hann lofaði, en sveik, skv. því sem Jón Þór segir. Batnandi mönnum er best að lifa.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 17:44
Jón Þór, viltu þá að allar stéttir fái 45% hækkun yfir línuna?
Ef svarið er JÁ eða í áttina, ertu þá:
A) raunsær?
B) ábyrgur þingmaður?
Jón Valur Jensson, 17.12.2017 kl. 19:25
J Þ Ó
Sýndu okkur kvittanir fyrir því sem þú lagðir inn á Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd og fleiri slíkar síðan þessi ósvinnuhækkun atti sér stað samkvæmt því em þú segir, á þeirri upphæð sem þú telur þig hafa fengið greidda af ofrausn ákvörðunar Kjaradóms.
Sé engu slíku að dreifa, ertu eiungis ómerkilegur lýðskrumari að skreyta þig með óverðskulduðum fjöðrum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.12.2017 kl. 20:30
Það er eftirtektarvert að Styrmir Gunnarsson deilir áhyggjum sínum með Jóni Þór, þegar Styrmir talar um ótíðindi og viðvörun með hliðsjón af kjararáðs ótíðindunum. Held að það eigi við um flest fólk með viti að blöskra sjálftaka þingmanna, alls 52% launahækkun á einu bretti, árið 2016:
"Verkfall flugvirkja hjá Icelandair felur í sér mikil ótíðindi.
Hættan er sú að þetta verkfall verði upphafið að erfiðu óróleikatímabiliá vinnumarkaði.
Það er langt síðan til verulegra átaka kom á þeim vígstöðvum en einmitt vegna þess að langt er um liðið er hugsanlegt að ný og ung kynslóð sem tekið hefur við stjórn landsins skilji ekki þau hrikalegu vandamál sem gætu verið framundan ef allt fer úr böndum.
Það eru vissar vísbendingar um að slíkt skilningsleysi geti veriðtil staðar sbr. Kjararáð.
Verkfall flugvirkja ber að skoða sem aðvörun.
Það verður fróðlegt að sjá, hvort mark verður tekið á þeirriaðvörun."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 20:57
Ömurlegt að heyra framsóknar formanninn svara ekki spurningunni hvort setja eigi lög á flugvirkja(11.12.17 fréttir Rúv).Talar um að kröfur þeirra ógni stöðugleika.Hann, framsóknar formaðuriinn er búinn að fá 45% hækkun og það 2 ár aftur í tímann.
Nú mun hann væntanlega setja lög á flugvirkjana ,en það mun ekki leysa vandan því þeir munu bara verða veikir,og þegar eitthvað kemur uppá með flugvélarnar, munu þeir segja að það þurfi að fara með vélina í flugskýli og skoða manuala.
Þessi úrskurður kjararáðs til handa ráðamanna þessa lands er forsenda fyrir því að allt er að fara til andsk..... hér og fáránlegt að segja að verkalýðsfélög séu með óranhæfar kröfur.Að við minnumst ekki á neyðaróp aldraðra og öryrkja.
Gísli Elíasson
Gisli Eliasson (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 21:29
Þá er einnig eftirtektarvert að rifja upp pistil Páls Vilhjálmssonar frá í maí 2014:
"Launþegar eru neyddir að borga í lífeyrissjóði sem hygla forstjórum á kostnað almennra starfsmanna. Skýrasta dæmið um misnotkun lífeyrissjóðanna er Icelandair þar sem æðstu stjórnendur fá hækkun sem nemur allt að hundruðum prósenta á meðan launþegum er boðin ,,SA-hækkun" upp á fáein prósent.
Lífeyrissjóðirnir eiga Icelandair nánast að fullu og það eru þeir sem bera ábyrgð á skefjalausri mismunun þar sem æðstu stjórnendum er hampað en launabremsa setta á almenna starfsmenn.
Spillinguna sem lífeyrissjóðirnir stunda verður að uppræta."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 23:32
Pétur Örn. Ég er að hnýta í yfirdrep nafna míns og hræsni. Hann hefur rúmlega helmingi meira í laun en flugvirkjar og þáði þessa 45% hækkun og nýtur hennar enn. Spyr hvort hann ætli sér að skila uppbótinni ef honum tekst að snúa þessu við.
Spurning hvað hann vill í stað kjaradoms. Það er auðvelt að vera á móti á meðan maður hefur ekki tillögu um lausn. Kannski mynda fulltrúaráð verkalýðsfélaga til að koma saman og ákveða þetta. Þeir eru jú í vinnu hjá okkur. Kannski mymda ráð bæði verkalýðsfélaga og atvinnurekenda svona upp á jafnvægið. Þetta á náttúrlega bara að fylgja almennri launavísitölu og leiðréttast á tveggja ára fresti. Geta látið líða fjögur ár núna til að gira þetta niður til samræmis við annað.
Flugvirkjar eru að biðja um launahækkun úr 2500kr á tímann í 3000kr. Það eru lúsarlaun samt sem áður. Ég stend með þeim. Smiðir fá minnst 1500kr meira í laun og píparar og rafvirkjar helmingi meira. Svipað og Jón.
Þessi krafa er algerlega í takt við það sem er að gerast á vinnumarkaði og verður krafa í komandi kjarabaráttu. Það hefur lítið með kjaradóm að gera.
Skynsamlegt væri að lenda þessu í 16% í þessari atrennu og það sæi ekki högg á vatni. Tímasetning verkfallsins orkar samt tvímælis að mínu mati. Þeir hefðu sama þrýsting hvenær sem væri á arinu.
Ég vil þó gefa Pírötum Kudos fyrir Helga að mótmæla geðþottafullum dómum um hatursorðræðu og skerðingu málfrelsis. Það er grundvallarmál, sem þeir ættu að sækja hart.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 00:47
Flestir vita að sjálfsögðu að taxti er bara lágmarksviðmið og samkeppni á vinnumarkaði ræður rest.
Flestir hopar í samfélaginu njóta hærri launa en taxtinn býður. Allavega í prívatgeiranum sökum þess að skortur er á góðu og ábyrgu fólki. Þegar svo er, eru þó aðrir neyddir til að liggja á taxta. Serstaklega opinberir starfsmenn og fólk sem má sín minna og vinnur skítverkin. Hækkun taxta er bara leið til að jafna þau kjör.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 00:53
Ríkið ætti að forðast það að hafa frumkvæði um launahækkanir. Þingmenn geta ákveðið sér meðalhækkun eftir að kjarasamnngum er lokið. Rétt hfði verið að hækka um 12% auk leðréttingar 15% lækkunnar. 27%.
Allt á þetta sér rót í lýðskrumi Jóhönnu Sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 01:09
Það nefnir enginn tölur!
Um hvað anýat þessi deila?
Halldór Egill Guðnason, 18.12.2017 kl. 03:24
Ég er 100% sammála pistli Jóns Þórs, en það gerist ekki oft.
Það er 45% launahækkun þingmanna og ríkis möppudýrana sem kemur óstöðugleika í launamálum þjóðarinnar af stað.
Ef að fluvirkjar fá ekki þá kauphækkun sem þeir fara fram á og ef Dýralæknirinn setur lög á deiluna, þá er bezta vopnið að neita að vinna yfirvinnu.
Eg stóð að því ásamt flugvirkjum fyrir Cargolux í Luxemburg að stofna félag fyrir flugvirkja 1970 og eitthvað, af því að launin okkar voru svo lá. Fólk í Luxemburg sagði okkur að það væri bannað að fara i verkfall í Luxemburg, en eftir viðræður við lögfræðing þá var það ekki rétt, heldur hefur enginn farið í verkfall siðan 1930 og eitthvað sagði þessi góði lögfræðingur.
það tók okkur um það bil eitt ár að fá leifi til að fara í verkfall en ég bað menn að fara í aðgerðir gegn Cargolux með aðgættni og nota ekki Þorshammarinn nema ekkert annað væri hægt að gera.
Ég stakk upp á yfirvinnubanni í 3 manuði, en það var ekki fallist á það að þvi að fjölskyldumenn stóluðu á yfirvinnu til að fæða og klæða fjölskylduna.
Það var fallist á að hafa yfirvinnubann í einn mánuð og þetta vissu yfirmenn Cargolux að við gætum ekki haldið út lengur en einn mánuð.
En heppnin var með okkur, Cargolux stólaði á yfirvinnu hjá flugvirkjum til að halda flugflotanum gangandi meira en flugvirkjarnir þurftu á yfir vinnuni að halda.
Eftir tólf daga vorum við kallaðir inn á teppi og við vorum spurðir hvað við virkilega vildum. Ég benti á að það hafi legið fyrir framan þá í rúmt ár. Er þetta allt sem þið viljið var spurning, sem ég svaraði með spurningu, er hægt að bæta við lista? Svarið var já við viljum ekki standa í svona á hverju ári eða annað hvort ár, þá bað eg um 24 tíma til að hugsa málið, sem við fengum.
Eina sem við bættum við listan var verkfæraviðhaldspeninga. Þetta var sett fyrir framan yfirmenn Cargolux og þeir samþykktu allar okkar kröfur og flugvirkja félagið var lagt niður, enda enginn þörf fyrir það.
En í svona deilum er samskipti milli fyrirliða flugvirkja og flugvirkjana mjög mikilvægar, því að fyrirtækið reinir að koma á lygasögum til að reina sundra samstöðunni.
Af hverju virkaði þetta hjá okkur? Af því að samstaðan var svo góð, fyrsta dag þá voru það 3 flugvirkjar sem unnu yfirvinnu, en alla dagana þar á eftir, þá var enginn flugvirki sem vann yfirvinnu. Sem sagt næstum 100% samstaða og það er mjög mikilvægt í launa og hlunninda deilum.
Ég hvet flugvirkja Icelamdair að standa saman og styðja þá sem eru í forustunni að leiðrétta laun allra flugvirkja. Því ef Icelandair flugvirkjar fá launa og hlunninda leiðréttingu, þá fá all flestir sámskonar leiðréttingar.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 04:49
Sæll Jón.
Virðir þú ekki gesti þína svars?
Hver eru svö þín við aths. 3 og 4 ?
Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2017 kl. 12:09
Jón Steinar. Ég get vel skilið að þú hafir gaman af að stríða Pírötum smá, það hef ég einnig þegar þeir æðibunuærslast sem mest. En hér mælir Jón Þór bæði vel og af skynsamlegi viti. Mér finnst ætíð tilefni til að taka undir þegar menn gera svo, þ.e. mæla af skynsamlegu viti. Svo geri ég einnig hvað varðar það sem þú segir í einni athugasemda þinna:
"Ríkið ætti að forðast það að hafa frumkvæði um launahækkanir."
Af hverju skammarðu þá Jón Þór fyrir að vilja leggja fram frumvarp um afturköllun laga um hið arfavitlausa Kjararáð sem þingmenn sjálfir skipa í og nota svo "úrskurði" þess til að "fela" á hálf klaufalegan hátt eigin sjálftöku launa og hækkana sér einum til handa og það langt umfram aðra? Reyndar eru þeir öllu venjulegu fólki álíka sýnilegir við þá iðju sína og bleikir fílar í glerhúsi.
Mér hefur virst að engir séu meiri jötuliðar, sem sjálfskammtandi nómenklatúru Kremlverjar forðum, en "Sjálfstæðis"þingmennirnir. Þeir nota sér ríkissjóð til eigin sjálftöku og virðast ekkert annað kunna, né hafa vilja til annars. Af hverju skammarðu þá ekki frekar Jón Steinar og það fyrir að taka ekki Jón Þór á orðinu og skrifa sig á gott frumvarp Pírata?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2017 kl. 12:09
Svar við athugasemdum 3 og 4 að ofan:
3. 45% launahækkun yfir línuna í landinu myndi valda óðaverðbólgu og verulegum efnahagsóstöðuleika, svo Nei, því við myndum öll tapa.
4. Mín launahækkun fer í að greiða lögfræðikostnað við að kæra Kjararáð. Á að fá reikning í vikunni og skal birta hann þegar hann kemur.
Jón Þór Ólafsson, 18.12.2017 kl. 15:30
Hér virðist vera smá misskilningur á ferðinni.
Verðbólga er skilgreind sem hækkun á vísitölu neyslverðs og sú vísitala mælir verð á vörum og þjónustu.
Aftur á móti mælir launavísitala almenna launaþróun í landinu.
Þar sem verðbólga er ekki skilgreind sem hækkun á launavísitölu geta launahækkanir ekki valdið verðbólgu.
Það sem veldur verðbólgu eru hækkanir á verði vöru og þjónustu.
Þetta er einfalt skilgreiningaratriði.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2017 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning