Þangað til munu ríkisstjórnir falla og springa.

Fólki í dag finnst rétt að geta komið meira að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf þeirra, eða í það minnsta fengið að vita hvernig þær ákvarðanir voru teknar. Að vanrækja þær væntingar er ávísun á pólitíkan óstöðuleika.

Í allt sumar upplifðu landsmenn leyndarhyggju og tregðu valdhafa í málum sem þolendur kynferðisafbrota vildu fá upplýst og löguð. Þessi upplifun felldi ríkisstjórnina. Eftir á skýringar stjórnarliða setja ríkisstjórnina ekki aftur saman. Landsmenn þurfa aðrar leiðir til að fá ráðamenn til að hlusta og hjálpa en að hafa hátt. “Þangað til munu ríkisstjórnir falla og springa” er sannleikurinn sem Bergur Þór faðir Nínu bendir okkur á.

Ef við byrjum ekki að breyta stjórnkerfinu hægt og örugglega í samræmi við væntingar landsmanna þá verður sífellt líklegara að poppúlistar kollvarpi kerfinu.


mbl.is Tekist á um stjórnarskrármálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband