Aum vörn dómsmálaráđherra og ósönn.

Ósk um heimild2Lögfrćđingur lögmannsstofunnar LEX sem ver gerđir dómsmálaráđherra viđ skipan dómara í Landsrétt leggur fram greinargerđ um ađ máli umsćkjanda sem ráđherra braut eflaust á verđi vísađ frá.

ÓSANNINDI 1:
Lögfrćđingur ríkisins segir ađ vísa eigi málinu frá
ţví dómsmálaráđherra hafi í raun ekki tekiđ neina ákvörđun í málinu, ađeins gert tillögur til Alţingis.

Ţetta veit dómsmálaráđherra ađ er ósatt enda skirfar Sigríđur Á. Andersen bréf til forseta Alţingis ţađ sem hún segir: "fengnu samţykki Alţingis [...] hyggst ég [...] leggja til viđ forseta íslands ađeftirfarandi einstaklingar verđi skipađir dómarar viđ Landsrétt:"

Lögin um skipan dómara í Landsrétt sem Sigríđur Á. Andersen lagđi sjálf fram fyrr á árinu eru líka skýr:
"Óheimilt er ráđherra ađ skipa í dómaraembćtti mann sem dómnefnd hefur ekki taliđ hćfastan međal umsćkjenda [...] Frá ţessu má ţó víkja ef Alţingi samţykkir tillögu ráđherra um heimild til ađ skipa í embćttiđ annan nafngreindan umsćkjanda [...]"


ÓSANNINDI 2.
Ţá segir lögfrćđingur ríkisins
ađ endanlegt skipunarvald sé í höndum forseti Íslands.

Já ţađ segir í lögum um dómstóla ađ "forseti Íslands skipar ótímabundiđ samkvćmt tillögu ráđherra" en Hćstiréttur hefur stađfest í dómi yfir Árna M. Mathiesen ţávernadi dómsmálaráđherra sem skipađi son Davíđs Oddssonar gegn áliti dómnefndar, ađ ráđherra hafi skipunarvaldiđ: "Eins og áđur hefur veriđ rakiđ fór ađaláfrýjandinn Árni ekki eftir ţeim reglum, sem honum bar ađ fylgja viđ ákvörđun um skipun í embćtti hérađsdómara[...]."

Birgir Ármannsson samflokksmađur dómsmálaráđherra og framsögumađur stjórnarmeirihlutans á Alţingi um ósk ráđherra fyrir heimild um ađ víkja frá áliti dómnefndar orđađi ţađ svona í nefndaráliti:
"Međ ţeirri tilhögun ađ fela ráđherra ađ útnefna dómara er tryggt ađ veitingarvaldiđ liggur hjá ráđherra sem ber ábyrgđ á gerđum sínum gagnvart ţinginu."

Viđ skipan dómara hefur dómsmálaráđherra veitingarvaldiđ, en Alţingi og Forseti Íslands hafa neitundarvald. Ţessi vörn dómsmálaráđherra er aum og ósönn, og hún veit ţađ.

mbl.is Máli á hendur ráđherra verđi vísađ frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónsson

Ţetta er afskaplega einfalt. Ráđherra getur bara skipađ ţá sem nefndin mćlir međ án ađkomu ţings og forseta. Vilji hann einhverja ađra,  ţarf ţingiđ og forsetin ađ samţiggja ţađ sem ţau hafa nú gert. Ég held ađ ţú skilir ţetta alveg.

Ţessi grein er ţađ sem kallađ er á góđri íslensku, Orđhengisháttur ţar sem slitiđ úr samhengi og snúiđ út úr öllu sem frá andstćđingnum kemur. 

Guđmundur Jónsson, 4.7.2017 kl. 12:07

2 Smámynd: Ólafur Als

Mér sýnist ţú hafa rétt fyrir ţér, Guđmundur. En Jón, manni sýnist sem ţú setjir hér fram röksemdir gegn eigin yfirlýsingum. Svo er annađ: Hćstiréttur stađfesti ekki ráđningu sonar eins eđa neins. Um einstakling var ađ rćđa sem ber nafn og kennitölu og er vonandi metinn ađ verđleikum, sama hverra manna viđkomandi er. Ţađ stendur vart steinn yfir steini í röksemdafćrslu ţinni, Jón, sem eru mikil vonbrigđi.

Ólafur Als, 4.7.2017 kl. 15:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Hvađ líđur ákćru síđuhafa á hendur Kjararáđi, fyrir svívirđilega hćkkun launa, honum til handa? Nú eru liđnir margir mánuđir og ekkert bólar á kćru. Aumari og ósannari getur varla nokkur orđiđ, en síđuhafi sjálfur.

Halldór Egill Guđnason, 7.7.2017 kl. 02:10

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband