Aum vörn dómsmálaráðherra og ósönn.

Ósk um heimild2Lögfræðingur lögmannsstofunnar LEX sem ver gerðir dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt leggur fram greinargerð um að máli umsækjanda sem ráðherra braut eflaust á verði vísað frá.

ÓSANNINDI 1:
Lögfræðingur ríkisins segir að vísa eigi málinu frá
því dómsmálaráðherra hafi í raun ekki tekið neina ákvörðun í málinu, aðeins gert tillögur til Alþingis.

Þetta veit dómsmálaráðherra að er ósatt enda skirfar Sigríður Á. Andersen bréf til forseta Alþingis það sem hún segir: "fengnu samþykki Alþingis [...] hyggst ég [...] leggja til við forseta íslands aðeftirfarandi einstaklingar verði skipaðir dómarar við Landsrétt:"

Lögin um skipan dómara í Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen lagði sjálf fram fyrr á árinu eru líka skýr:
"Óheimilt er ráðherra að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda [...] Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda [...]"


ÓSANNINDI 2.
Þá segir lögfræðingur ríkisins
að endanlegt skipunarvald sé í höndum forseti Íslands.

Já það segir í lögum um dómstóla að "forseti Íslands skipar ótímabundið samkvæmt tillögu ráðherra" en Hæstiréttur hefur staðfest í dómi yfir Árna M. Mathiesen þávernadi dómsmálaráðherra sem skipaði son Davíðs Oddssonar gegn áliti dómnefndar, að ráðherra hafi skipunarvaldið: "Eins og áður hefur verið rakið fór aðaláfrýjandinn Árni ekki eftir þeim reglum, sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti héraðsdómara[...]."

Birgir Ármannsson samflokksmaður dómsmálaráðherra og framsögumaður stjórnarmeirihlutans á Alþingi um ósk ráðherra fyrir heimild um að víkja frá áliti dómnefndar orðaði það svona í nefndaráliti:
"Með þeirri tilhögun að fela ráðherra að útnefna dómara er tryggt að veitingarvaldið liggur hjá ráðherra sem ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þinginu."

Við skipan dómara hefur dómsmálaráðherra veitingarvaldið, en Alþingi og Forseti Íslands hafa neitundarvald. Þessi vörn dómsmálaráðherra er aum og ósönn, og hún veit það.

mbl.is Máli á hendur ráðherra verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er afskaplega einfalt. Ráðherra getur bara skipað þá sem nefndin mælir með án aðkomu þings og forseta. Vilji hann einhverja aðra,  þarf þingið og forsetin að samþiggja það sem þau hafa nú gert. Ég held að þú skilir þetta alveg.

Þessi grein er það sem kallað er á góðri íslensku, Orðhengisháttur þar sem slitið úr samhengi og snúið út úr öllu sem frá andstæðingnum kemur. 

Guðmundur Jónsson, 4.7.2017 kl. 12:07

2 Smámynd: Ólafur Als

Mér sýnist þú hafa rétt fyrir þér, Guðmundur. En Jón, manni sýnist sem þú setjir hér fram röksemdir gegn eigin yfirlýsingum. Svo er annað: Hæstiréttur staðfesti ekki ráðningu sonar eins eða neins. Um einstakling var að ræða sem ber nafn og kennitölu og er vonandi metinn að verðleikum, sama hverra manna viðkomandi er. Það stendur vart steinn yfir steini í röksemdafærslu þinni, Jón, sem eru mikil vonbrigði.

Ólafur Als, 4.7.2017 kl. 15:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað líður ákæru síðuhafa á hendur Kjararáði, fyrir svívirðilega hækkun launa, honum til handa? Nú eru liðnir margir mánuðir og ekkert bólar á kæru. Aumari og ósannari getur varla nokkur orðið, en síðuhafi sjálfur.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2017 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband