Næstu skref í landsréttar málinu.
2.6.2017 | 13:42
Skref 1.
Forseti Íslands neitar að skrifa undir og vísar málinu aftur til Alþingis.
Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa. (Lög um dómstóla 50/2016:Ákvæði til bráðabirgða.IV.)
Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.
Er búinn að hringja í GuðniTh Jóhannesson og var sagt að hann hringi síðar í dag.
Skref 2.
Sem ég fer yfir í ræðunni að neðan verður farið í óháð því hvort forseti Íslands taki fyrsta skrefið. Við rannsökum málið opinberlega fyrst og höfum fullvissu um að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara þá er líklegara að allir þingmenn minnihlutans kjósi með vantraustinu og mögulega einhver meirihluta þingmaður. Þá og aðeins þá nær vantraustið í gegn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Enn einu sinni kemur upp staðan sem sannar að við þurfum nýja stjórnarskrá.
Ofbeldi meirihlutans inni á Alþingi er orðið óþolandi.
Ekkert er eðlilegra en að meirihlutinn ráði. En þegar ítrekað koma upp þau dæmi að meirihluti þjóðarinnar er á annari skoðun en meirihluti Alþingis er einboðið að kjósendur eigi þann möguleika að taka af skarið og hirða ákvörðunartökuna af Alþingi.
Árni Gunnarsson, 2.6.2017 kl. 17:06
Skref 3 hlýtur síðan að vera að fylgja eftir kæru á Kjararáð, vegna glæpsamlegra launahækkana til þingmanna og annara opinberra starfsmanna. Trúi trauðla að síðuhafi hafi þegið þessa viðbjóðslegu hækkun þegjandi og hljóðalaust, svo fyrirlitleg sem hún er talin af honum sjálfum. Skiptir það ef til vill engu "fokking" máli?
Árni.: Á Íslandi ríkir lýðræði. Það sem þú ert að falast eftir, kallast skrílræði.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.6.2017 kl. 18:25
Sæll Jón Þór. Ég verð að viðurkenna að ég hvorki skil né þekki raunverulega skilgreiningu ágreiningsins, í þessu svokallaða dómaraskipanamáli.
Til að mynda mér marktæka skoðun á málum, þá þarf ég að fræðast um sem flestar hliðar mála.
Í þessu dómaradeilumáli stend ég algerlega óupplýst og skoðanalaus, vegna fjölmiðlanna lýðræðissvikinnar umfjöllunar á öllum hliðum málsins.
Ég get einungis sagt pass, því ég hef ekki verið upplýst um allar umræddar hliðar málsins.
Þegar fjölmiðlamafíueigendur hafa svikist um að fjölmiðlaupplýsa almenning um allar hliðar máls af heiðarleika með sanngjörnum og réttlátum umræðum, þá getur maður einungis sagt pass.
Það heitir ekki lýðræði, þegar lýðurinn fær ekki fjölmiðlaða og heiðarlega fræðslu um allar hliðar mála, til að geta veitt löggjafa og framkvæmdavaldinu nauðsynlegt lýðræðislega ábyrgt aðhald.
Grunnur að martækri þjóðaratkvæðagreiðslu og lýðræði samfélags, er heiðarleg og allra hliða upplýst fjölmiðlaumræða. Íslands fjölmiðlar eiga langt í land, þegar kemur að óháðri, alhliða, siðmenntaðri og heiðarlegri umræðu og fræðslu.
Gangi okkur öllum ólíkum sem best að verja óháð og allra hliða heiðarlega fjölmiðlaupplýst lýðræðið. Því annars er ekki um neitt lýðræðisríkisins kjósendanna réttlæti að ræða í raun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2017 kl. 21:22
Lög Nr.50/2016 Ákvæði til bráðabirgða:
1V. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipan í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tilögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþyktar.
Þannig að lögin eru alveg skýr, og fróðlegt verður að fylgjast með hvað forsetinn gerir.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 21:30
Lög á Íslandi virðast vera á einhverri "útlensku", sem lögfræðingar hafa tekið sér klíkuvarinn óverjanlegan rétt til að túlka og teygja út og suður, eftir pólitískum klíkulínum?
Lög og reglur stangast svo mikið á í nútíma samfélögum, að það er ófær vegur fyrir hvern einasta heiðarlegan einstakling að skilja hvar svokölluð lögréttarfarsins siðmenntaðra markalína liggur.
Lögvernd og dómsstólar eru að mínu mati ekki rekin til að verja rétt almennings á Íslandi, heldur til að verja "túlkaðan" lögréttarsvikula hvítflibbana stjórnarforingja banka, lífeyrissjóða og svokallaðra tryggingarstofnana.
Vandað heilbrigt hugarfar, réttlæti og vel innréttað hjartalag er mikilvægast, í svo vandskipuð embætti sem lögfræðinnar dómaraembætti eru.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2017 kl. 23:20
Sæll Jón.
Á þér brann eldurinn meðan á umræðum
og atkvæðagreiðslu stóð.
Hygg að fleiri en ég hafi hugsað sitt
og jafnvel sannfærst um að afskipti Alþingis
væru óæskileg af málum sem þessum og rétt væri
að breyta lögum til samræmis við þá niðurstöðu.
Eins og við mátti búast virtist þetta fylgja
gamalkunnu fari þar sem hver reyndi að ota sínum tota.
Vona að þetta verði í síðasta skipti sem Alþingi
kemur nálægt máli af þessu tagi og eftirleiðis
fari ráðherra með þetta vald að öllu leyti óbreytt
frá því sem áður var.
Hörmung að horfa uppá þetta skækklatog.
Mér finnst með öllu fráleitt að vísa þessu til
forseta lýðveldisins, engin rök standa til þess.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 01:55
Þarf ekki bara að breyta lögum um skipun dómara. Að mínu viti á löggjafarvaldið ekki að koma þar að - aðeins ráðningarnefnd sem skipuð er af fólki í faginu til að koma í veg fyrir pólitískar ráðningar.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.6.2017 kl. 11:26
Æi skiptir einhverju máli hver er dómari, þetta er allt Frímúrarareglupakk eins og dómar þeirra hafa sínt aftur og aftur.
Ekki er það oft að dómskerfið dæmir í málsókn hins almenna borgara gegn bákninu með dómsorði í hag hins almenna borgara.
Svo hefur hinn almenni borgari áfrýjað til dómstóla erlendis og þá hefur dómsorð verið í hag hins almenna borgara, en báknið fer ekkert eftir því.
Í guðanna bænum hvernig væri að snúa sér að málefnum sem virkilega þarf að gera eitthvað í og láta þessa dómaraklíku eiga sig.
Ef háttvirtur þingmaður Jón Þór Ólafsson þarf ábendingar um hvað hann gæti æst sig yfir; þá má nefna fátækt aldraðara, öryrkja og barna. Það ku vera yfir 6 þúsund börn sem búa við fátækt á Islamdi, það er skammarlegt og Alþingi til mikils ósóma.
Dómarar dæma bara eftir því sem er ákveðið í Regluni og lítið notast við lög eða stjórnarskrá þegar þær ákvarðanir eru teknar. Bara mín skoðun á dómsmálum Íslendinga.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.6.2017 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning