Fjármálaráðherra segir upplýsingar um fjármálaáætlun skemma fyrir

Það er ómögulegt að sjá í hvað ríkisstjórnin áætlar að nota nánast allar fjárheimildir ríkisins næstu fimm árin í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi.

Þessar tölur liggja fyrir í ráðuneytum og skrifstofu Alþingis, en fjármálaráðherra segir aðgengi þingmanna að þeim spilla fyrir.

Án þessara upplýsinga er ómögulegt að taka upplýsta ákvörðun um hvort fjármálaáætlun sé farsæl fyrir landsmenn og vel verði farið með skattfé.

Fjármálaáætlun rammar inn hvað sé hægt að setja í heilbrigðismál og húsnæðismál á fjárlögum í haust, og í alla hina málaflokkana. Þessar upplýsingar þurfa því að liggja fyrir áður en Alþingi afgreiðir málið.

Við höfum sent formlega fyrirspurn um þessar upplýsingar á alla ráðherra og forseta Alþingis sem hafa 15 virka daga til að gefa opinbert svar.

Fyrirspurnin til fjármálaráðherra:

 Svar fjármálaráðherra:



Umræðan í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband