Lífeyrissjóðir: Aðhald með yfirstjórn og valfrelsi sjóðsfélaga.

Sjóðsfélagar eru lögbundnir að greiða í lífeyrissjóð og hafa réttmæta kröfu um frelsi til að velja lífeyrissjóð til að greiða í og lýðræðislega þátttöku í að kjósa yfirstjórnir sjóðanna og víkja frá þeim sem misst hafa taust sjóðsfélaga.

Án kosningaréttar í stjórn lífeyrissjóðs skortir sjóðsfélaga bein áhrif á hagsmunagæslu sína í sjóði þar sem þeir hafa mikla hagsmuna að gæta.

Án valfrelsis launafólks í hvaða lífeyrissjóð lífeyrisgreiðslur þeirra fara eru markaðslögmál samkeppnis óvirk.

Linkur a stjörnugjöf okkar Ragnars Þórs Ingólfssonar nýkjörins formanns VR um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða: Öruggari Lífeyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór !

''Sjóðsfélagar eru lögbundnir að greiða í lífeyrissjóð'' skrifar þú / eins: og um einhverja Guðlega og óafturkallanlega ráðstöfun sé, að ræða.

Þessi fullyrðing þín - er nákvæmlega, í anda fyrirhyggju- og þjófnaðar vitundar þorra alþingismanna, sem kristallazt hvað bezt í tómlæti þínu, sem og annarra þeirra 60 samþingmanna þinna, sem hafið ekki haft rænu né þor til, að svara Tölvupóstum mínum til ykkar að undanförnu, þrátt fyrir marg-gefin tilefnin, þar sem Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hugðist féfletta mig enn frekar, en honum hafði tekist, á árunum 2004 - 2008.

Einungis: þeir Ásmundur Friðriksson og Björn Leví Gunnarsson, þóktust ekkert of góðir til, að svara mér þó / fyrir utan það, að ég hringdi heim til Viktors Orra Valgarðssonar hiklaust á dögunum, þar sem við móðir hans erum jú 3 og 4 menningar, að skyldleika.

Viktor Orri - er það ungur að árum og lítt kunnur volki lífsins, að ég 1/2 fyrirgef honum tómlætið í gripdeilda athafnasemi Lífeyrissjóða kerfisins í landinu, í skjóli ykkar þingmanna, Jón Þór.

En vita skaltu Jón Þór: að ég er einungis að hefja baráttuna gegn þeim glæpaöflum sjálftökunnar, sem kjamsa á 83 - 88% þeirra ''iðgjalda'' sem sjóða sukkararnir nærast á, í óþökk gjaldenda.

Krafa dagsins ER: og á að vera / NIÐURFALL Lífeyrissjóðanna, og endurgreiðzlur ALLRA fjármunanna, í hendur RAUNVERULEGRA eigenda þeirra !!!

Er ekki orðið tímabært Jón Þór - að þið þingmenn hættið að smjatta á 300 Þúsunda Króna Píku umræðu Óttarrs Proppé´s og femínistanna hans / sem og Miðnætur flöggun Íslenzka Bananalýðveldis fánans þrílita, fyrir nú utan áfengið í búðirnar, og farið að VINNA í þágu þess fólks, sem:: EINN GANGINN ENN, treysti ykkur 63, til ALVÖRU þjóðþrifa starfa, þann 29. Október s.l. ???

Eða: hversu lengi enn, hyggist þið hjakka í sama farinu, Jón minn ???

Með - fremur snubbóttum kveðjum, að þessu sinni /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 15:09

2 identicon

Lífeyrisjóðs kerfið er fullkomlega óboðlegt, 25-30 lífeyrissjóðir reknir í þessu litla landi, með rekstrarkostnað upp á ca. 10 miljarða á ári, og þá á eftir að reikna þóknun  sem hin ýmsu félög, innlend sem erlend fá fyrir að annast erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna. Að lífeyrissjóðirnir hafi tapað  600-700 miljörðum á síðustu 10 árum, með samsvarandi niðurskurði til sjóðsfélaga, á sama tíma sem opinberir starfsmenn þurfa ekki að sæta niðurskurði á sínum lífeyrissjóði, með allt sitt ríkistryggt, og sjóðsfélagar í almenna kerfinu og aðrir landsmenn verða að greiða þessa ríkistryggingu. Að lífeyrissjóðir hafi tekið þátt í útgerð við vesturströnd Afríku við veiðar á Hrossamakríl, sem kom út með stófeldu tapi fyrir sjóðsfélaga, og annar fjárfesti í tuskubúð í London og tpaði ca, 500 miljónum, þetta er náttúlega fullkomlega galið, og furð að  þetta skuli líðast. Síðan eru  lífeyrissjóðir að fjárfesta í Fasteignafélögum sem eru að sprengja upp fasteignaverð, og gera sjóðsfélögum ókleyft að koma inn á þennan markað, þetta háttalag  lífeyrissjóðanna er óboðlegt með öllu, og þetta verður að stoppa strax, þeir sniðganga öruggustu leiðina að geyma fjármuni, að kaupa Gull. Dánarbú sjóðsfélaga verður að ábyrgjast (borga) námslán hjá LÍN, en dánarbú sjóðsfélaga fær ekki eigur sjóðfélagans í lífeyrissjóðnum, hvar er jafnræðisreglan. Nú verður einhver flokkanna á Alþingi að berjast fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort landsmenn vilji einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, og spara gríðarlegar fjárhæðir í rekstrarkostnaði, eða halda áfram með núverandi lífeyriskerfi, með alla sína órásíu, ómarkvissar fjárfestingar og ógegnsæi í stjórnun, þar sem sjóðsfélagar fá ekki að koma að kjöri stjórnarmanna.                                    Líst mjög vel á einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. og iðgjöld eign sjóðsfélaga, og borgast út við andlát.Til að lámarka tap í niðursveiflu hlutabréfa skuldabréfa og bankahruni, verði 50% sjósins séreignasjóður, og 50% gegnumstreymissjóður hjá ríkinu, og sérignasjóðurinn verði td. notaður til að lána sjóðfélögum til íbúðarkaupa, hluti fari td. í Gullkaup. Og við útborgun til sjóðsfélaga, og við andlát komi ríkið með sömu upphæð með sömu ávöxtun og séreignarsjóðurinn hefur náð.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 23:40

3 identicon

Sælir - á ný !

Ég sé: að Jón Þór síðuhafi kinokar sér við, að svara mér, sem og Halldóri Birni.

Af hverju - skyldi það nú stafa ?

Halldór Björn !

EKKERT: ekkert réttlætir áframhaldandi tilvist ísl. Lífeyrissjóða kerfisins / af neinu tagi.

Þeir allir saman - eru samansúrraðir við almenna glæpa- hagkerfið íslenzka, sem reynist vera mörgum þrepum neðar að siðferði, en í dimmustu kúgunarríkjum Afríku meira að segja, Halldór minn.

Vonum: að Jón Þór nái að hressast að því marki, að geta svo svarað okkur að einhverju gagni / eins: og maður.

Með kveðjum - sem fyrr, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2017 kl. 12:45

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Þrátt fyrir allt það slæma álit sem margur hefur af lífeyrissjóðakerfum og þrátt fyrir alla meinta spillingu innan þeirra, þá skila þeir sjóðfélögum í sumum tilvikum ágætis lágmarkstekjum í ellinni.

Ég er nú að nálgast 67 ára aldurinn á þessu ári og er þegar byrjaður að taka út úr þeim lífeyrissjóðum sem ég hef greitt í frá 1967 eða 1968 af launum sumarvinnunnar á námsárunum. Þ.e. samanlagt í ca. 44 ár og til viðbótar 5 ár í Danmörku.

Allan tímann hef ég verið á lægstu launum sem í boði voru í okkar samfélagi og líka í Danmörku sem ég er enn ekki byrjaður að taka neitt úr.

Hversu mikið ég fæ svo frá Tryggingastofnun ríkisins, hef ég ekki hugmynd um, en ég get ekki betur séð en að þessi peningur nægi nú fyrir lífsins nauðsynjum - en aðeins ef maður hefur verið heppinn í peningamálum, eða greitt niður skuldir vegna húsnæðiskaupa öll þessi ár, samviskusamlega og án óhófs í munaði.

Ég skil heldur ekki þetta tal um að einstaklingar geti betur ávaxtað peninga sína með því að leggja þá inn á bankareikninga með hæstu mögulegu vöxtum, eða séð sjálfir um að fjárfesta í verðbréfum, hlutabréfum eða öðrum eignum. Einstakir þegnar samfélagsins eru ekki allir þeirra hæfileika njótandi að kunna að fjárfesta, né hitta á bestu ávöxtunina sem er í boði hverju sinni.

Sigurður Rósant, 27.3.2017 kl. 13:59

5 identicon

Komið þið sælir - sem fyrr !

Sigurður Rósant !

Það getur vel verið: að þín kynslóð (sjálfur er ég cirka 9 - 10 árum yngri en þú, líkast til) teljið ykkur geta vel við unað en, .......... á þétt setnum Borgarafundi í Háskólabíói í September 2011 kom fram, í máli Marinós G. Njálssonar stærð- og fjölfræðings, eins framsögumanna, að af hverjum 8 Þúsundum Króna, sem hver og einn launþega greiddi, til hvers og eins Lífeyrissjóðanna, mættu þeir þakka fyrir, að fá 1300 Krónur til baka, seinna meir (eða við töku eftirlauna sinna).

Hvað - finnst þér réttlæta 6700 Króna rýrnunina, af 8000 Þúsund Krónunum:: þáverandi / vel að merkja Sigurður Rósant, eða, ..... hver skyldi rýrnunin af sömu upphæð vera í dag (2017), Sigurður minn ?

Sérðu ekki í gegnum plott: þessa Moldvörpu- og þjófa liðs, Sigurður Rósant ?

Vonum svo - að Jón Þór sjái sér fært, að fara að koma til umræðunnar á ný, þrátt fyrir Banka scandalana / sem og ótal margs annarrs, ekki síður.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband