Lausn sem setur kjósendur í forgang.
16.10.2016 | 12:19
Stjórnmálahefðin er að fyrir kosningar er kjósendum lofað og eftir kosningar svíkja flokkar til að komast í ríkisstjórn.
Píratar hafna þessari hefð og bjóða upp á lausn sem setur kjósendur í forgang:
Að flokkarnir segi kjósendum fyrir kosningar hvað þeir ætli að gera saman eftir kosningar ef þeir fara í stjórn saman.
Sjálfstæðisflokkurinn getur og mun einhvern tíman stjórna landinu aftur. Sú stjórn verður farsælli eftir að búið er að leiða í lög öflugar varnir gegn spillingu og að efla samkeppni- og skattaeftirlit í landinu.
Vinstri Grænir og Samfylkingin hafa sýnt að þau geta líka stýrt landinu í gegnum stærstu efnahagskrísu síðari tíma. En flokkarnir sviku kjósendur ítrekað til að geta starfað saman.
Björt Framtíð og Viðreisn vilja breytingar í stjórnmálum. Þetta er breyting sem setur kjósendur í forgang.
Með þessari leið missa flokkarnir ákveðið svigrúm til að svíkja kosningaloforðin til að komast í ríkisstjórn. Eftir 11 daga (tvo daga í kosningar) kemur í ljós hvaða flokkar eru tilbúnir að svíkja kjósendur til að komast frekar til valda og hvaða flokkar setja kjósendur í forgang.
Píratar útiloka stjórnarflokkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Athugasemdir
Svoldið desperat !
En hvað reynir fólk ekki þegar fylgið bráðnar sem smjör af þeim.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 12:32
Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !
Jón Þór !
Það er einkar ánægjulegt: að þið Pírata skammirnar, skuluð vera svo ''fölskvalaus'' að upplýsa landsmenn, um hið eiginlega innræti ykkar, með þessu kosninga skúbbi, að ljá máls á samtillingu, með einhverjum mestu Mykju- haugum seinni tíma Íslandssögunnar, sem Vinstri Grænu úrhrökin, ásamt krötunum í Samfylkingar nefnunni sönnuðu sig hvað bezt að vera, á árunum 2009 - 2013.
Svona - ámóta viðurstyggðar apparöt, og núverandi klíka Bjarna og Sigurðar Inga.
Lengi vel: hélt ég þig standa ögn ofar Birgittu genginu, í hinum Þoku kennda félagsskap ykkar Jón Þór, en, ..... lengi skal manninn reyna.
Birgitta og Helgi Hrafn - VOTTFESTU smásmygli sína og undirlægju hátt sinn við ráðandi öfl, með því að undirgangast fjandsamlegar aðgerðinar gagnvart Rússneska Sambandslýðveldinu, Sumarið 2015, sem hinn siðlausi Gunnar Bragi Sveinsson stóð fyrir, t.d.
Þá: er ykkur Pírötum vel kunnugt, að Jóhönnu og Steingríms J. gengið, gáfu Sýslumanna- og Banka Mafíu viðbjóðnum FULLKOMIÐ skotleyfi og ránshanda leyfi, á íslenzk heimili, 2009 - 2013, sem þeir Bjarni / Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hafa rækilega framhaldið, sem kunnugt er - OG ENN STENDUR YFIR, Malbikunar fræðingur góður.
Þið Píratar - standið fyrir ekkert, nema upplausn samfélagsins, ásamt svokallaðri Bjartri framtíð Óttars Proppé og nóta hans, ásamt Benedikt Viðreisnar ''frömuði'' Jóhannessyni og félögum hans, með áframhaldandi stuðningi við frekari aðkomu Múhameðskra villimanna til landsins, meðal annarrs.
Þið hljótið: að gera Sandkassa Gunnar (Waage), og vini hans, að heiðursfélaga í ykkar rotnunar klúbbi, ásamt Rauða kross Þóri (Guðmundssyni) og öðrum ámóta, sé mið tekið af, hversu ykkur er orðið ágengt, að moka undir Tamimi gengið, og þau Sverri Agnarsson og aðra velunnara Saúdí- Arabísku óþverranna, sem annarra sóða bæla Mið- Austurlanda, og nágrennis.
Eruð þið Píratar bara ekki stoltir - af vegferð ykkar, í ljósi víðkunns skammtíma minnis, þorra ykkar samlanda, sem þið smjaðrið nú hvað mest fyrir, í aðdraganda 29. Október n.k., Jón minn ?
Er ekki forgangur ykkar einmitt sá: að brjóta niður samfélagið, þó nógu brogað sé fyrir, til þess að koma á allsherjar upplausn, í daglegu lífi venjulegs og vinnandi fólks, í landinu ?
Með: afar þurrum kveðjum af Suðurlandi - að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 12:50
Mér veður alltaf ljósari sú staðreynd að Píratar hafa ekki græna glóru um hvað felst í orðinu lýðræi. Það að ætla að fara í stjórnarmyndun án þess að hafa fengið til þess umboð kjósenda, er bara enn eitt dæmið.
Það frægasta og sárgrætilegasta er líklega hugtaksbastarðurinn "minnihlutalýðræði" sem þið töluðuð svo fjálglega um hér um árið af því að ykkur fannst þið ekki hafa nægileg völd sem minnihluti.
Nú viljið þið safna undir regnhlíf þeim flokksbrotum sem kjósendur hafa síst áhuga á, til að gefa þeim nú völd, þvert ofan í þjóðarviljann.
Ég held það sé svei mér slegið út í fyrir ykkur og valdgræðgin komin á fíknisjukdómastigið. Öll rökhugsun er rokin út í veður og vind.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 19:15
Píratar endurspegla það fólk sem leiðir þá. Fólk sem er í djúpri tilvistarkreppu og í leit að sjálfsímynd. Fólk sem hefur ekki á nokkurn hátt getað starfað saman fyrir útblásnu egói og stefnuleysi. Búið er að skipta um nafn þrisvar á fyrirbrigðinu, þið viljið ekki kallast vinstri né hægri og því hvorki vera málsvarar atvinnulífsins né litla mannsins. Anarkismi hefur verið nefndur sem réttlæting á stefnuleysinu og yfirþyrmandi kjánaskap og rangli um svið stjórnmálanna.
Mér er hulið hvað drífur ykkur áfram,hafandi engin baráttumál né stefnu. Er það óslökkvandi persónuleg athyglissýki eða biturð um eigið hlutakipti sem ræður?
Mér sýnist þið hatast út í flest og vera á móti allflestu. Gremja eftirhrunsins er enn í fullum blóma nú eftir átta ár, allir siðspilltir og glæponar sem ekki eru í röð hjá fjölskylduhjálpinni. Það hlýtur að vera djöfullegt að líða svona dag frá degi, en verra að þið hafið athygli og völd til að heimfæra sálarkreppuna yfir á alþjóð og smita allt með gremju, brígslum og bölmóð.
Hvernig var það, gekk ekkert hjá sálfræðingnum að koma skikki á þetta? Þetta virðist bara hafa versnað eftir að hann var kallaður til.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 19:33
Jón Þór.: Asnalegur pistill.
Jón Steinar.: Takk fyrir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.10.2016 kl. 03:03
Þegar ég er þyrstur,
þá drekk ég.
þegar ég er þreyttur,
þá sef ég.
Þess á milli borga aðrir,
fyrir það,
sem ég geri ekki.
Halldór Egill Guðnason, 17.10.2016 kl. 03:09
Athyglisvert að horfa upp á kommnet miðaldra manna sem virðast allir vera komnir með Alzheimer, þann hræðilega sjúkdóm.
Birgir: Ef síðasta skoðanakönnun segir 20% þá er það væntanlega hækkun um 12-13% frá kosningum. Ekki leggjast svona lágt.
Halldór og Jón: Jamm hverjir lofuðu og lofuðu fyrir síðustu kosningar? Einhverjir apar (kannski þið) gleyptu agnið,og munið ekkert í dag
thin (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 07:41
þið hefðuð alveg eins getað tekið upp nafnið Komonistaflokkur íslansd og sett samyrkjubú og gúlög á stefnuskránna. Þetta er enn sem komið er afleikur þessarar kosningabáráttu, stærri en þegar framsóknarmenn settu peð í formannsætið.
Guðmundur Jónsson, 17.10.2016 kl. 10:04
Kærar þakkir fyrir góðan pistil um mjög áhugaverða tilraun Pírata.
Ég er mjög hrifin af þessari hugmynd þar sem mér hefur oftar en einu sinni fundist ég vera illa svikin þegar flokkur sem ég hef enga trú á er tekinn með inn í stjórnarsamstarf. Með þessu móti get ég kosið nákvæmlega þá sem ég treysti best.
Kristbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 10:35
Sæll Jón.
Þú ert klókur maður en klækir fara þér illa!
Af hverju ekki að ganga skrefið til fulls
og taka kosningarétt af öllum kjósendum
og að þessir 63 möndli þetta bara sín í millum?
Einstök óvirðing við kjósendur og ber vitni
um örvæntingu Pírata gagnvart algeru fylgishruni.
Húsari. (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 12:12
Komið þið sæl - á ný !
Jón Þór síðuhafi !
Hversu lengi enn: hyggstu kinoka þér við, að svara einföldum fyrirspurnum mínum, í athugasemd nr. 2, hér efra ?
Ekki er hann nú stórmannlegur - undandráttur þinn, Jón minn !
Með áþekkum kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning