Sanngirni, sómakennd og Davíð Oddsson

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að: "við verðum að vera menn til þess að standa við það sem við höfum sagt." Morgunblaðið hefur eftir Davíð daginn áður en Íraksstríðið hefst að hann hafi þá þegar sett Ísland á lista hinna viljugu þjóða.

Í viðtali á Hringbraut sem forsetaframbjóðandi 20. maí síðastliðinn stendur Davíð ekki við það sem hann hafði sagt eftir að hann gerði Ísland samábyrgt í stríði. Hann segist þar hafa gert það "eftir að stríðið var hafið." Níu dögum síðar í viðtali á Eyjunni segir Davíð við Guðna Th forsetaframbjóðenda: "Guðni, elskulegur Guðni, ef þú ætlar að bjóða þig fram til forseta þá máttu ekki hlaupa frá öllu sem þú hefur sagt, þú bara mátt það ekki. Ég geri það ekki, og þú mátt það ekki, það er ekki sanngjarnt."

Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann. Íslendingar eru stoltir af því að vera friðsælt og friðelskandi fólk. Síðar í mánuðinum sjáum við hvort að landsmenn vilja sjá sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi þann mann sem gerði Ísland samábyrgt í stríði sem kostaði hundruð þúsunda lífið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Davíð Oddsson: einhver mesti skussi ísl. stjórnmálasögu 20. - 21. alda tekur / og tók aldrei með í reikninginn:: Her- og vopnaleysið hér á landi, sem Friðrik II. Danakonungur (1553 - 1588) stuðlaði að, á ofanverðri 16. öldinni, sem einna afdrifaríkast varð landsmönnum, Sumarið 1627 m.a., eins og menn muna.

Svo - aðeins sé tiltekið:: eitt forsenduleysi margra, fyrir hinni heimskulegu auðsveipni þeirra félaga, Davíðs og Halldórs Ásgríms sonar, Veturinn 2003, við stríðsæsingamanninum George W. Bush, yngra.

Hið sama: má raunar segja, um NATÓ óhæfu brölt Jóhönnu Sigurðar dóttur og Steingríms J. Sigfússonar og klíku þeirra, í Líbýu ófögnuðinum.

Vitað er - að það þarf sameiginlegt átak : Vesturlanda / Suður landa og Austurlanda, til þess að yfirstíga og afmá Múhameðskuna, af yfirborði Jarðar:: með góðu og illu.      

Vænta má: að fyrir þessa lítilfjörlegu ábendingu mína, muni aðdáendur Davíðs Oddssonar:: 1/2 Guðs margra þeirra, ryðjast hér fram á völlinn, með brauki og bramli Jón Þór, s.s. Jón Valur Jensson / Gústaf Adólf Skúlason í Svíþjóð og Elle fornvinkona mín, auk annarra, en það verður bara, að hafa það.

Sannleikanum - geta þau jú orðið sárreið: sem mörgum annarra meðlima, Davíðs klúbbs Oddssonar.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 20:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ok nafni! Er að velta fyrir mér gáfumanna pælingu um að miða skal alla með/móti dóma útfrá vinatengingu í  ráðum(t.d.norðurlandaráð)Nato, á þeim tíma sem þeir voru ákveðnir.Vinaþjóðir  voru leiðandi í samstarfi með Íslandi. Hvernig í fjandanum hefðir þið unnið öðruvísi? Okkar menn unnu Íslandi sem þú gerir vonandi nafni minn líka. Ógn dagsins í dag voru óþekkt dæmi þá,en lítil þjóð gat reitt sig á útrétta hendi stærsta lýðveldisins,segðu mér að þú hefður skyrpt á það í allra augsýn! Aldrei trúi ég,enda var BNA fyrirmynd allra þjóða. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2016 kl. 03:25

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann.

Þátttaka í stríðinu fylgdi ekki því að vera NATO meðlimur og Sameinuðu Þjóðirnar studdu stríðið ekki.

_______

Eftirfarandi ríki eru í vestur evrópu og þau á lista hinna viljugu þjóða eru feitletruð. Meiri hluti vestur evrópu tók ekki þátt. 12 af 21 settu sig ekki á listann.

Norðurlöndin, 3 af 5 tóku ekki þátt:

Danmörk
- Finnland
Ísland
- Noregur
- Svíþjóð

Formlega vestur Evrópa (skilgreining Sameinuðu Þjóðanna) 8 af 9 tóku ekki þátt:

- Austurríki
- Belgía
- Frakkland
- Holland
- Liechtenstein
- Lúxemborg
- Mónakó
- Sviss
- Þýskaland

Eistrasalts löndin voru öll með:

Eistland
Letland
Litáen

Það sem eftir er af norður Evrópu 1 af 2:

Bretland
- Írland

Vestur hluti suður Evrópu var allur með:

Spánn
Portúgal
Ítalía

https://en.wikipedia.org/wiki/Western_Europe

Jón Þór Ólafsson, 8.6.2016 kl. 08:21

4 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Nafna mín: Kristjánsdóttir (kl. 03:25) !

Hefurðu velt fyrir þér - þínum sérkennilegu öfugmælum ?

''Vinaþjóðirnar'' í NATÓ, undir leiðsögn Bandaríkjamanna, hreyfðu hvorki legg né lið landsmönnum  til liðs, þegar : Bretar - þáverandi Vestur- Þjóðverjar og Belgar t.d., voru með Togara sína nánast:: uppi í kálgörðum, hérlendis, í Þorskastríðunum, og í kringum það tímabil, allt.

Bandaríkjamenn - ''fyrirmynd allra þjóða'' ?

Kanntu annan: nafna ?

Lestu betur - í ágæta framsetningu Jóns Þórs síðuhafa, nafna mín / áður en þú tekur freakr til við, að mæra ''vinaþjóðirnar''.

Svo: svona:: þér að segja, ann ég ekkert Íslandi frekar, fremur en Mongólíu og Argentínu t.d., nafna mín.

Eða - hví skyldi ég gera það, með veðravíti í Norðurhöfum 1/2 árið liðlega í huga, meðfram GJÖRÓNÝTU stjórnarfarinu, í því sama landi (Íslandi) einnig, nafna mín góð ?

Með þeim sömu kveðjum - sem síðustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 10:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég velti öllu fyrir mér,skilningi þínum t.d.á nútíð og þátíð,en klikkaði gjörsamlega á aflinu sem ég sá í stórkarla stíl þínum,þarna var liðsmaður Íslands!?? Nei takk það má ekki næða um hann........                                               

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2016 kl. 13:43

6 identicon

Sæll Jón.

Þú vitnar réttilega til orða
Davíðs Oddssonar um að Guðni Th.,
viðmælandi hans, gæti ekki haft það þannig að hlaupast
frá öllum málum.

Þú mótmælir þessu ekki einu orði,
öllu heldur tekur undir hvert eitt orð
með því að ræða þín gengur út á stríðið í Írak
sem kemur þessu máli ekkert við og ekki eðlislíkt
á nokkurn hátt en var á sviði stjórnsýslunnar
að fást við á sínum tíma í samræmi við
sáttmála og samþykktir þess tíma.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband