Frumvarp um ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs.

Makríll er ný fiskveiðiauðlind í fiskveiðilögsögu Íslands. Henni hefur ekki verið ráðstafað með lögum. Makríl lagafrumvarpi Sjávarútvegsráðherra hefur verið harðlega mótmælt og 51.000 landsmenn hafa skorað á forseta Íslands að:

Ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs

Stjórnarliðar eru byrjaðir að ræða breytingartillögu við makrílfrumvarpið sem þeir vilja fá í gegn núna á næstu dögum um að makríl skuli ráðstafað með lögum eins og öðrum fiskveiðiauðlindum með úthlutun aflahlutdeildar í heildarkvóta sem samkvæmt sérfræðingum getur tekið 6 - 30 ár fyrir þjóðina að afturkalla til sín.

Stjórnarliðar vilja að með lögum sem Alþingi samþykkir skuli fiskveiðiauðlind (makríl) ráðstafað með því að úthluta aflahlutdeild til lengri tíma en eins árs, og það áður en ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra

Lykilatriði er þetta:
Ef Makríll er settur inn í núverandi kvótakerfi mun taka 6 - 30 ár að ná honum aftur til þjóðarinnar. Það er ráðstöfun með lögum til lengri tíma en eins árs.

Hvetjum fleiri til að skrifa undir.


mbl.is Makríll á borði atvinnuveganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg ósvífni ráðherrans að ganga svona þvert á yfirlýstan vilja rúmlega 51 % þjóðarinnar.  Forsetinn verður að taka af skarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 17:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

51 % fólks á Íslandi átti þetta að vera reyndar foot-in-mouth

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 17:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei nei 51 þúsund íslendingar.  Ég er ekki drukkinn, né með alzheimer, heldur nýkomin upp úr moldinni og því annars hugar smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 20:07

4 identicon

eflaust þekkir jón þtað betur en er nýja frumvarpið ekki til 1.árs. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 21:30

5 identicon

FORKASTANLEG VINNUBRÖGÐ SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA:                        Meðan Alþingi íslendinga er að fjalla um makrílfruvarpið, og 51000  íslendingar eru búnir að skrifa undir hjá þjóðareign.is skrifar ráðherran undir reglugerð Nr.532/2015 um stjórn makrílveiða, og kvótasetningu smábáta á makríl, sem mun rústa gjörsamlega makrílveiðum smábáta á grunnslóð, og koma í veg fyrir alla nýliðun í útgerð smábáta á markríl.þessa reglugerð verður ráðherrann að draga til baka strax, því hún er lítilsvirðing við Alþingi Íslendinga og 51000 Íslendinga sem eru búnir að skrifa undir hjá þjóðareign.is.Makrílveiðar smábáta á grunnslóð á að vera algjörlega frjásar á grunnslóðinni,svo þessi engisprettufaraldur sem makríllinn er, riksugi ekki upp seiðabúskap helstu nitjastofna á grunnslóðinni.                                                    Nú þarf almenningur þessa lands, að rísa upp til verdar lífríkinu á grunnslóðinni til framtíðar.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 23:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef heyrt að það sé til þriggja ára, það er sáttinn sem hann talar um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2015 kl. 09:08

7 identicon

Bara skammarlegt. Ef einhver staðar er nýliðun í sjávarútvegi þá er það í smábátaútgerð og á að drepa það niður. Smábátar stunda vistvænar veiðar þar sem fiskurinn bítur á öngulinn en stóru útgerðirnar eru með flottroll eða síldarnótir. Ég tek heilshugar undir það sem Halldór skrifar hér að ofan. Nú er það bara stjórnarandstöðunar að standa fast í lappirnar útaf þessu kvótafrumvarpi.

Margrét (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 09:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Margrét og við hin líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2015 kl. 09:49

9 identicon

ásthildur : þar sem jón gétur ekki upplýst þettað einsog stendur. er að mér skils útlutunin er til eins árs. en banað er að framsélja aflaheimildir í 3.ár svo strangt tigreint er bara úthlutun til eins árs

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 10:36

10 identicon

Nú er sú staða komin upp, að ef ráðherra, dregur reglugerð sína um kvótasetnigu smábáta á makríl, ekki til baka, verður að gera þær kröfur til stjórnaradstöðunnar á Alþingi, að hún haldi uppi málþófi þar til stjórnvöld samþykki þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótasetningu smábáta á makríl, eða ekki. Því vinnubrögð ráðherra getur þjóðin ekki látið yfir sig ganga. Verdum lífríkið á grunnslóðinni, til framtíðar.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 10:50

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi stendur Jón Þór fyrir því að það verður ekki atkvæðagreiðsla um markrilfrumvarpið nema það sé ráðstöfun til eins árs. 

Í þessu frumvarpi á að vera lög að kvótinn fari a uppboð og allir sem eru með fiskibáta eða fiskiskip meiga bjóða í kvótana, hvort sem það eru innlendir eða erlendir menn og hæstu boðin tekin.

Hvað á svo að gera við þá peninga sem koma inn frá uppboðinu? Ja því ekki að eyrnamerkja þá til heilbrigðisgeirans.

Ég er ekki alltaf sammála því sem Jón Þór segir eða gerir, en ég algjörlega sammála honum, það má alls ekki leigja kvótann nema til eins árs. 

Nú kemur málþófið sér vel.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.6.2015 kl. 13:40

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stormur í ykkar vatnsglösum.

Og það er verið að gerbreyta frumvarpinu.

Svo eru landsmenn um 330.000, ekki 51 né 102 þúsund.

Krefst Jón Þór Ólafsson þess að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera í friði? Fyrir því liggur vilji tæplega 70.000 manns í undirskrifta-áskorun þeirra. Píratar í Reykjavík töluðu fyrir borgarstjórnarkosningar 2014 eindregið um nauðsyn samráðs við íbúa brgarinnar í þessu máli, um lýðræði, en eftir að Halldór Auðar Svansson komst á valdastól með hinum vinstri flokkunum, hefur hann orðið gersamlega samdauna þeim, andmælir í engu framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu né setur hnefann í borðið (skap- og hnefalaus?) gagnvart því að enn lengra verði farið, eins og er draumur Dags B. og Gnarrsins.

Hvar stendur Jón Þór Ólafsson í þessu máli? Ætlar hann t.d. að þvælast fyrir sjálfsögðu frumvarpi um að færa á ný skipulagsvald yfir flugvellinum í hendur ríkisins? Tekur hann tillit til vilja 73% Reykvíkinga og 82% landsmanna?

Jón Valur Jensson, 19.6.2015 kl. 16:33

13 Smámynd: Snorri Hansson

Að fjárfesta í búnaði til makríl veiða  til eins árs !!?

Snorri Hansson, 23.6.2015 kl. 15:24

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju til eins árs, því ekki til 25 ára, það þarf bara að endurnýja leiguna á kvótanum á hverju ári.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.6.2015 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband