Ráðamenn sem kvarta yfir vinnuálagi ættu að drífa sig í lækninn

Það er læknaverkfall í fyrsta skipti í sögu landsins og fjölmargir læknar munu segja upp ef ekki nást samningar fyrir áramót. Vinnuálagið er mjög mikið á læknum fyrir og mun aukast með hverri uppsögn sem eykur svo aftur líkur á frekari uppsögnum.

Ef ræða þarf lengi á Alþingi um fjárlög þar sem helming vantar upp á það sem heilbrigðisstofnannir á höfuðborgarsvæðinu báðu þingið um og 90% þess sem landsbyggðin sagði nauðsynlegt, þá þarf svo að vera. 

En fjármálaráðherra hafði þetta að segja um atkvæðagreiðsluna um eigið fjárlagafrumvarp:
"Það sem helst bar til tíðanda hér í dag var að hér var efnt til lengstu atkvæðagreiðslu líklega í þingsögunni."


mbl.is Vantar rúma þrjár milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hverjir standa fyrir takmörkun nýnema í læknisfræði við Háskóla Íslands?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2014 kl. 04:20

2 identicon

Heimir, 

Annars vegar þá menntum við nóg af læknum hér, vandamálið felst í því að við höldum ekki í þá.

Hins vegar þá myndi einföld fjölgun ekki leysa neitt, betri tækifæri bíða í tveggja klukkustunda flugfjarlægð, þeir sem geta farið fara. Það er þá helst að eftir myndu sitja þau sem hefðu fallið á klásus áður, dreggjarnar. Við borgum þá áfram fyrir menntun lækna svíþjóðar og noregs, en í kaupbæti fyrir smá auka pening fengjum við vanhæfustu læknana.


Ég get ekki séð gæðin í slíkri hugmynd.

Sveinbjörn Pálsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 10:50

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góð ábending Heimir.

Er búinn að funda með Liana, úkraínska lækninum sem þarf að fara í inntökupróf og svo 3 síðustu árin í læknisfræðinni hér til að fá læknaleyfi. Fundaði líka með sitjandi landlækni í síðustu viku og hef beðið um fund með forstöðumönnum lækndeildar Háskóla Íslands sem meta hæfni erlendra lækna sem sækja um læknaleifi hjá landlækni.

Mun upplýsa um það sem ég verð áskynja hér á blogginu.

Jón Þór Ólafsson, 11.12.2014 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Spot on Sveinbjörn.

Jón Þór Ólafsson, 11.12.2014 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband