Í tvígang lýsir Innanríkisráðherra óaðvitandi yfir eigin vanhæfi

Tvívegis hefur Innanríkisráðherra sagt að samskiptin við yfirmann Lögreglunnar í Reykjavík, sem á þeim tíma var að rannsaka hana og hennar fólk, hafi þurft að eiga sér stað.

hanna_birna_kristja_769_nsdo_769_ttir.pngÍ fyrra skiptið segir hún í bréfi að ráðherra eigi eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins. Það er rétt. Svo á meðan hennar starfsmenn voru rannsakaðir af Lögreglunni í Reykjavík var hún ófæra að ræða við lögreglustjórann og því vanhæf að sinna embætti yfirmanns lögreglumála.

Í síðara skipti segir ráðherra í upphafi Kastljósviðtalsins fyrir nokkru að hún hafi þurft að vera starfandi ráðherra og því þurft að ræða við lögreglustjórann. Þetta er rangt. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála þurfti að geta rætt við lögreglustjórann, þó alls ekki um rannsóknina á ráðuneytinu. En hennar handvaldi aðstoðarmaður var með stöðu grunaðs í málinu, svo hún var vanhæf að eiga samskiptin við lögreglustjórann.


mbl.is Samskipti óvenjuleg og án fordæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í norrænu ríkjunum fjórum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við sem hafa norrænt velferðarkerfi og þroskaða stjórnsýslu sem við höfum ekki innleitt enn sem komið er - viki ráðherra umsvifalaust úr embætti kæmi svona mál upp og tala nú ekki um þegar aðstoðarmaður ráðherra, sem ráðherra ber ábyrgð á, hefur lagt sín mál á borðið og fengið dóm á sig fyrir trúnaðarbrest. Til varnar trúverðuleik ríkisstjórnarinnar gagnvart borgurunum í norrænu lýðræðisríki er þroskuð stjórnsýsla og agi innan embættismannakerfis ríkisins afar mikilvægur póstur til að stjórnsýslan virki trúverðug sem hún gerir ekki hér á landi.

HK (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband