The Economist: Þóríum kjarnorkuver að veruleika.
14.4.2014 | 10:35
Þóríum er geislavirkur málmur sem kjarnorkuáætlun Bandaríkjanna sagði skilið við sökum þess hve erfitt var að búa til kjarnorkusprengjur úr honum, eins og The Economist greinir frá í vikunni. Sá eiginleiki ásamt mörgum öðrum gerir Þóríum að miklu betri valkosti til framleiða rafmagn en Úraníum. Í vöruhúsum víðsvegar um heiminn eru til Þóríum byrgðir til að framleiða rafmagn sem samsvarar núverandi þörft heimsins næstu þrjár aldirnar. Indland og Kína hafa komið á fót áætlun til að búa til Þóríum kjarnorguver til raforkuframleiðslu á næstu árum og gera það arðbært á næstu áratugum.
Samanburður á Þóríum og Úranínum til raforkuframleiðslu:
Framboð: Þóríum er miklu algengara, ódýrara og dreyfðara um heiminn en Úraníum. Til eru margra alda byrgðir af málminum í vöruhúsum í dag.
Vinnsla: Þóríum er málmur sem er hættulaust að halda á með berum höndum, svo vinnsla og fluttningur er hættuminni en á Úraníum. Það þarf ekki að vinna Þóríum í skilvindum, því það sem kemur úr málmgrítinu klofnar 100%, samanborið við 0.7% af Úraníum.
Brennsla: Þarf ekki kjarnorkuver sem heldur vatni undir þrýstingi sem skapar mengunarhættu. Hægt að skipta út eldsneytinu meðan kjarnaofninn vinnur. Auðvelt að slökkva á verinu ef eitthvað fer úskeiðis.
Úrgangur: Brennur nánast alveg upp og skilar því frá sér 100 sinnum minni úrgangi, sem er geislavirkur í árhundruð í stað milljónir ára.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er týpískt, þegar pólitík ræður eru ekki teknar skynsamlegustu ákvarðanir sbr. þegar USA ákvað að nota Uraninum frekar en Thorium, það vesta er að öll þessi gömlu Uraninum orkuver eru búin að koma óorði á raforkuvinnslu með kjarnorku og hætt við að það verði talsverð brekka að vinna Thorium verum fylgi þó þau séu sennilega með umhverfisvænstu aðferðum til framleiðslu raforku.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 12:07
Málið er langt í frá svona einfalt. Þóríum er við upphaf ferilsins mun geislavirkara og því þarf mun sterkari geislavarnir í stuttan tíma. Til langs tíma, eins og bent er á, er það hins vegar mun álitlegri kostur. Fjölmörg ríki hafa haft þetta til skoðunar, ekki einungis Bandaríkin.
Þróun kjarnorkuvopna varð til þess að kjarnorkuver urðu til - það skýrir áhersluna á hefðbundin úran orkuver. Í Bandaríkjunum hafa menn reist Þóríum orkuver, einnig Þýskalandi - en ekki þekki ég til hlýtar hvers vegna þeirri framleiðslu lauk. Nú eru Indverjar komnir einna lengst í þróun þessarar tækni en enn eru fjölmörg ljón í veginum.
Ólafur Als, 14.4.2014 kl. 18:33
Fyrir um einu og hálfu ári rakst ég á grein á netinu um Þóríum og bloggaði um málið, sem mér fannst stórmerkilegt.
Það er dæmi um forgangsröðina í mannheimum að vígbúnaður skuli hafa forgang á svo mörgum sviðum, sem raun ber vitni.
Ómar Ragnarsson, 14.4.2014 kl. 20:05
Athyglisvert allt saman.
Jón Valur Jensson, 15.4.2014 kl. 00:05
Ef menn líta svo á að kjarnorka hafi tilgang og tilverurétt, þá verður ekki annað séð en að þróun vígbúnaðar sé ekki alslæmt. Reyndar hefur vopnabrölt manna um þúsundir ára leitt af sér tækniframfarir umfram margt annað mannanna brölt, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Kostirnir við Þóríum eru fjölmargir, t.d. er ekki hætta á "meltdown" vegna eðli orkuframleiðslunnar og hægt er að nota kjarnorkuúrgang sem þegar er til, því Þóríum þarf á Úrani eða Plútoni að halda til þess að komast í vinnsluhæft form (umbreytist í Úran 233) sem á endanum er mun skilvirkara til rafmagnsframleiðslu en það Úran sem notað er í hefðbundinni kjarnorkuframleiðslu.
Ein ástæða þess að Indverjar leggja áherslu á þetta ferli er hve lítið er til af Úrani hjá þeim en mikið af Þóríum. Sumir benda á að kjarnorkuframleiðendur, sem eru fjölmargir og öflugur þrýstihópur víða, standi í vegi fyrir frekari framgangi Þóríum notkunar en erfitt að benda á dæmi því til staðfestingar.
Kjarnorkuiðnaðurinn (g yfirvöld stenda frammi fyrir gríðarlegu vandamáli þegar kemur að því að "jarða" kjarnorkuúrgang. Merkilegt nokk, þá gæti Þóríum notkun leyst hluta þess vandamáls, með því að endurnota hluta þeirra birgða sem bíða þess að komast í "öruggt skjól".
Ólafur Als, 15.4.2014 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.