Kjósendur vilja þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum.
26.2.2014 | 14:54
Tíminn þegar fólk sætti sig við að kjósa fulltrúa til að taka allar ákvarðanir í fjögur ár er liðinn. Fólk í dag innbyrgðir sínar fréttir í auknu mæli á þátttöku miðli, á internetinu. Fólki finnst í auknu mæli eðlilegt að fá að koma meira með beinum hætti að ákvarðanatöku síns samfélags.
Þeir flokkar sem í dag koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum munu missa fylgi til þeirra sem kjósendur treyst best til að vinna að beinna lýðræði. Þeir flokkar sem vilja byggja traustara samband við kjósendur, og sér í lagi yngri kjósendur, þurfa að hafa það í huga.
Þeir flokkar sem í dag koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum munu missa fylgi til þeirra sem kjósendur treyst best til að vinna að beinna lýðræði. Þeir flokkar sem vilja byggja traustara samband við kjósendur, og sér í lagi yngri kjósendur, þurfa að hafa það í huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2014 kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Þessi röksemdafærsla gegn tillögu pírata verður seint toppuð - eða eigum við að segja - botnuð - !!!
"Þá sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haft tíma frá síðustu kosningum til að leggja tillöguna fram. Ekkert hafi komið í veg fyrir það. En nú þegar svo naumur tími er sé þess krafist að hún sé sett á dagskrá og það strax. „
Haraldur Rafn Ingvason, 26.2.2014 kl. 16:54
Prófum þessa ^_^
Ástæðan fyrir því að þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB kemur fram svona seint er að hún er viðbragð við þingsályktun sem utanríkisráðherra lagði fram seint á föstudaginn síðasta um að slíta viðræðum. Mikill meirihluti þjóðarinnar kallar eftir því að fá að kjósa um áframhald aðildarviðræður við ESB. Meira að segja mikill meirihluti stjórnarflokkanna, eða 2/3 kjósenda þeirra. Það verður ekki hægt ef viðræðum verður slitið.
Hér er linkur á útskýringu mína í þingsal (set inn myndskeið þegar það kemur á vef Alþingis):
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140226T154414
Sjá bloggið í heild: http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1359299/
Jón Þór Ólafsson, 26.2.2014 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.