Samfó getur sjálfri sér um kennt um ESB klúðrið.

Yfirsamningamaður Íslands við ESB útlistaði það skýrt fyrir okkur Pírötum á fundi snemma 2013 að umsagnarferlið er aðlögunarferli, þ.e. í ferlinu felast miklar breytingar á Íslenskri löggjöf í átt til löggjafar, ekki aðeins EES, heldur líka ESB.

Það átti að sjálfsögðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skyldi í slíkt aðlögunarferli. Ef Samfó hefði tryggð slíkt og þjóðin sagt 'já', þá væri þrautinni þyngra fyrir núverandi stjórnvöld að fresta eða hætta slíkri aðlögun án annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Össur og Samfó geta sjálfum sér um kennt. Þau klúðruðu þessu.

Stefna okkar Pírata segir okkur að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli, sem ég hef gert og mun áfram gera. En ef Össur og Samfó hefðu ekki drepið nýju stjórnarskránna þá þyrfti ekki valdlausa minnihlutaþingmenn til þess, því þá gætu 2% okkar kjósenda kallað eftir þingmáli um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu sem hengi yfir þinginu að taka afstöðu til. Og 10% okkar gætu knúið þjóðaratkvæðagreiðsluna gegn vilja þingsins.


Birgitta svarar andsvari Össurar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALgjörlega sammála, og nú að reyna að klóra í bakkann, það er rétt sem Birgitta segir þetta er skrípaleikur og nær væri að fara í önnur og brýnni mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 11:42

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er fáránlegt Jón Þór — það er ekkert „Samfylkingin geti sjálfri sér um kennt“ hér — þetta eru grundvallar hagsmunir þjóðarinnir og ekki síst barna okkar og afkomenda til langrara framtíðar. Ef menn hætta núna verður þetta ekki gert aftur nema þá er lendum í þeirri stöðu að vera algerlega til neydd — sem reyndar mun gerast að lokum — því miður.

Hvað Samfylkingunni finnst eða hafur gert kemur því bara ekkert við. Þetta er ekki að um Samfylkingin græði eða tapa á því að þjóðin taki skynsamlega upplýsta og vitsmunalega ákvörðun um stöðu sína í heiminum til framtíðar — heldur þjóðarinnar — þú ert í raun að segja „þjóðin getur sjálfir sér um kennt og þú ætlir að auka á miskann og skemmdirnar svo hún þurfi að súpa seyðið enn rammar af einhverju sem þú vildir að Samfylkingin ehfði gert öðruvísi.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.2.2014 kl. 16:40

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mér er virkilega misboðin þessi fyrirsögn þín þegar um er að ræða grundvallar hagsmuni þjóðarinnar og í ofanálag ertu þrátt fyrir orðalag fyrirsagnarinnar að ásaka Samfylkingun um að hafa klúðrað stjórnarskrármálinu en ekki ESB-málinu. „Samfó getur sjálfri sér um kennt um ESB klúðrið.“

Í ESB málinu eins og í stjórnarskrármálinu þá er það þjóðin sem getur kennt þeim um sem leggja steina í götu hagasmuna og öryggis þjóðarinnar.

Það verða ekki sigrar og ósigrar manna eða flokka sem hér skipta máli heldur fullkomið fyrirhyggjuleysi, skammsýni og eiginhagsmunir sumra stjórnmálamanna sem munu leiða til þess að öryggi, velferð og hagsmunum þjóðarinnar verður alvarlega teflt í tvísýnu — jafnvel fórnað fyrir LÍÚ, suma Kaupfélagseignedur og öfgaþjóðerssinna í Hádegismóum.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.2.2014 kl. 16:49

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er alveg sammála Jóni í þessu máli. Ef það hefði ekki verið þetta bakdyrabrölt á feita fresskettinum þá væri staða þessarar aðlögunar öll önnur.

Helgi! Samfó getur nákvæmlega sjálfri sér kennt hvernig komið er. Hún valdi að fara á bakvið þjóðina í þessu og henni hegnist og það grimmilega fyrir slíkt. Það sem út úr þessu kemur núna er að það verður pakkað saman og ekki farið í neitt ferðalag án þess að spyrja farþegana hvort þeir vilji fara eða ekki.

Það vill Samfó að sjálfsögðu ekki því sú samkunda veit það að það verður ekki heiglum hent að komast aftur af stað, hvað þá með fyrirfram samþykki þjóðarinnar.

Vilji þetta fólk fara í ESB þá eru frjálsir flutningar á fólki á milli landa og megi þeim líða sem allra best í fyrirmyndarríkinu.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.2.2014 kl. 16:52

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Samfylkingin hvorki skaðast eða vinnur með niðurstöðu þessa máls Sindri og Jón Þór — það gerir hinsvegar íslenska þjóðin, framtíðar möguleikar hennar og öryggi og möguleikar barnanna okkar.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.2.2014 kl. 19:55

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".

Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.2.2014 kl. 23:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já! þetta er athyglivert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 01:59

8 identicon

Því var jafnvel haldið fram að sjá mætti aukningu í hagsæld á Íslandi frá og með deginum sem umsókn væri lögð fram.

En í raun og veru gerðist ekki neitt

Nú verður umsóknin dregin til baka og eina breytingin verður að áhrif þessara erlendu fjármagnseigenda sem eiga hér íslenskar krónur minnkar. Því þeir eru með marga "ráðgjafa" á launaskrá í Brussel

Grímur (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 10:26

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Nei Helgi það er trúlega rétt hjá þér. Kettir lenda ávallt á fótunum...

Börnin mín geta alveg sjálf tekið sínar ákvarðanir þegar þar að kemur, ekki reyna að draga þau inn í þennan skít og orðræðu. Umhyggjusemi þín er nákvæmlega sama og þeginn.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2014 kl. 23:45

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl hér

Það verður að viðurkennast að Samfylkingin klúðraði málum, ekki bara stjórnarskrármálinu heldur, líka ESB málinu. Ef þeir hefðu í upphafi spurt þjóðina hver viljinn væri varðandi ESB umsókn, þá værum við ekki að karpa um þetta núna. Svo hitt fyrst málin fóru eins og þau fóru þá er stjórnarskrármálið algert klúður. Samt að mínu mati gott að það fór svona fyrir þessu stjórnarskrármáli enda, klúður frá upphafi.

Það hinsvegar breytir ekki því að Samfylking klúðraði öllu sem hægt var að klúðra. Það þarf hinsvegar ekki að ræða klúður VG enda of langt mál að fara með...

Ólafur Björn Ólafsson, 26.2.2014 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband