Verða Bandaríkin alræðisríki? - Grein frá 31.12.2005.
22.12.2011 | 20:22
Ég birti aftur þessa grein í ljósi þess að Obama og þingið í Bandaríkjunum eru að samþykkja lög sem leifa hernum, og þar með forsetanum sem æðsta manni þeirra, að handtaka bandaríksa borgara á bandarískri grundu án dóms og laga ef þessir sömu aðilar gruna þá um að vera hryðjuverkamenn.
--------------------------------------
Almenningur er farinn að krefja fulltrúa sína um að berjast gegn PATRIOT. Yfir tvöhundruð og þrjátíu bæir, borgir og fylki, með samtals þrjátíu milljónir íbúa, hafa séð ástæðu til að samþykkja ályktun gegn lögunum.
Valdaræningjar velja alltaf tíma erfiðleika, í andrúmslofti almennrar skelfingar, til að setja lög sem almenningur myndi aldrei samþykkja ef tilfinningahitinn væri minni. Þessi varúðarorð mælti Jean Jaques Rousseau fyrir tveimur og hálfri öld.
U.S.A. PATRIOT lögin, sem í dag eru úthrópuð um öll Bandaríkin fyrir að grafa undan borgaralegum réttindum, voru samþykkt af bandaríska þinginu, í andrúmslofti almennar skelfingar, mánuði eftir hryðjuverkin 11. September 2001.
PATRIOT lögin.
Í Washington Post þann 21. apríl 2003 segir: Þingmenn og hagsmunahópar beggja vegna á stjórnmálasviðinu eru farnir að vekja athygli á hættum laganna sem veita ríkisstjórninni fordæmalaus réttindi til að njósna um borgara.
Í viðtali við The Texas Observer þann 31. janúar 2003, var fulltrúaþingmaðurinn og republikaninn Ron Paul frá Texas spurður um PATRIOT lögin. Hann sagði: Við höfðum ekki einu sinn aðgang að lagafrumvarpinu áður en við greiddum atkvæði
afgreiðsla laganna var hryllileg.
Á ABC NEWS þann 23. maí 2003 segir fulltrúaþingmaðurinn og republikaninn Don Young, sem á sínum tíma samþykkti lögin, að hann myndi vilja afturkalla hluta þess valds sem lögin gefa alríkisstjórninni. Hann heldur áfram með því að segja: Ég held að PATRIOT lögin hafi ekki verið úthugsuð. Ég hef miklar áhyggjur af því að með löngun okkar í öryggi og með áhuga okkar á að elta uppi meinta hryðjuverkamenn, gætum við stundum verið á barmi þess að afsala okkur því frelsi sem við erum að reyna að vernda.
Almenningur er farinn að krefja fulltrúa sína um að berjast gegn lögunum. Yfir tvöhundruð og þrjátíu bæir, borgir og fylki, með samtals þrjátíu milljónir íbúa, hafa séð ástæðu til að samþykkja ályktun gegn PATRIOT lögunum. Þetta eru Alaska, Hawaii og Vermont fylki og m.a. stórborgirnar Baltimore, Chicago, Detroit, Minneapolis, Philadelphia, San Francisco og Seattle.
Ályktun Chicago borgar segir að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir fólki grundvallar réttindi, þ.á.m: trúfrelsi, málfrelsi og fundafrelsi; persónuvernd; vernd fyrir óréttmætri leit á sér, heimili sínu og hlutum, svo og upptöku þeirra; jafnrétti fyrir lögum og að maður skuli talinn saklaus uns sekt hans sé sönnuð; aðgang að lögmanni; og sanngjörn, skjót og opinber réttarhöld.
Ályktunin segir enn fremur að ákvæði í PATRIOT lögunum brjóti þessi ofangreindu réttindi og hvetur þingmenn til að vinna að ógildingu þeirra ákvæða sem það gera.
Í The Washington Times þann 5. janúar 2004 segir að Þjóðarbandalag borga (The National League of Cities) sem er elsti og stærsti hópur borgarfulltrúa í bandaríkjunum hafi bæst í vaxandi hóp þeirra sem berjast gegn PATRIOT lögunum. Í greininni segir að bandalagið sem telur 18.000 borgir með 225 milljón íbúa hefur samþykkt ályktun, á sínum árlega fundi, þar sem þingið er hvatt til þess að fella úr gildi hluta PATRIOT laganna.
Aðgerðir alríkislögreglunnar gegn bandarískum borgurum.
Í ABC NEWS þann 12 mars 2002segir Christopher Pyle, fyrrum upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers og fyrrum fulltrúi Church nefndar Bandaríkjaþings: Ég held að fjórða ákvæði [stjórnarskránar] sé ekki lengur til. En hún er sú viðbót við stjórnarskrána sem á að tryggja borgara fyrir óréttmætri leit á sér, heimili sínu og eigum, svo og upptöku þeirra.
Í The Washington Times þann 18.júní 2003 sagði John Ashcroft dómsmálaráðherra að hræðsla fólks um að ríkisstjórnin njósni um það séu byggðar á hrakspám.
En mannréttindahópar benda á að skýrslur Church þingnefndarinnar frá 1976 (sjá nánar grein um COINTELPRO: http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1104834/) sýna að með vitund dómsmálaráðherra og að frumkvæði yfirmanna alríkislögreglunar framkvæmdi alríkislögreglan, í trássi við lög og stjórnarskrá, leynilegar aðgerðir. Aðgerðunum, sem fengu viðurnefnið COINTELPRO, var ætlað að trufla og gera tortryggilega löglega stjórnmálastarfsemi bandarískra einstaklinga og hópa, og nota til þess hættulegar og niðurlægjandi aðferðir. Þær fólu m.a. í sér víðtækar njósnir um almenna borgara.
Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar, sem voru framkvæmdar undir því yfirskini að vernda öryggi landsins og koma í veg fyrir ofbeldi , hefði í raun verið ætlað að viðhalda ríkjandi þjóðfélags- og stjórnmálaskipan.
Mannréttindahópar segja að m.a. í ljósi þessara lýsinga er auðvelt að sjá möguleika á misbeitingu þess valds sem PATRIOT lögin gefa ríkisstjórn og leyniþjónustum alríkisins.
PATRIOT II.
Í Washington Post þann 21.apríl 2003 segir frá viðauka við PATRIOT lögin, kallaður PATRIOT II, sem var lekið til fjölmiðla í janúar 2003. Þar segir að lögin myndu gefa ríkisstjórninni völd m.a. til að hlera einstaklinga og safna erfðaefnaupplýsingum án dómsúrskurðar.
Í ABC NEWS þann 12. mars 2002 segir frá sama viðauka við PATRIOT lögin sem myndi leyfa útsendurum alríkisins að handtaka fólk í laumi, án þess að gera fjölskyldu þeirra, fjölmiðlum eða lögmanni viðvart, þar til það væri ákært, sama hve langan tíma það tæki. Viðaukinn myndi einnig leyfa dómsmálaráðuneytinu að svipta borgara ríkisborgararétt sínum fyrir að hafa óafvitandi hjálpað hóp [til dæmis með fjárframlagi] sem tengdur er við samtök flokkuð hryðjuverkasamtök.
Í sömu grein er sagt frá því að viðaukinn hafi komið fram í dagsljósið eftir að dómsmálaráðuneytið hafði vikum saman neitað að nokkurs konar viðauki við USA PATRIOT væri í smíðum. Þegar John Ashcroft dómsmálaráðherra kom fyrir laganefnd öldungardeildarþings Bandaríkjanna, ávítaði nefndin hann fyrir að vera ekki upplýsandi um málið. Einn nefndarmannanna Patrick Leahy sagði við Ashcroft: Einhver sem heyrir beint undir þig laug
og það er ekki gott
Ég tel að það sýni leynilega úrvinnslu við þróun þessa [lagafrumvarps]. Ashcroft neitaði því að til væru lokadrög að lagafrumvarpi til að rýmka tök framkvæmdarvaldsins til að berjast gegn hryðjuverkum.
Í greininni sagði Michael Greenberger við lagaháskóla Marylands og starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu í tíð Clintons að drögin hafa öll einkenni skjals sem hefur verið yfirfarið aftur og aftur
Þetta grefur verulega undan öllum staðhæfingum þess efnis að ráðuneytið hafi ekki verið að vinna að lagaviðauka.
Eitt umdeildasta atriði PATRIOT II samþykkt.
Á heimasíðu bandaríska þingsins segir að þingið hafi þann 21. Nóvember 2003 samþykkti Intelligence Authorization lögin fyrir árið 2004, en þau innihalda einn umdeildasta þátt PATRIOT II laganna.
Á Wired News á netinusegir Chris Schroeder, lagaprófessor við Duke háskólann og fyrrum aðstoðardómsmálaráðherra, sagði eftir samþykkt Intelligence Authorization laganna: Það fólk sem vill rýmka heimildir alríkislögreglunnar vildi ekki leggja upp laupana [...] Það munu innleiða þessi skilyrði með leynd.
Samkvæmt heimasíðu Hvíta hússins skrifaði George W. Bush forseti Bandaríkjanna undir Intelligence Authorization lögin laugardaginn 13. Desember 2003. Þrátt fyrir að forsetinn skrifi undir mörg lög á viku var þetta í fyrsta sinn í eitt ár sem hann hafði gert það á laugardegi. Þennan sama dag var fréttin um að Saddam Hussein væri fundinn aðalfrétt flestra fjölmiðla. Gildistaka laganna fékk enga umfjöllun.
Í Washington Post þann 4. Janúar 2004 segir að Intelligence Authorization lögin gefi alríkislögreglunni heimildir til að nota Þjóðaröryggisbréf til að krefjast viðskipta upplýsinga, þ.m.t, síma og vefnotkun eða fjármálaupplýsinga frá bönkum og fjármála stofnunum, ef málið varðar báráttuna gegn hryðjuverkum. Þessum bréfum fylgir leynd; viðtakandinn má ekki láta vita að hann hafi fengið það, og lágt settir starfsmenn leyniþjónustunnar mega gefa bréfin út án dómsúrskurðar. Grein segir einnig að lögin breyti skilgreiningu á fjármála stofnunum og til þeirra heyri nú tryggingarfélög, veðsalar, sölumenn eðalmálma, póst þjónustan, spilavíti, ferðafélög o.fl.
Í lögunum segir að forsetinn geti haldið upplýsingum um notkun bréfanna leyndum. Lögin útiloka því að dómstólar og þing geti haft eftirlit með því að þessum víðtæku heimildum verði ekki misbeitt.
Ummæli Tommy Franks um framtíð Bandaríkjanna.
Í St. Petersburg Times, Florida þann 7. desember 2003 segir frá ummælum Tommy Franks hershöfðingja og yfirmanns herafla Bandaríkjanna í Írakstríðinu. Hann spáir því að atvik sem orsakar stórfeld dauðsföll gæti fengið íbúa okkar til að efast um stjórnarskrána og hafið hervæðingu landsins.
Í greininni kemur fram að ef stunga hryðjuverka finnst aftur, gæti fasismi rutt sér til rúms í kjölfarið. Greinin heldur áfram: Veltu því fyrir þér hve langt niður þann veg við höfum þegar gengið: Samþykkt US PATRIOT laganna hefur veitt ríkisstjórninni óvenjuleg völd til að njósna um Bandaríkjamenn án þess að gefa fyrir því ástæðu. Alríkislögreglan hefur verið gefið lausan tauminn til að njósna um Bandaríkjamenn sem mótmæla stríðinu. Innflytjendur hafa hundruðum saman verið leynilega hnepptir í varðhald og fluttir úr landi.
Grein St. Petersburg Times lýkur með orðunum: Mun önnur stórfelld hryðjuverkaárás á bandarískri grundu leiða til endaloka frelsis og lýðræðis eins og Franks varar við? Ekkert bendir til hins gagnstæða.
---------------------------------------------
Slóð á upphaflegu greinina: http://web.archive.org/web/20051231051506/http://new.gagnauga.is/greinar.php?grein=29
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
http://www.alec.org/
http://alecexposed.org/wiki/ALEC_Exposed
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.