Leynilegar ađgerđir alríkislögreglunnar gegn bandarískum borgurum.

Í ljósi ţess ađ öđru hverju dúkkar upp hugmyndin um auknar heimildir lögreglunnar til ađ hlera án dómsúrskurđar og jafnvel einhvers konar afbrigđi ađ leynilögreglu (ţó hún sé yfirleitt ekki kölluđ ţađ) ţá birti ég hér grein sem ég vann 2003 upp úr skýrslu ţingnefndar Bandaríkjaţings frá 1976.

_______________________________________________________

cointelpro.png

 

 

Í janúar 1975 setti bandaríska ţingiđ saman nefnd til ađ rannsaka ađ hve miklu leyti stofnanir alríkisins framkvćmdu ólöglegar eđa siđlausar ađgerđir[1].

 

 

Uppgötvannir ţingnefndarinnar gerđar opinberar

 

Ári síđar gaf nefndin út skýrslur um hvers hún varđ vísari. Í ţeim kemur fram ađ í trássi viđ lög og stjórnarskrá[2] „hefđu veriđ framkvćmdar leynilegar ađgerđir, [ađ frumkvćđi yfirmanna alríkislögreglunnar[3] og međ vitund dómsmálaráđherra og annarra ađstođarmanna Bandaríkjaforseta[4],] í ţeim tilgangi ađ trufla og gera tortryggilega löglega stjórnmálastarfsemi bandarískra einstaklinga og hópa, og notađ til ţess hćttulegar og niđurlćgjandi ađgerđir […]“[5]

 

Upphaf og „endir“ ađgerđanna

 

„COINTELPRO, (skamstöfun fyrir “counterintelligence program”, var samheiti ţessara ađgerđa sem) hófust 1956, ađ hluta til vegna óánćgju međ úrskurđ Hćstaréttar Bandaríkjanna sem takmarkađi völd stjórnvalda til ađ fara, fyrir opnum tjöldum, gegn mótmćlahópum.“[6] Ađgerđunum lauk 1971, eftir ađ gögn um ţćr láku til fréttastofa sem leiddi til ţess ađ hafin var lögsókn gegn alríkislögreglunni til ađ krefjast ađ hún afhenti öll önnur gögn sem tengdust ađgerđunum.[7]

 

Markmiđ ađgerđanna

 

COINTELPRO ađgerđirnar voru framkvćmdar undir ţví yfirskini ađ „vernda öryggi landsins og koma í veg fyrir ofbeldi.“[8] Nefndin komst hins vegar ađ ţeirri niđurstöđu ađ „eina skýringin fyrir öllum ţeim tilfellum sem ţessar ađgerđir höfđu ekkert hugsanlegt samband viđ annađ hvort öryggi landsins eđa ađ koma í veg fyrir ofbeldi, […] vćri ađ alríkislögreglan hefđi hlutverk viđ ađ viđhalda ríkjandi ţjóđfélags- og stjórnmálaskipan, og ađgerđir hennar skyldu miđa ađ ţví ađ berjast gegn ţeim sem ógna ţeirri skipan.“[9]

 

Gegn hverjum beindust ađgerđirnar?

 

Ađgerđirnar beindust gegn einstaklingum og hópum sem vildu breytingar á ţjóđfélaginu.[10] Međal ţeirra voru:

-       Hreyfingin gegn Víetnamstríđinu (The Anti-Vietnam War Movement).[11]

-       Kvennfrelsishreyfingin (The Womans Liberal Movement).[12]

-       Herferđ fátćks fólks (The Poor Peoples Campaign).[13]

-       Ţjóđernisprógram svartra (The Black Nationalist Program).[14]

-       Samstarfsnefnd háskóla um ađ rökrćđa utanríkisstefnu (The Interuniversity Commitee for Debate on Foreign Policy).[15]

-       Samtök velferđarmćđra (A Welfare Mothers Organizations).[16]

-       Samtök lýđrćđissinnađra stúdenta (The Students for a Democratic Society).[17]

-       Every Black Students Union (Öll stúdentasamtök svartra).[18]

-       Öldungardeildar- og fulltrúadeildar ţingmenn (Senators and Congressmen).[19]

-       Hćstaréttardómari (A Suprene Court Justice), ađrir embćttismenn og blađamenn.[20]

-       Ađilar í hreyfingunni fyrir borgaralegum réttindum (The Civil Rights Movement), m.a. Marthin Luther King.[21]

 

Ađgerđum COINTELPRO var „augljóslega ćtlađ ađ hindra borgara í ađ ganga í [m.a.ţessa] hópa, vinna gegn ţeim sem ţá ţegar voru í hópunum og koma í veg fyrir tjáningu skođanna.“[22]

 

Hvers konar ađferđum var beitt?

 

Ađferđir sem höfđu reynst vel í baráttunni gegn soviétskum njósnurum voru, í COINTELPRO ađgerđunum, notađar ólöglega af alríkislögreglunni í baráttu sinni gegn bandarískum borgurum sem voru ósáttir viđ ríkjandi ástand.[23] „Fjöldi ađgerđana fólu í sér hćttu á alvarlegum líkamlegum skađa eđa dauđa ţess sem ţćr beindust gegn.“[24]

 

Ađgerđirnar fólu m.a. í sér ađ:

-       Opna póst og hlera símtöl.[25]

-       Njósna og halda skýrslur um öldungardeildar- og fulltrúadeildarţingmenn. Ţćr geymdu m.a. upplýsingar um skođanir ţeirra á Víetnamstríđinu, viđbrögđ ţeirra viđ lagatillögum stjórnvalda og hjúskaparbrot ţeirra. - Ţessar upplýsingar fengust međ hlerunum (sem m.a. forseta Bandaríkjanna, dómsmálaráđherra og ađrir starfsmenn Hvítahússins höfđu beđiđ um)[26] og var dreift til manna í ćđstu stigum alríkisstjórnarinnar.[27]

-       Brjótast inn, án heimilda, til einstaklinga og hópa sem alríkislögreglan taldi spillandi, til m.a. ađ koma fyrir hlerunarbúnađi og stela listum yfir međlimi.[28]

-       Notafćra sér sambönd sín viđ fjölmiđla til ađ hafa á leynilegan hátt áhrif á sýn almennings á einstaklingum og hópum,[29] koma í veg fyrir ađ fólk gćti birt greinar í fjölmiđlum[30] og koma í veg fyrir eđa tefja birtingu greina sem innihéldu gagnrýni á alríkislögregluna.[31]

-       Hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og skođanir almennings međ lygum og blekkingum.[32]

-       Nota skattţjónustuna til ađ ónáđa međlimi ofangreindra hópa svo ţeir hefđu minni tíma til taka ţátt í starfsemi hópanna.[33]

-       Hafa samband viđ vinnu- og styrkjaveitendur til ađ fá međlimi rekna úr vinnu og styrki fellda niđur.[34]

-       Senda bréf til maka međlima í hópum sem vildu breytingar á ţjóđfélaginu, ţar sem ţeir voru ranglega sakađir um framhjáhald, í ţeim tilgangi ađ skapa viđvarandi vantraust, svo tíminn sem fćri í  áhyggjur af ţví hvađ vćri hćgt ađ gera til ađ bjarga sambandinu, vćri ekki notađur í starfsemi međ hópunum. Ţessar ađgerđir eyđilögđu mörg hjónabönd.[35]

-       Hrćđa fólk skipulega frá ţví ađ tjá sig, međ ţví ađ vera sífellt ađ hafa samband viđ međlimi í hópunum.[36]

-       Hvetja til klíkustríđa milli ofbeldishneigđra hópa (eins og The Black Panther Party og US, Inc.).[37]

-       Ljúga upp á međlim ofbeldishneigđs hóps ađ hann vćri uppljóstrari. Ţessi ađferđ var notuđ ţrátt fyrir ađ alríkislögreglumenn vissu af tilfellum ţar sem uppljóstrarar hefđu veriđ drepnir fyrir ţessar sakir.[38]

-       Koma í veg fyrir ađ fólk tjáđi sig, kenndi, skrifađi og birti greinar[39] međ ţví ađ:

-    Koma í veg fyrir fundi og rćđuhöld.[40]

-    Skipta sér af friđsamlegum mótmćlum.[41]

-    Koma í  veg fyrir ađ hóparnir mynduđu útibú.[42]

-    Fá háskóla- og menntaskólakennara rekna.[43]

-    Koma í veg fyrir útbreyđslu bóka, blađa og tímarita.[44]

-    Koma í veg fyrir ađ fólk gćti birt greinar í fjölmiđlum[45]

 

Ađgerđunum lýkur opinberlega

 

Ţrátt fyrir ađ COINTELPRO ađgerđunum lyki 1971 voru, viđ útgáfu skýrslunnar, enn í gangi svipađar leynilegar ađgerđir ásamt ágengum rannsóknum.[46] „Ágengar rannsóknir eru enn notađar og geta veriđ meira heftandi en leynilegar ađgerđir. Nafnlaust bréf er hćgt ađ vísa frá sér sem hrekk, en heimsók frá alríkislögreglunni er ekki svo auđvelt ađ líta fram hjá.“[47]

 

Markmiđ og vonir ţingnefndarinnar međ útgáfu skýrslanna

 

Markmiđ ţingnefndarinnar međ útgáfu skýrslanna var ađ „veita heilsteyptan grunn stađreynda fyrir upplýsta umrćđu ţings og ţjóđar um ţau grundvallar atriđi sem hafa áhrif á hlutverk ađgerđa opinberra leyniţjónusta í frjálsu ţjóđfélagi, og leggja til ţćr laga- og framkvćmdarađgerđir, sem ađ mati nefndarinnar, vćru viđeignandi til ađ koma í veg fyrir ađ fyrrum misbeiting endurtaki sig og til ađ tryggja nćgilega samhćfingu, stjórnun og yfirsýn á úrrćđum, getu og ađgerđum leyniţjónusta ţjóđarinnar.“[48]

 

Nefndin vonađi ađ „ţessar skýrslur muni hvetja til ţjóđarumrćđu, ekki um „Hver gerđi ţađ?“, heldur um „Hvernig gerđist ţađ og hvađ er hćgt ađ gera til ađ koma í veg fyrir ađ ţađ gerist aftur?“.[49] Ţingnefndin lagđi m.a. til ađ leyniţjónusturnar skyldu, í ađgerđum sínum, virđa Stjórnarskrána og önnur lög,[50] og ađ ţćr yrđu ađ fá heimildir frá dómstólum fyrir hlerunum og bréfaopnunum.[51]

 

Hver hefur ţróunin veriđ frá útgáfu skýrslanna áriđ 1976

 

Áriđ 1996 fékk Bill Clinton, ţáverandi forseti Bandaríkjanna, samţykkt lagafrumvarp sem heimilađi leyniţjónustum ađ brjóta á stjórnarskrábundnum rétti Bandaríkjamanna.[52] Stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem sett var til ađ vernda borgarana fyrir ágangi ríkisvaldsins, eru ćđstu lög landsins, og öll lög sem ríkisvaldiđ setur sem stangast á viđ Stjórnarskrána eru ţví ekki lög heldur ólög. Núverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hefur gengiđ enn lengra en Clinton, í ţví ađ brjóta á stjórnarskrábundnum rétti Bandaríkjamanna, međ Föđurlandsvina lögunum (U.S.A.PATRIOT Act) sem Bandaríkjaţing samţykkti 26. Októbember 2001. Lögin brjóta Stjórnarskrána og draga úr eftirliti dómstóla međ ţví ađ gefa leyniţjónustum heimildir til ađ njósna um fólk í Bandaríkjunum án ţess ađ hafa rökstuddan grun (probable cause) um misgjörđir ţess og lesa vefpóst án ţess ađ fá fyrir ţví dómsúrskurđ (court order)[53]. Núna síđast ţann 13. December 2003 Samţykkti George W. Bush enn önnur lög (Intelligence Authorization Act) sem draga úr eftirliti ţings og dómstóla međ leyniţjónustum alríkisins.[54]

 

Ţingnefndin varar viđ afleiđingum lélegs eftirlits međ framkvćmdavaldi og leyniţjónustum

 

 “[...] ef leyniţjónustur halda áfram ađ starfa undir framkvćmdarvaldi sem eru ekki settar skorđur og haft međ ţví eftirlit á virkann hátt – ţá munum viđ hvorki hafa góđar upplýsingar né ţjóđfélag sem er frjálst heima fyrir og nýtur virđingar erlendis.”[55]

Eitt besta eftirlit međ njósnum framkvćmdarvaldsins er krafan ađ sannfćra ţurfi dómsvaldiđ ađ rökstuddur grunur sé um glćpsamlegt athćfi ţeirra sem njósna eigi um.

 

Jón Ţór Ólafsson


[1] Bls. v í formála bókar II, skýrslunnar: Intelligence Activities and the Rights of Americans.

   Tekiđ saman og gefiđ út af nefnd skipuđ af bandaríska ţinginu 1976. (Allar ađrar tilvitnannir í  

   ţessari grein eru úr sömu skýrslu, nema annađ sé tekiđ fram). (Ţessa skýrslu má m.a. finna á

   www.aarclibrary.com undir Church Reports)

[2] Bls. 12 - 14, 137 og 212 í bók II, og bls. 10 í bók III.

[3] Bls. 9 í bók III.

[4] Bls. 11 í bók III.

[5] Bls. 211 í bók II.

[6] Bls. 3 í bók III.

[7] Bls. 3 í bók III. Neđanmálsgrein.

[8] Bls. 6 í bók III.

[9] Bls. 5 og 7 í bók III.

[10] Bls. 212 í bók II.

[11] Bls. 17 í bók II.

[12] Bls. 7 í bók II.

[13] Bls.16 í bók II.

[14] Bls. 214 í bók II.

[15] Bls. 5 í bók III.

[16] Bls. 8 í bók II.

[17] Bls. 8 í bók II.

[18] Bls. 8 í bók II.

[19] Bls. 8, 9 og 10 í bók II.

[20] Bls. 9, 10 og í bók II.

[21] Bls. 11 í bók II.

[22] Bls. 211 í bók II, og bls. 5 í bók III.

[23] Bls. 7 í bók III.

[24] Bls. 8 bók III.

[25] Bls. 1 og 5 í bók II.

[26] Bls 9, 10, 225 og 265 í bók II.

[27] Bls. 8 og 13 í bók II.

[28] Bls. 13 í bók II.

[29] Bls. 15 í bók II.

[30] Bls. 215 í bók II.

[31] Bls. 16 í bók II.

[32] Bls. 216 og 217 í bók II.

[33] Bls. 10 í bók II, og bls. 8 í bók III.

[34] Bls. 10 og 217 í bók II, og bls. 8 í bók III.

[35] Bls. 216 í bók II, og bls. 8 í bók III.

[36] Bls. 217 í bók II.

[37] Bls. 217 í bók II.

[38] Bls. 218 í bók II.

[39] Bls. 215 í bók II.

[40] Bls. 215 og 216 í bók II.

[41] Bls. 216 í bók II.

[42] Bls. 215 í bók II.

[43] Bls. 215 í bók II.

[44] Bls. 216 í bók II.

[45] Bls. 215 í bók II.

[46] Bls. 13 í bók III.

[47] Bls. 12 í bók III.

[48] Bls. v og vi í formála bókar II.

[49] Bls. 12 og 13 í bók III.

[50] Bls. 297 í bók II

[51] Bls. 327 í bók II

[52] Er ađ finna m.a. í bókinni Perpetual War for Perpetual Peace, eftir Gore Vidal.

[53] M.a. í greinunum Local Officials Rise Up to Defy The Patriot Act í Washington Post ţann 21. Apríl 

    2003 og Local Communities Refuse to Enforce Patriot Act á Fox News ţann 20. Maí 2003. Sjá á

    www.washingtonpost.com og www.foxnews.com . Upplýsingar um lögin er einnig ađ finna á

    heimasíđu Bill of Rights Defence Committee á slóđinni www.bordc.org

[54] M.a. í greininni Too Much Power í Washington Post ţann 4. Janúar 2004. Sjá á

    www.washingtonpost.com

[55] Bls x í formála bókar II.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband