NAFLASTRENGURINN Á GYLFA.
24.6.2010 | 12:40
Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjarð dollara (trillion dollars á ensku). (Sjá hér og hér)
Hvert liggur naflastrengurinn?
Á Íslandi í fyrra varð fyrrum varðhundur auðugra sérhagsmunaaðila að viðskiptaráðherra. Gylfi Magnússon var í stjórn Samtaka Fjárfesta á árunum 2001 - 2007, rétt áður en hann settist í stól viðskiptaráðherra. Ætli að hann hafi klippt á naflastrenginn við sérhagsmuni fjárfesta þegar hann tók að sér að verja hagsmuni almennings?
Að þjóna tveimur herrum.
Á heimasíðu Samtaka Fjárfesta segir: [...] hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta. Gylfi var í stjórn þessa félags á sama tíma og hann átti að gæta hagsmuna almennings sem formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins 2005 - 2009. Hagsmunir fjárfesta og markmið Samkeppniseftirlitsins við að verja almannahag fara ekki alltaf saman.
Nú í dag þegar Gylfi á að vera að gæta hagsmuna almennings er manni spurn hvað Gylfi gerir þegar hagsmunir almennings og hagsmunir fjárfesta fara ekki saman?
Eftirstöðvar sexfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Gætir þú nefnt fyrir mig einhvern íslensskan Hagfræðing á hans kvaleberi sem er ekki pólitískt tengdur eða hagsmunatengdur ?
Jón Daníelsson = Var hagfræðiráðgjafi framsóknar.
villhjálmur Bjarnason= ef ég man rétt þá er han formaður fjárfesta
Gunnar Tómasson= Ég þori ekki að fullyrða en ég veit ekki betur en hann er mjög tengdur inn í framsókn.
Þorvaldur Gylfason= Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Ég hef aldrei skilið það sem svo að starf Viðskiptaráðherra sé að gæta hagsmuna almennings- heldur að gæta hagsmuna - íslenska hagkerfisins í heild sinni og innan þess eru hvorutveggja- almenningur og lánveitendur
Í það minnsta verður að athuga þau rök hans Gylfa til hlítar- hvað þessi niðurstaða hæstarétts þýðir. Í það minnsta þykir mér með öllu skiljanlegt að hann taki þá ekki einarða stöðu með þeim sem þáðu þessi lán- ef það gæti þýtt annað bankahrun. Þá væri hann fyrst að bregðast starfi sínu sem viðskiptaráðherra enda hans hlutverk að gæta hagkerfisins í heild sinni.
Vissulega verður að finna lausn á þessu máli og helst þannig að hún sé almenningi í vil en það væri skelfilegt ef það þýddi annað bankahrun.
Brynjar Jóhannsson, 25.6.2010 kl. 10:53
Gylfi sat í stjórn Samtaka Fjárfesta á sama tíma og hann var sitjandi stjórnar formaður Samkeppniseftirlitsins.
Ég veit ekki með þig en ég á erfitt með að treytsa slíkum manni til að gæta hagsmuna minna sem borgara umfram hagsmuni fjárfesta.
Nú þegar hann í dag leggur sig mikið í frammi að verja hagsmunir fjárfesta og ber fyrir sig að hann sé í raun að því til að verja hag almennings, þá hringja viðvörunarbjöllur í hausnum á mér.
Ætli ég sé ekki bara of tortryggin. Við ættum að treysta ráðamönnum betur X)
Jón Þór Ólafsson, 25.6.2010 kl. 14:20
Það sem heggur mig mest er að þessi ólöglegu lán voru fyrst veitt fyrir meira en 10 árum síðan. Hvað var eiginlega í gangi ? Hvar var fjármálaeftirlitið og lögmenninir á þeim tíma ?
Auðvitað á fólk að fá sanngjarna meðferð en það má þó ekki vera með þeim hætti að hagkerfið hrynji aftur. Í raun má það ekki gerast.
Fyrir mér er spurningin þessi ?
Er Gylfi að reyna að vernda hagkerfið og þannig hag íslendinga eða er hann að ganga erindi hagsmunaaðila ?
Brynjar Jóhannsson, 25.6.2010 kl. 17:22
Það er akkúrat spurningin.
Og ég á erfitt með að treysta manni sem sat í stjórn Samtaka Fjárfesta á sama tíma og hann var sitjandi stjórnar formaður Samkeppniseftirlitsins. Ég á erfitt með að treysta að slíkur maður sé ekki enn þá varðhundur sérhagsmunaaðila.
Jón Þór Ólafsson, 25.6.2010 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.