Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stefnuræðan mín á Alþingi í kvöld. (Myndskeið)


Fjármálafrumvarpið (+ & -)

Frumvarp til fjárlaga 2014Stór Plús (+) 
Bankaskattur verður nú tekinn af fjármálafyrirtækjum í slitameðferð sem nemur rúmum 11 milljörðum króna. Vel gert. Þetta eykur tekjur ríkissjóðs verulega samhliða því að setja pressu og senda skilaboð til kröfuhafa föllnu bankanna. Vel gert.
 
Stór Mínus (-)
Það hlýtur að vera grunngildi við heilbrigðisþjónustu að auka ekki áhyggjur sjúklinga sem eru svo veikir að þeir þurfi að leggjast inn á spítala. Legugjald á sjúkrahúsi upp á 1200.kr sólarhringurinn er stór peningur fyrir marga í okkar árferði. En þetta gjald er hægt af afnema, af frumkvæði fjárlaganefndar og með samþykki meirihluta þingsins, áður en það verður að lögum og væri nefnd og þingi sómi af því.  

Sjálfstæðisflokkurinn er kyndilberi eignarréttarins.

Sjalfstaedisflokkurinn
Ég treysti Sjálfstæðisflokkinum til að efla atvinnulífið. 
 
Ályktun landsfundar flokksins á árinu bendir réttilega á að eingarrétturinn sé undurstaða blómlegt efnahags og undirstaða verðmætasköpunar. 

Grunngildi flokksins nefnir eingarréttinn fyrstan frumréttinda sérhvers einstaklings.

Ég vill líka treysta því að Sjálfstæðisflokkurinn standi sig sem kyndilberi eignarréttarins. Líka eingarréttar lántakenda.
 
Við Hanna Birna Innanríkisráðherra fundum um málið á föstudaginn.
Svo verðum við Hanna Birna með sérstakar umræður um 'Eignarrétt lántakenda' í þinginu á þriðjudaginn klukkan 14:30.

 
 

Herra forseti. Það er verulega ánægjulegt að heyra atvinnuuppbyggingarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég vona að þeim gangi mjög vel í þeim efnum og í raun og veru treysti ég Sjálfstæðisflokknum alveg til þess að efla atvinnulífið. Mikilvægt er að sá efnahagsvöxtur sem fylgir sé sjálfbær og byggður á traustum grunni og þá langar mig að grípa niður í ályktun um efnahags- og viðskiptamál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem fjallað er um að verja eignarréttinn og að eignarrétturinn sé grundvöllur verðmætasköpunar.

Mig langar líka að grípa niður annars staðar í sama plaggi, með leyfi forseta, þar sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að virðing fyrir eignarrétti sé nauðsynleg undirstaða blómlegs efnahags.

Þetta kemur ekkert á óvart því að í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur alveg skýrt fram hver grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru. Þar segir að grunngildi Sjálfstæðisflokksins séu frelsi og trú á einstaklinginn og að eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis séu frumréttindi sérhvers einstaklings. Þar er ég alveg sammála.

Takið eftir því að eignarrétturinn er settur fremstur þarna, eignarrétturinn sem er frumréttur sérhvers einstaklings, eignarrétturinn sem er nauðsynleg undirstaða blómlegs efnahags. Eignarrétturinn þarf öflugan kyndilbera.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera kyndilberi eignarréttarins. Flokkurinn nefnir eignarréttinn fyrstan af frumréttindum einstaklinganna en þá spyr maður sig: Hvað með eignarrétt lántakenda? Landsmenn gerðu lánasamninga við fjármálafyrirtæki og fengu fé til að kaupa sér eign. Þeir fengu fé, þeir keyptu sér eign, þeir eiga eignina, þeir eiga heimili síns. En það er ágreiningur milli samningsaðila um þá lánasamninga og það er framkvæmdar- og dómsvalds að framfylgja samningalögum og skera úr um vafaatriði. Samningalög segja skýrt að neytandinn skuli njóta vafans, að lántakandinn skuli njóta vafans. Landslög segja því að framkvæmdarvaldinu beri að vernda eignarrétt lántakenda þar til dómstólar taka af allan vafa um hvernig skuli fullnusta lánasamninga.

Samt gera sýslumenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hæstv. innanríkisráðherra, eignir upptækar og selja til þriðja aðila sem þýðir að réttmætir eigendur þeirra geta ekki fengið þær aftur og jú, þeir eru sýslumenn hennar af því að þeir eru undir hennar forræði. Samt er fólk gert gjaldþrota sem þýðir verulega skerðingu á eignarrétti þess. Þegar fólk er gert gjaldþrota þýðir það að eignarréttur þess og réttur til eigna og athafna er verulega skertur. Það er óafturkræf aðgerð. Það er ekki hægt að færa klukkuna aftur og segja að fólk sé ekki lengur gjaldþrota eða að þetta hafi ekki gerst. Það þarf að fara fram í tímann þangað til menn geta fengið eignarrétt sinn aftur, rétt sinn sem fullgildir borgarar með eignarréttar- og atvinnuréttindi.

Eitt af meginverkum okkar pírata það sem eftir er af sumarþinginu og á komandi haustþingi er að minna Sjálfstæðisflokkinn á að standa undir nafni. Það eru ekki sjálfstæðir einstaklingar sem eru fastir í réttaróvissu með dýrustu eign sína, heimili sitt. Það er ekki sjálfstæð þjóð sem nýtur ekki öruggs eignarréttar og það er ekki sjálfstæðisflokkur sem stendur á hliðarlínunni meðan fjármálafyrirtækin senda sýslumenn hæstv. ráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að slökkva elda eignarréttarins hjá fjölskyldum landsins. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að leggja frá sér kyndil eignarréttarins þegar kemur að lántakendum munu píratar taka hann upp og halda honum á lofti.

Við píratar erum ekki stór flokkur en með þingmenn höfum við sterka rödd og munum halda áfram að minna þingmenn Sjálfstæðisflokksins á grunngildi sín, á eina af meginástæðum fyrir tilvist flokksins: Að vera kyndilberi eignarréttarins, líka eignarréttar lántakenda. Til að verja eignarrétt lántakenda þarf fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að vera að stöðva eignaupptöku hjá lántakendum þar til dómstólar taka af allan vafa um lánasamningana þeirra. Ég mun spyrja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hæstv. innanríkisráðherra, nánar um málið í sérstökum umræðum á næstu dögum og ég vænti þess að það verði mjög fróðlegt og skemmtilegt. 
 

Engin stríðsþátttaka án aðkomu Utanríkismálanefndar

071e72480ae8f7f57369787eec737633Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi þurfa lögum samkvæmt að setja ákvörðun um stríðsþátttöku Íslands fyrir Utanríkismálanefnd. 

24 grein laga um þingsköp Alþingis segir: "Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." http://www.althingi.is/lagas/136a/1991055.html

Myndin er fengin úr frétt á DV:"Sprengjur
Bandaríkjamanna valda fæðingargöllum og
krabbameini Krabbamein meðal barna í
Fallujah eykst tólffalt
"

 

Hér er listi yfir nefndarmenn Utanríkismálanefndar:

Aðalmenn

 1421utBirgir Ármannsson 9, RN, S, form. 
 1422utÁsmundur Einar Daðason 3, NV, F, 1. varaform. 
 1423utVilhjálmur Bjarnason 9, SV, S, 2. varaform. 
 1424utÁrni Þór Sigurðsson 8, RN, Vg, 
 1425utFrosti Sigurjónsson 2, RN, F, 
 1426utGuðlaugur Þór Þórðarson 7, RS, S, 
 1427utÓttarr Proppé 11, RS, Bf, 
 1428utSilja Dögg Gunnarsdóttir 3, SU, F, 
 1429utÖssur Skarphéðinsson 4, RN, Sf, 

Áheyrnarfulltrúar

 14219utBirgitta Jónsdóttir 12, SV, P, áheyrnarfulltr. 

Varamenn

 14210utÁrni Páll Árnason 4, SV, Sf, varamaður 
 14211utBrynjar Níelsson 5, RN, S, varamaður 
 14212utGuðmundur Steingrímsson 7, SV, Bf, varamaður 
 14213utHaraldur Einarsson 8, SU, F, varamaður 
 14214utHöskuldur Þórhallsson 3, NA, F, varamaður 
 14215utKatrín Jakobsdóttir 3, RN, Vg, varamaður 
 14216utRagnheiður Ríkharðsdóttir 3, SV, S, varamaður 
 14217utValgerður Gunnarsdóttir 6, NA, S, varamaður 
 14218utÞórunn Egilsdóttir 8, NA, F, varamaður 

Frumvarp sem lækkar ekki veiðigjöldin verður síður fellt.

Á Sprengisandi í morgun sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra:
"Ástæðan fyrir því að það er verið að taka þetta fyrir á sumarþingi er að tíminn er naumur. Það þarf að fara vinna eftir þessum lögum núna eftir nokkra mánuði eða vikur. Það er ástæðan fyrir því að menn urðu að gera þetta í sumar og svo stilla menn þessu þannig upp að það sé forgangsröðunin að breyta veiðigjöldunum, það er bara af illri nauðsyn að menn fóru í þetta núna [...] Og svo væri náttúrulega ekki gott ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta veiðigjöld á næsta ári." (
sjá hér)

Hér fer Sigmundur Davíð með hálfsannleika. 

1. Já, "ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu [...] þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta [sérstök]veiðigjöld á næsta ári." 

2. En, þá er bara hægt að hækka veiðigjaldið, sem þessi lög eiga að innheimta, í staðinn fyrir að lækka það. Þá er ólíklegra að þjóðin felli lögin. Óánægja landsmanna í málinu snýst um lækkun á þeim hlut sem kemur til þjóðarinnar.

3. Og, þó þjóðin felli lögin þá er samt hægt að hækka önnur gjöld á greinina til að þjóðin fái jafn háan hlut og áætlað var áður en þessi lög voru lögð fram. Um þetta þráspurði ég gesti Atvinnuveganefndar og bæði þeir sem voru með og móti frumvarpinu töluðu um leiðir til þess (
sjá hér).
 
Allt þetta vita stjórnarliðar svo ef þeir breyti ekki veiðigjaldafrumvarpinu sínu þannig að það lækki ekki veiðigjöldin þá eru þeir ábyrgir fyrir stöðunni þegar þjóðin synjar lögunum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Málþóf og málskot, svo þjóðin eigi síðasta orðið.

Eftirfarandi bréf sendi ég forseta vor í morgun:
__________________________________

 

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

 

Yfir 34.000 Íslendingar hafa skorað á þig sem forseta landsins að undirrita ekki lög um lækkun á veiðigjöldum, sem taka til breytinga á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012, ef Alþingi samþykkir þau, heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar.

Sjá: http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald

 

Þú hefur reynst þjóðinni vel sem vaktmaður hennar yfir málskotsrétti forsetans, öryggisventli þjóðarinnar. Þú varðst við áskorun 32.000 Íslendinga um að hafna staðfestinu fjölmiðlalaganna árið 2004 og sagðir þá: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Nú er aftur gjá milli þings og þjóðar.

Sjá: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1316527/

 

Í aðdraganda forsetakosninga í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrir rúmu ári sagðir þú réttilega um kvótamálið að: „Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt,“ Þar sem lögin sem núna liggja fyrir Alþingi snúast um það að lækka það sem „þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut,“ þá binda yfir 34.000 Íslendingar vonir við það að þú vísir þessu máli til þjóðarinnar. En til þess þarftu að vera á landinu.

Sjá: http://www.visir.is/olafur-ragnar-grimsson--fa-mal-betur-til-thess-fallin-ad-setja-i-thjodaratkvaedagreidslu/article/2013130619085 

 

Í ljósi þessa þá spyr ég sem þingmaður Pírata, með beint lýðræði í grunnstefnu, hvort þú munir fresta utanlandsferðum þar til þingið hafi afgreitt umræddar lagabreytingar, og ef meirihluti þingsins hyggst samþykkja lögin fyrir áætlaða heimkomu þína 1. júlí, hvort þú munir flýta heimförinni til að hafa sjálfur málskotsvaldið. Að öðrum kosti mun málskotsvaldið, öryggisventill þjóðarinnar vera hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra (Framsóknarflokki), Einari K. Guðfinnssyni forseti Alþingis (Sjálfstæðisflokki) og Markúsi Sigurbjörnssyni, forseti Hæstaréttar, en tveir þeirra eru í þeirri ríkisstjórn sem lagði frumvarpið fram og munu án efa undirrita lögin án beinnrar aðkomu þjóðarinnar að málinu.

 

Ef þú hyggst ekki fresta utanlandsferðum þar til þingið hafi afgreitt umrædda lagabreytingu þá bið ég vinsamlegast um upplýsingar um hvenær þú munt án efa dvelja á Íslandi frá 1 til 15. júlí. Með öðrum orðum þá er mikilvægt fyrir okkur 34.000 Íslendingar sem vinnum að beinu lýðræði í þessu máli að vita hvenær og hvort við getum treyst því að forsetinn okkar muni hafa hendina á öryggisventli þjóðarinnar til að skjóta málinu til hennar. 

 

Þetta þurfum við að vita. Þjóðin þarf að vita hvort þú hyggst halda á öryggisventli hennar í þessu mikilvæga máli.Við þingmenn Pírata þurfum að vita hvort og þá hvenær við þurfum að nota þau verkfæri sem kjósendur okkar treystu okkur fyrir til að auka beint lýðræði, eins og málþófi, þar til þú kemur aftur til landsins til að beita því valdi sem þjóðin treysti þér fyrir, málskotsrétti forseta embættisins, öryggisventli þjóðarinnar. Okkur þætti vænt um að vita hve lengi við þingmenn Pírata þurfum að þæfa málið þar til þú kemst til landsins til að taka við málskotsréttinum úr höndun stjórnarliða?

 

Við þurfum upplýsta umræðu um sjávarauðlindina og hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Fyrir tilstuðlan þín höfum við lært að aðdragandi þjóðaratkvæðagreiðslna er frjór jarðvegur fyrir upplýsta umræðu í samfélaginu og skapar grundvöll fyrir þjóðarsátt. Það er réttlátt, praktískt og mikilvægt að þjóðin fái að eiga lokaorðið um sinn hlut við ráðstöfun á sameign sinni. Eða telur þú að eitthvað annað í málinu vegi þyngra en það?

 

Með von um skjót og skýr svör,

Jón Þór Ólafsson.

Þingmaður Pírata.

 

P.s. Reynt er að réttlæta að þess lög séu afgreidd á sumarþinginu með því að án þeirra verði ekkert veiðigjald innheimt á næsta ári. En ég þráspurði gesti Atvinnuveganefndar, sem fer með málið, hvort ekki væri hægt að leggja á gjöld sem samsvara þessum veiðigjöldum og skilaði þjóðinni því sem áætlað var. Svör gestanna, sama hvort þeir voru með eða á móti frumvarpinu, voru að slíkt væri vissulega hægt og komu með margvíslegar útfærslur á slíkri gjaldtöku. Þjóðin verður því ekki af sínum hlut þótt þú skjótir málinu til hennar og hún synji því.



Lækkun veiðigjalds eða ekkert veiðigjald verður lagt á í ár?

Er hægt að leggja á veiðigjald (eða til bráðabirgða jafn há gjöld) á þessu ári þó að frumvarp um breytingar á lögum um Veiðigjald, sem hafa að markmiði"Að afnema ákvæði í lögum um sérstakt veiðigjald," verði ekki samþykkt nú á sumarþingi?

Gestir Atvinnuveganefndar, sem fjallar um málið, segja 'já.' Bæði þeir sem eru fylgjandi frumvarpinu og þeir sem eru á móti.

Tillögur þeirra eru hér segir:

  • Að Alþingi setji lög sem heimilar stjórnsýslunni að fá þær upplýsingar frá sjávarútvegsfyrirtækjum sem þarf til að reikna veiðigjöldin.
  • Patent lausn væri að fara í breytingar á tekjuskatti.
  • Best í dag annað hvort að finna leiðir til að fá upplýsingarnar sem þarf til að  eða finna krónutölu á kíló. Íslendingar borga í dag krónutölu í Barentshafi af (Rússum?).
  • Nota greiðslumiðlunarkerfið sem er í gangi í 28 ár. Finna fasta tölu fyrir tegundirnar. Þá væri á ábyrgð þeirra sem versla með fisk að borga gjaldið. Þetta væri einfalt.

 


Góð samkeppnisstaða Íslands sem ferðamannaland.

Verri samkeppnisstaða ferðaþjónustu á Íslandi notuð til að réttlæta að hætt skuli við hækkun VSK úr 7 í 14% á gistiþjónustu.

Skýrsla frá World Economic Forum frá því í mars sýnir hins vegar góða samkeppnisstöðu við þróun ferðaþjónustu á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.

Stöðuna má svo sjá myndrænt hér að neðan:


Fötin skapa þingmanninn

gandhi jinnahNíu ára stúlka sagði nýlega við mig: “Ekki fara í fullorðins fötin. Þá ferðu að hugsa eins og fullorðnir og hættir að hugsa fyrir börnin.”

Ég er kannski einfeldningur en er eins og litla stelpan sannfærður um að fötin sem við klæðumst hafa áhrif á hugsun okkar og hegðun, og því sé mikilvægt að samsama sig almenningi í klæðaburði þegar maður er ráðin til að hugsa um þeirra hagsmuni. 

Þetta virðist kannski léttvægt, en sannleikurinn er oft augljósari saklausum börnum en okkur fullorðna fólkinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Sigmundar Davíðssamninginn?

Sigmundur eða óli

Sigmundur Davíð hefur lofað að setja skuldamál heimilanna í forgang og ganga strax til samningaviðræðna við kröfuhafa. Hann og hans flokkur studdu þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave samningana sem kenndu okkur eftirfarandi: 

1. Samningaviðræður verða ábyrgari þegar bæði samninganefnd Íslands og erlendra kröfuhafa vita að þjóðin segir á endanum af eða á um samningana.

2. Upplýst umræða í samfélaginu verður víðtækari þegar þjóðin trúir því að hún fái að taka endanlega ákvörðun um samninginn.

3. Þjóðarsátt er líklegri í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um samning sem bæði hefur verið þaulræddur í samfélaginu og gæti endað fyrir dómsstólum.

Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur hans geta nú fylgt eigin fordæmi og gefi út yfirlýsingu um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samninga sína við kröfuhafa, eða beðið eftir því að grasrótarhópar tengdir öðrum flokkum taki af skarið og deili heiðrinum með Ólafi Ragnari forseta vor. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband