Góð regla að meta réttmæti þegar ofbeldi er beitt

Bréf mitt til forseta Alþingis og forsætisnefnd í heild: 

Hr. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Öryggisvörður Alþingis er í fréttum fyrir að beita mann ofbeldi fyrir utan Alþingishúsið. Fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptökur af atburðinum. Öryggisverðir geta starfsins vegna þurft að beita ofbeldi, svo mikilvægt er að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Óskað er eftir því að forseti Alþingis sem yfirmaður starfsmanna þingsins rannsaki málið. Í anda faglegra vinnubragða er jafnframt óskað eftir því að forsætisnefnd fari yfir málið og hafi þá m.a. til hliðsjónar gildi skrifstofu Alþingis: 'Þjónustulund, Fagmennska, Samvinna' og hæfniskröfur öryggisstarfsmanna Alþingis s.s. hæfni í mannlegum samskiptum og fáguð framkoma.

Myndbandsupptöku af atburðinum er hægt að sjá í frétt á Stundinni:
http://stundin.is/frett/myndband-thingvordur-sneri-motmaelanda-/

Hér er myndbandisupptakan á YouTube:
https://www.youtube.com/watch?v=13pgJAOdZaQ​


mbl.is „Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að Bjarni Ben sjái áfram um afnám hafta

Bjarni Ben hefur sem fjármálaráðherra verið með hafnám hafta í faglegu ferli. Markmiðið hefur verið að finna leið sem tryggir efnahagsstöðuleika og réttarstöðu landsins í þeim vandasömu aðgerðum. Það eru miklir hagsmunir í húfi og sem verkstjóri hefur Bjarni sýnt mikilvæga fagmennsku og yfirvegun. 

Nú hefur Sigmundur Davíð skyndilega tekið við verkstjórninni. Ekki vanmeta freistingar sitjandi forsætisráðherra að fara í stríð til að auka fylgið. Hvatvísi og ósveigjanleiki geta verið góðir eiginleikar við viss verkefni. Við afnám hafta er mikilvægt að Bjarni Ben standi áfram fastur á því að verkefninu sé stýrt af fagmennsku og yfirvegun.


Hugleiðsla verður hversdagsleg eins og líkamsrækt

Vísindin munu gera hugleiðslu að hversdagslegum þætti í lífi okkar rétt eins og líkamsrækt og tannhirða. 

Við munum ekki öll fara að stunda hugleiðslu, ekki frekar en aðra holla hegðun, en vísindarannsóknir frá virtum háskólum eins og Harvard og Yale sem sýna verulega jákvæð áhrif hugleiðslu á líkamann og heilann, líðan og starfsgetu, hrannast upp.

Það er því ekki langt í að allir vita að þeir ættu að hreyfa sig reglulega, bursta tennur kvölds og morgna, og hugleiða.

Frosti Logason í Harmageddon er með góðu hugvekju um málið í Fréttablaðinu í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband