Frumvarp um að einkavæðing bankanna fari í fangið á Bjarna Ben
12.5.2015 | 19:51
Tilgangur Bankasýslu Ríkisins er að sýsla með eignir ríkisins í bönkunum. Frá stofnun fyrir sex árum hefur safnast þar sérþekking m.a. um sölu þessara eigna sem eru að andvirði þriggja nýrra landsspítala. En með þessu frumvarpi á að leggja hana niður rétt áður þessar eignirnar eru seldar, færa verkefni hennar inn í fjármálaráðuneytið og gera fjármálaráðherra auðveldar fyrir, og í raun að ráða því einn hvernig söluferlinu sé háttað. Jú hann þarf að leggja hluti fyrir aðra, en hann ræður einn á endanum.
Ríkið á ekki að eiga í fjármálafyrirtækjum. Hvorki í bönkunum, né Íbúðalánasjóði, því það skapar hagsmunaárekstra, eins og þann að ef ríkið hefði hugsað eins vel og lög kváðu á um réttarstöðu lántakenda þá hefði ríkissjóður tapa fé sem gert hefði hallalaus fjárlög fjarlægari möguleika. Eignir ríkisins í viðskiptabönkunum ætti því að selja. En söluferlið þarf að vera eins faglegt og mögulegt er, og ekki bjóða upp á geðþóttavaldi ráðherra. Frumvarpið mun bæði gera söluferlið ófaglegra og færa ákvarðanatökuna alfarið í hendur Bjarna Ben.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frumvarp sem gerir gjafakvótan óafturkræfan
29.4.2015 | 16:21
Þetta er snjallt fyrsta skref hjá kvótaflokkunum til að byrja að múra gjafakvótakerfið inn til lengri tíma, og gera það með því að gefa kvóta á nýrri fiskitegund, makríl, í stað þess að ríkið sjálft leigir út kvótan á frjálsum markaði. Þessu er líka styllt upp þannig að Foseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur svigrúm til að smegja sér framhjá því að senda málið til þjóðarinnar með þeim rökum að þetta sé ekki heildarendurskoðun. Þetta er fyrsta skerfið í heildarendurskoðun og grundvallabreyting, en forseti vor er háll sem áll og þessi framsetning býr til smugu fyrir hann.
Forseti Íslands útlistaði skilyrði þess að hann skjóti lögum um sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til þjóðarinna þegar hann skrifaði undir lækkun á sérstökum veiðigjöldum sem þjóðin fær í sinn hlut sumarið 2013. Skilyrði forseta voru: mikil andstaða í samfélaginu með miklum mótmælum og undirskriftum ásamst mikilli andstöðu og málþófi á þingi. Ég er tilbúinn að setja mikið púður í það. En þetta verður ekki stöðvað nema hinir minnihlutaflokkarnir séu til í að gera það líka og það gerist eflaust ekki nema mikil andstaða verður við málið í samfélaginu.
Í ræðu við fyrstu umræðu frumvarpsins tek ég saman hvað þetta frumvarp mun þýða og hvað hægt er að gera öðruvísi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ófaglegt að bleyta mótmælenda, en beiting ofbeldis var réttmæt
21.4.2015 | 13:36
Að neðan er svo myndskeið þar sem aðeins sést í lok átakanna:
![]() |
Eðlileg viðbrögð þingvarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |