Praktísk stjórnmálaþáttaka 101

Vinur minn vildi vita hvernig hann gæti "tekið virkari þátt í pólitík." Hann er á annarri önn í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og vantaði praktísk ráð. Hann bauð mér upp á kaffi og tækifæri til að taka saman það praktískasta sem rekið hefur á mínar fjörur til að ná árangri í stjórnmálastarfi.


Managing OneselfÞekktu sjálfan þig.
Til að ná árangri í því sem krefst langtíma vinnu er mikilvægt að þekkja sjálfan sig. Peter Drucker faðir nútímastjórnunar sagði að fólk sem þekkir sín gildi, styrkleika og starfsumhverfi sem það þrífst vel í veit hvort og hvernig það getur unnið verk. Það sóar ekki tíma sínum og orku í það sem skilar ekki hámarks árangri. 

Í 'Managing Oneself' tekur Drucker saman þessa þrjá grundvallar hluti til að vita um sjálfan sig.
Hér er svo samantekt sem ég tók saman á einni blaðsíðu.
Hér að lokum er svo besta verkfæri sem ég hef rekist á til að finna þessa þrjá þætti um sjálfan sig.

The Game of PoliticsÞekktu "leikinn" og leikmennina.
Leikir eins og skák skapa ramma, hugtök og vettvang til að skilja og þjálfa hugsun sem skilar árangri í hernaði, já og pólitík. Rétt eins og lobbýistar hafa atvinnu af því að hafa áhrif á þá sem fara með pólitískt vald, þá má skilgreina stjórnmálamenn sem þá sem hafa atvinnu af því að koma sér í stöðu sem fer með pólitískt vald. Það skiptir því stjórnmálamenn sköpum, þegar nær dregur kosningu eða skipan í valdastöður, að vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá þeim sem ráða hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til að áætla og hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamaður beitir áhrifum sínum og völdum þá er nauðsynlegt að sjá hvað veldur honum álitshnekki og kostar hann því pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxið í áliti og orðið sér þannig úti um meira af því.

Nánari útskýring á praktískri nálgun á skiptimynd stjórnmálamannsins, pólitískt kapítal, má lesa í grein sem ég tók saman um þingstarfið.
Dýpri greining á stjórnmála"leiknum" er hægt að lesa um í bók sem ég skrifaði 2008, The Game of Politics - A Game Manual, sem öllum er frjálst að hala niður og deila án endurgjalds.

Managing the Non-Profit OrganizationByggðu á árangri.
Ekkert er eins árangursríkt og árangur - 'Nothing succedes like success'. Drucker benti á að einblína á það sem þú getur gert sem skilar hámarks árangri. Sér í lagi ef það er eitthvað sem engin getur gert jafn vel. 

Stjórnmálaflokkar eru knúnir áfram af sjálfboðaliðum. Sér í lagi flokkar sem hafa ekki verði í aðstöðu til að skipa sitt fólk í launaðar stöður hjá hinu opinbera. Biblían um árangur við skipulag í sjálfboðaliðastarfi er Managing the Non-Profit Organization eftir Drucker.



Við forgangsröðun í heilbrigðismál er öryggi lágmarkskrafa

toppari_i_769_slands.pngGrein Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í Fréttablaðinu í dag er skólabókardæmi um hvernig skal blekkja með hálf-sannleika.

Það er satt sem SDG segir að: "Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið."

Ef krónurnar eru taldar, Já. Ef hrun krónunnar er talið með, þá Kannski lítillega.

En á meðan að framlögin hafa í raun hækkað lítið sem ekkert þá hefur þörfin aukist verulega með auknum meðalaldri þjóðarinnar og uppsöfnuðum vandamála vegna fjársveltis hrunáranna. Þetta vita SDG og stjórnarliðar.

En það segir ekki einu sinni alla söguna.

Framlög stjórnvalda í dag miðað við þörfina tryggja ekki öryggi sjúklinga. Og það hlýtur að vera lágmarkskrafa við forgangsröðun skatttekna og úthlutunar þeirra, að tryggja öryggi sjúklinga. Annars eru menn klárlega ekki að forgangsraða í heilbrigðismál eins og 90% landsmanna vilja.

Stjórnarflokkarnir hafa sýnt það aftur og aftur að þeir forgangsraða öðru á undan raunverulegri fjárþörf heilbrigðiskerfisins:
Lægri veiðigjöld fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hefur meiri forgang.
Það hafði afnám auðlegðarskattsins líka.
- Lækkun skatta á álfyrirtækin var forgangsverkefni fjármálaráðherra 1. maí.
- Svo vildi hann forgangsraða því svigrúmi sem lægra vaxtabyrði ríkissjóðs skapar til þess að lækka skatta.
- 3 milljarða vantaði til að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, skv öllum forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins, en fjárlögin voru höfð hallalaus um 3,4 milljarða.

Örugg fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta er ekki í forgangi hjá þessari ríkisstjórn.


mbl.is Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarflokkarnir hættulegir heilsu og lífi landsmanna

Heilbrigðiskerfið

Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata fyrir ári og núna aftur í haust. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í forgang á fjárlögum.

Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. En þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag í gegnum kreppuna þá hefur heilbrigðistarfsfólkið okkar haldið öllum þáttum heilbrigðisþjónustunnar grænum samkvæmt alþjóðlegum þjónustustuðlinum „Euro Health Consumer Index 2014“ sem landlæknir styðst við samkvæmt lögum og reglum. Ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða ekki nægu skattfé í að hækka laun heilbrigðisstarfsmanna til að koma í veg fyrir fyrsta læknaverkfall Íslandssögunnar og önnur verkföll heilbrigðisstarfsmanna hefur sett landsmenn í hættu.

Landlæknir sendi stjórnvöldum þrjú formleg bréf í vor um að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Ríkisstjórnin batt samt endi á verkfallið með lögum í stað samninga.

Þetta er hættuleg staða fyrir heilsu og líf landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigið skattfé. Meðan ekki er vilji fyrir því hjá stjórnarflokkunum þá eru þeir í orðsins fyllstu merkingu hættulegir heilsu og lífi landsmanna.


mbl.is Fjársveltið þjóðinni til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband