Hjúkrunarfólk fer eftir faraldurinn, ef ekki er samið við þau.

Við getum treyst hjúkrunarfólki til að standa með okkur í gegnum faraldurinn þó starfsaðstæður eru svo slæmar að margir menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa ekki sem slíkir og ríkið hefur ekki samið við þá í 5 ár frá því að stjórnvöld fengu samþykkt lög á verkföll hjúkrunarfólks 2015. Þá var bent á að þetta myndi valda meiri skorti hjúkrunarfólks og 200 sögðu upp störfum í kjölfarið.

Hjúkrunarfólk munu áfram setja sig í hættu til að hjúkra okkur og þau munu smitast af Covid 19 og þegar faraldurinn er búin hefur formaður Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga bent á hættuna að sum þeirra munu segja upp ef stjórnvöld sýna ekki sóma og semja við þau núna.

Hjúkrunarfólk á betra skilið - semjið við þau strax.

 


Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá.

Á tíma sem heilbrigðisstarfsfólkið okkar er lang mikilvægasta starfsfólk landsins segir Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga okkur frá enn einum árangurslausum samingafundi við samninganefnd Bjarna Ben.

Ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs gerði samninga við lækna sem kostaði 4 milljarða á ári, en settu lögbann á verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefði kostað það sama fyrir tvöfallt fleira starfsfólk.

Það er neyðarástand og Kóróna faraldurinn mun kosta okkur yfir 100 milljarða samkvæmt Bjarna Ben fjármálaráðherra, en hann veit ekki hvað það kostar að klára samninga við hjúkrunarstarfsfólkið sem dag eftur dag fórnar sér fyrir okkur í framlínuni við hjúkra okkar veikasta fólki og minnka mannlegan og fjárhagslegan harmleik faraldursins.

Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá strax.


Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.

Það er auðvelt að gera mistök þegar taka þarf hraðar ákvarðanir.

Samt er ríkisstjórnin almennt að bregðast rétt við neyðarástandinu vegna Kóróna veirunnar, og á hrós skilið.

Frumvarp Samgöngunefndar Alþingis er undantekningin. Það er hættuleg lýðræðinu og verður að lagfæra áður en Píratar geta samþykkt að hleypa því í gengum þingið.

Tilgangurinn er góður, að heimila sveitastjórnum að halda m.a. fjarfundi vegna heimsfaraldurs.

Tillagan er samt svo víðtæk að ráðherra fái:
- ótímabundið vald til að heimila sveitastjórnum að við víkja frá
- ótilgreindum lagaákvæðum sveitastjórnarlaga við
- óskilgreint neyðarástand.

Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband