Hvort er hættulegra: Rafstuðbyssur eða Björn Bjarnason?
15.11.2007 | 13:51
Þessar byssur eru hættulegar, en hvað með manninn sem vill láta taka þær í notkun, þarf ekki að fara að taka hann úr notkun?
Sem dómsmálaráðherra hefur hann mikið vald og hefur á síðustu árum beytt því m.a. til að stofna íslenskan her (friðargæslu), á sama tíma hefur hann reynt að gera hleranir lögreglunnar leyfilegar án dómsúrskurðar, koma á fót íslenskri leyniþjónustu og nú síðast að taka svona rafbyssur í notkun, og þá er ekki allt talið.
Er ekki kominn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að skipta honum út áður en hann kemur einhverju fleiru hættulega í gegn?
![]() |
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Haltu kjafti og spilaðu! Eða éttu það sem úti frýs.
15.11.2007 | 10:34
Ef bandaríska bridgesambandið kemst upp með að dæma bandaríska heimsmeistaralið kvenna í keppnisbann fyrir að nota tjáningarfrelsi sitt í gagnrýni á Bush mun það koma niður á þeim fjárhagslega því liðsmennirnir eru flestir atvinnumenn í brids.
Í ályktun bridgesambandsins segir að þetta mál snúist um hvort sambandinu beri skylda til þess að refsa þeim sem hegða sér þannig að það sé fallið til að grafa undan hagsmunum sambandsins og meðlima þess, en ekki málfrelsi.
Það getur alltaf skaðað skammtíma hagsmuni félagasamtaka þegar liðsmenn þeirra gagnrýna yfirgangssöm stjórnvöld sem hræða fólk til að hafa hljótt um sig. En er það ekki einmitt slík stjórnvöld sem mest þörf er á að gagnrýna til að tryggja langtímahagsmuni meðlima?
Fyrir þá sem vilja hafa samband við Bridgssamband Íslands og hvetja þau til að sýna stelpunum stuðning set hér Síma: 587 9360 | Fax: 587 9361 | Veffang: bridge@bridge.is
![]() |
Bandarískar bridskonur í kröppum dansi vegna Bush-mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bíllinn afgreiddur! Er þá ekki komið að þér?
14.11.2007 | 15:05
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti. Hver hefði trúað þessu fyrir tíu árum? Hvað er svo næst?
Svona eru eftirlits kerfin innleidd hægt og rólega, og alltaf réttlætt af öryggisástæðum.
Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja."
Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér
Er þetta upphafið af endi einkalífsins?
![]() |
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)