Sameinuðu Þjóðirnar: "Notkun stuðbyssa geta verið pyntingar"
28.11.2007 | 09:08
Nefnd Sameinuðuþjóðanna sagði á föstudaginn að notkun stuðvopna geti verið pyntingar, og brjóti þar með sáttmála S.Þ. gegn pyntingum.
Stuðbyssur hart gagnrýndar eftir sjötta dauðsfall af þeirra völdum þessa vikuna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þar sem stórfyrirtæki græða á fleiri föngum.
20.11.2007 | 10:36
Í Bandaríkjunum reka stór gróðafyrirtæki fangelsi og rukka ríkið fyrir að hýsa fanga. Þar í landi er einnig lögbundin skylda stjórnenda að gera allt til að auka hagnað fyrirtækja sinna. Það þarf ekki að vera siðlegt, aðeins löglegt. Ef fyrirtækið hagnast við að þrýst sé á stjórnvöld að fjölga fangelsisdómum og lengja þá, þá er það lögboðin skyda stjórnenda að gera það.
Gróða business hefur ákveðna kosti en þegar gróðafyrirtæki hafa gríðarlega hagsmuna af því að fólk sé fangelsað er þetta þróunin.
![]() |
Bandaríska fangelsiskerfið dýrt og óskilvirkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvernig hægt er að ná til fíkla.
20.11.2007 | 08:12
Ef við endurskoðum hugmyndina um "stríðið gegn fíkniefnum" sem aldrei verður unnið og förum að einbeita okkur að raunverulega vandamálinu, þjáningin sem fíkniefni valda þá getum við raunverulega minnkað hana.
Ef við förum að horfa á fíkla sem sjúklinga sem baráttunni gegn fíkniefnum var ætlað að bjarga í stað þess að horfa á þá sem aumingja sem eiga skilið að þjást fyrir misgjörðir sínar þá getum við farið að hjálpa þeim.
Að veita fíklum þau lyf sem þeir þurfa, undir læknisumsjón á hreinum heilsugæslustöðvum, svo þeir þurfi ekki að skaffa sér þau sjálfir með tilheyrandi hryllingi, er ekki ósigur í baráttunni gegn fíkniefnum, það er stór áfangasigur í baráttunni gegn þjáningunni sem þau valda.
Og þannig náum við í leiðinni til fíkla svo hægt sé að bjóða þeim allt frá bólusetningu við lifrarbólgu B til meðferðar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)