Verndum fjölmiðlafólk svo það verndi lýðræðið.

Nefndarmenn í Eftirlitsnefnd AlþingisGeta fjölmiðla til að upplýsa almenning um upplýsingar sem varða almenning er grundvöllur lýðræðisins.

Þetta fjölmiðlafrelsi er bundið í mannréttindasáttmála, staðfest í úrskurðum mannréttindadómstóla og lögbundið í Stjórnarskrá Ísland.


Tilgangur Pírata og annarra sem setja borgararéttindi á oddinn er að vernda fjölmiðlafólk svo það geti verndað lýðræðið okkar. Með þingmenn í þingnefnd sem hefur eftirlit með stjórnvöldum, og þar með sýslumönnum, höfum við Píratar og Vinstri Græn virkjað eftirlitshlutverk þingsins gagnvart því sem virðist ólögleg takmörkun Sýslumanns Reykjavíkur á fjölmiðlafrelsi Stundarinnar og Reykjavik Media.

Formaður nefndarinnar hefur samþykkt kröfu Píratar og Vinstri Grænn að boða opin fund. Fundurinn verður opinn og sendur út á vef Alþingis á fimmtudagsmorgun klukkan 9:00.

Gestir fundarins verða:
Kl. 9:10 Sýslumaðurinn í Reykjavík (fulltrúar, óstaðfest)
Kl. 9:35 Eiríkur Jónsson lögfræðingur og Hallgrímur Óskarsson frá Gagnsæi.
Kl. 10:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Kl. 10:25 Fjölmiðlanefnd (fulltrúar, óstaðfest).


Þangað til munu ríkisstjórnir falla og springa.

Fólki í dag finnst rétt að geta komið meira að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf þeirra, eða í það minnsta fengið að vita hvernig þær ákvarðanir voru teknar. Að vanrækja þær væntingar er ávísun á pólitíkan óstöðuleika.

Í allt sumar upplifðu landsmenn leyndarhyggju og tregðu valdhafa í málum sem þolendur kynferðisafbrota vildu fá upplýst og löguð. Þessi upplifun felldi ríkisstjórnina. Eftir á skýringar stjórnarliða setja ríkisstjórnina ekki aftur saman. Landsmenn þurfa aðrar leiðir til að fá ráðamenn til að hlusta og hjálpa en að hafa hátt. “Þangað til munu ríkisstjórnir falla og springa” er sannleikurinn sem Bergur Þór faðir Nínu bendir okkur á.

Ef við byrjum ekki að breyta stjórnkerfinu hægt og örugglega í samræmi við væntingar landsmanna þá verður sífellt líklegara að poppúlistar kollvarpi kerfinu.


mbl.is Tekist á um stjórnarskrármálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aum vörn dómsmálaráðherra og ósönn.

Ósk um heimild2Lögfræðingur lögmannsstofunnar LEX sem ver gerðir dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt leggur fram greinargerð um að máli umsækjanda sem ráðherra braut eflaust á verði vísað frá.

ÓSANNINDI 1:
Lögfræðingur ríkisins segir að vísa eigi málinu frá
því dómsmálaráðherra hafi í raun ekki tekið neina ákvörðun í málinu, aðeins gert tillögur til Alþingis.

Þetta veit dómsmálaráðherra að er ósatt enda skirfar Sigríður Á. Andersen bréf til forseta Alþingis það sem hún segir: "fengnu samþykki Alþingis [...] hyggst ég [...] leggja til við forseta íslands aðeftirfarandi einstaklingar verði skipaðir dómarar við Landsrétt:"

Lögin um skipan dómara í Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen lagði sjálf fram fyrr á árinu eru líka skýr:
"Óheimilt er ráðherra að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda [...] Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda [...]"


ÓSANNINDI 2.
Þá segir lögfræðingur ríkisins
að endanlegt skipunarvald sé í höndum forseti Íslands.

Já það segir í lögum um dómstóla að "forseti Íslands skipar ótímabundið samkvæmt tillögu ráðherra" en Hæstiréttur hefur staðfest í dómi yfir Árna M. Mathiesen þávernadi dómsmálaráðherra sem skipaði son Davíðs Oddssonar gegn áliti dómnefndar, að ráðherra hafi skipunarvaldið: "Eins og áður hefur verið rakið fór aðaláfrýjandinn Árni ekki eftir þeim reglum, sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti héraðsdómara[...]."

Birgir Ármannsson samflokksmaður dómsmálaráðherra og framsögumaður stjórnarmeirihlutans á Alþingi um ósk ráðherra fyrir heimild um að víkja frá áliti dómnefndar orðaði það svona í nefndaráliti:
"Með þeirri tilhögun að fela ráðherra að útnefna dómara er tryggt að veitingarvaldið liggur hjá ráðherra sem ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þinginu."

Við skipan dómara hefur dómsmálaráðherra veitingarvaldið, en Alþingi og Forseti Íslands hafa neitundarvald. Þessi vörn dómsmálaráðherra er aum og ósönn, og hún veit það.

mbl.is Máli á hendur ráðherra verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband