Aukið gegnsæi í vísindum.

Screen Shot 2013-04-16 at 7.53.21 PMKonunglega breska vísindafélagið (The Royal Society), ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vísindalegum málefnum, gaf út skýrslu síðasta sumar þar sem kallað er eftir auknu gegnsæi í vísindum.

Í grein á vef tímaritsins New Scientist 21. júní síðastliðinn útskýrir Joanna Haigh, prófessor í loftslagsvísindum, að ein af ástæðum fyrir gerð skýrslunnar var “Climategate” hneykslið svokallaða. Í nóvember 2009 var lekið tölvupóstum loftslagsvísindamanna sem vinna skýrslur sem stuðst er við af „Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um Loftslagsbreytingar“ (IPCC). Þar virtust þeir ræða hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýsingum, fölsuðu þær og földu og kúguðu vísindatímarit til að birta ekki greinar eftir gagnrýna vísindamenn. Málið fékk heimsathyggli og vakti áhyggjur um allan heim.

Áhyggjur mínar yfir mögulegum vísindafölsunum urðu að grein í Morgunblaðið mánuði síðar þar sem hvatt er til að hlustað væri á gagnrýnisraddir. Áhyggjur breskra stjórnvalda leiddu til þriggja opinberra rannsókna sem sýknuðu vísindamennina að lokum. Það jákvæða er háværari krafa í dag um aukið gegnsæi í vísindum og tillögur til að ná því fram.

Leiðirnar sem skýrsla Konunglega breska vísindafélagsins leggur til að auknu gegnsæi í vísindum eru m.a.:
1. Vísindamenn ættu að gera gögn sín og líkön aðgengileg án endurgjalds.
2. Háskólar og rannsóknastofnannir ættu að styðja opin aðgang gagna.
3. Opinn aðgangur að gögnum skal verðlauna.
4. Opinn aðgangur að vísindagreinum.
5. Yfirvöld þurfa að átta sig á möguleikum opinna gagna og opinna vísinda til að auka gæði vísinda.

Í grein sinni í New Scientist spyr Joanna Haigh: “Internetið hefur skapað áður ómöguleg tækifæri fyrir vísindamenn til að eiga samskipti og eiga í samstarfi sín á milli og við almenning. Hvernig eigum við að bregðast við?” 

Við Píratar viljum tryggja aukið gegnsæi í vísindum og aukið sjálfstæði vísindamanna.
Í starfi mínu sem aðstoðarmaður Birgittu Jónsdóttur hef ég byggt vinnu mína á áreiðanlegum rannsóknum og mun halda því áfram, sér í laga rannsóknum sem uppfylla skilyrði vísindalegrar aðferðar. Hin vísndalega aðferð er besta leiðin sem við höfum til að komast sem næst sannleikanum um eðli heimsins.

Frelsi, jafnrétti og kjötsúpa.

Ég þoli ekki kúgun og mun benda á hana þar sem mér sýnist hún vera, þótt það sé innan hreyfinga sem vilja berjast fyrir jafnrétti og frelsi.  

Aðdragandi greinar sem ég skrifaði fyrir 7 árum var að systir mín varð fyrir því í sífellu að vera spurð hvort hún væri "bara" að hugsa um barnið sitt. Ég skrifaði um þetta blogg þar sem margt má misskilja eins og umræðan síðustu daga hefur sýnt. Umræðan sýnir líka að margar ungar mæður eru enn í dag í sömu stöðu og systir mín var. Skilaboðin sem þær virðast fá er að það að vera heimavinnandi sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Þeir sem benda á þessa kúgun eru skammaðir. 

Það er ekki jafnrétti á Íslandi. Það hallar á konur í atvinnulífinu. Það hallar á fráskilda feður. Það hallar á heimavinnandi húsmæður og húsfeður, verk sem ég tók mér þegar konan mín var í námi. Það hallar á transfólk og aðra minnihlutahópa.

Ég er gallharður jafnréttissinni og hef í verki barist gegn kynbundnu ofbeldi sem fjölmiðlafulltrúi í átaki Amnesty og Unifem. Ég þoli ekki kúgun og mun ég halda áfram að benda á hana hvar sem ég sé hana, þótt það sé óvinsælt.

Hér getið þið svo séð hvernig hagsýnn heimilisfaðir hendir í núðlu kjötsúpu á tveimur mínútum :)


Píratar eru þverpólitískir fjendur spillingar.

econmist cover 20130202_cna400 PíratarThe Economist í gær segir að tvennt þurfi til að skapa norrænt velferðarsamfélag sem fórni ekki frjálsri samkeppni. Uppræta þarf spillingu og fleygja þarf hægri/vinstri fókusinum fyrir praktískum lausnum hvar svo sem þær finnast. -(Lesa leiðarann)

Stefna Pírata er fjandsamleg spillingu:
- vegna gegnsæis á beitingu almannavalds (sjá Svíþjóð í samantekt blaðsins),
- vegna friðhelgi einkalífs almennings,
- og vegna aðkomu allra að ákvörðum sem þá varða með beinu lýðræði í þeim formum sem býðst.

Píratar eru praktískir, og því þverpólitískir:
Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar, ekki út frá hugmyndum um hægri eða vinstri.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband