Hve dýr má einstakur ráðherra vera?
27.8.2014 | 11:45
Viðbrögð ráðherra dómsmála við lekanum sem hennar handvaldi aðstoðarmaður hefur verið ákærður fyrir mun líklega enda á borði þingsins sem tillaga um kæru til landsdóms.
Rannsókn Umboðsmanns Alþingis er til að meta hvort hann þurfi að gera skýrslu vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds" lögum samkvæmt. Ef það verður raunin geta þingmenn ekki vikið sér undan því að leggja fram tillögu um kæru á hendur ráðherra. Þá mun ríkisstjórnin hafa slæman málstað að verja í það minnsta fram á næsta vor. Það mun veikja stöðu hennar til annarra verka. Hvort og hverjir ákveða að taka varnarstöðuna mun best sjást á árásum á Umboðsmann Alþingis. Því meðan hann nýtur trausts geta þingmenn ekki hundsað hans embættisverk.
Hve dýr má einstakur ráðherra vera? Þurfa mikilvægir embættismenn sem rannsaka möguleg brot ráðherra áfram að víkja og mikilvæg embætti að tapa trausti svo að einstakur ráðherra fái áfram að sitja?
_____________
Uppfærsla 28/08/2014 kl. 12:49:
Eftir nánari athugun er ólíklegra að ráðherra verði kærður til landsdóms, en líklegra að það verði svo óvinsælt að verja hann vantrausti að ráðherra verði látin segja sjálfur af sér.
Í skýrslunni Eftirlit Alþingis með Framkvæmdarvaldinu sem forsætisnefnd Alþingis lét gera árið 2009 kemur fram að: "Lög um ráðherra ábyrgð [sem gefa tilefni til ákæru til Landsdóms] eiga hins vegar aðeins við um fullframin brot. [...] Tilraun til brota samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum eru því sennilega refsilaus."
Í lögum um ráðherraábyrgð eru tiltekin í 8 - 10 gr. þau brot sem varða ráðherraábyrgð. Þó ráðherra virðist hafa gert tilraun til að framkvæmd lögreglurannsóknar "myndi fyrir farast" þá virðist það ekki hafa tekist vegna faglegra viðbragða Lögreglustjórans í Reykjavík sem leitaði til Ríkissaksóknara og upplýsti svo Umboðsmann Alþingis um málavexti.
Þá er aðeins um það brot að ræða hvort ráðherra "misbeitir stórlega valdi sínu." En um það ákvæði segir í skýrslunni: "Það getur verið álitamál hvenær brotið er gegn 10. gr. þar sem ákvæðið er mjög almennt orðað."
Eftir stendur skýrslan sem Umboðsmaður Alþingis er að rannsaka hvort tilefni sé til að gera lögum samkvæmt vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds." Fylgist því með árásunum á Umboðsmann Alþingis. Þar er annar embættismaður sem verður fyrir árásum við að sinna lögbundnu eftirliti með því að rannsaka möguleg brot ráðherra í starfi.
Því ef Umboðsmaður Alþingis sem er æðsta eftirlitsstofnun Alþingis með stjórnsýslunni gerir skýrslu þar sem fram koma afbrot ráðherra, þá verður erfitt að verja ráðherra vantrausti án þess að grafa undan Umboðsmanninum og embættinu.
![]() |
Óánægð með vinnubrögð umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2014 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Án vantrausts á ráðherra mun lögreglan tapa trausti.
26.8.2014 | 13:01

![]() |
Svo kom gusa af gagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væri pólitík Sigmundur Davíð, að lýsa ekki yfir vantrausti.
19.8.2014 | 13:53
Forsætisráðherra segir: Það er svolítið sérstakt að vantrauststillaga út af lekamáli skuli koma frá Pírötum. Ég hélt að þeir væru helstu stuðningsmenn leka, löglegs og ólöglegs.
En Sigmundur eins og Björn Bjarnason virðist þú gefa þér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.
Píratar telja að almenningur hafi rétt á upplýsingum - sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.
Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess. Nú sýna málaskjölin að það er mjög líklegt að ráðherra dómsmála hafi meðvitað takmarkað eftirlitshlutverk þingsins með málinu með því að villa um fyrir því og haft áhrif á rannsókn lögreglu á glæp sem aðstoðarmaður hennar hafði lengi stöðu grunaðs áður en hann var ákærður fyrir glæpinn.
Fyrir þingmenn að lýsa ekki vantrausti á slíkan ráðherra væri pólitík sem áfram mun grafa undan trausti almennings bæði á stjórnkerfinu og réttarkerfi landsins.
![]() |
Betra að klára þetta fyrr en síðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |