Ætli þeir freistist ekki til að okra líka á áfenginu?

VínÍ Fréttablaðinu í dag (bls. 11) eru birt tilmæli FÍS (Félag Íslenskra Stórkaupmanna) að þegar sala áfengis sé gefin frjáls þurfi að lækka áfengisgjöld, þar sem sérverslunum sé ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Að lokum leggur félagið áherslu á að áfengisauglýsingar verði leyfðar með takmörkunum.

Ég vil benda á að sérverslanir sem reknar eru með gróðasjónarmiðinu er ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Þetta er af þeirri einföldu ástæðu að þær þurfa að skila eigendum sínum gróða. En sérverslanir sem reknar eru með Not For Profit fyrirkomulaginu geta það. 

Svo aftur spyr ég hvert ekki sé hægt að koma á laggirnar matvörubúð, sem gæti líka selt áfengi ef það verður gefið frjálst, sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru, og áfengi, á sem lægsta verði mögulegt?

Ég er búinn að tala um þetta við marga og fólk er mjög áhugasamt.

Það sem þarf til að gera þetta að veruleika er aðeins:

1. Finna ódýrar vörur frá framleiðendum sem íslensku matvælakeðjurnar hafa ekki áhrif yfir. (Ég ætla að byrja að leita. Hvernig gerir maður það?)

2. Fjármagn sem gæti komið frá atvinnusköpunasjóði ríkisins, landssöfnun, uppgjafa búðareigenum, auðmönnum sem vilja gefa samfélaginu til baka. (Komið með tillögur)

3. Verslunarstjóra sem myndi sjá um ferlið fyrir góð laun.

VINSAMLEGAST SETJIÐ KOMMENTIN HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er miklu áhugaverðara en not-for-profit verslunin, svo ég verð að kommentera HÉR :-)   ég skal bara kommentara þar líka...

en með þessuari frétt að það er ALGERLEGA tilgangslaust að setja búsið í búðir,

í fyrsta lagi: Þeir geta ekki selt það með jafn lítilli álagningu og átvr (þó þeir þurfi ekki að byggja neinar nýjar búðir eða neitt)

í öðru lagi: við sjáum árangurinn af því að hleypa bönkum inn á húsnæðislánamarkaðinn - nú eru engir vextir eða uppgreiðslugjöld nógu há til að þeir skrimti af þessu (þó þeir kæmu nú inn með voðalega næs tilboðum... að vísu með endurskoðunarákvæðum svo þeir gætu pumpað upp viðskiptin síðar)

nei - fákeppni og einokun er ekki skárri kostur en ríkisrekstur, að minnsta kosti meðan ríkisstofnanirnar hafa rétt markmið, að veita þjónustuna á kostnaðarverði - það eru í raun not for profit stofnanir, ekki satt?   

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Gullvagninn. Alltaf góður!

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað er ríkisrekstur annað en lögboðin einokun?

Heldur einhver að glæsiverslanir ÁTVR á bestu stöðum í vinsælustu verslunarkjörnunum séu kostaðar af himnasendum seðlabúntum?

Hver er annars hin meinta lága álagningarprósenta af áfengi? Ég sakna þeirrar tölu. Mikið. Hjálp!

Svo er sjaldgæft að sjá ríkiseinokun á áfengissölu réttlæta með hagkvæmnissjónarmið fyrir kaupendur áfengis í huga. Skoðanasystkyni ykkar í ríkiseinokuninni á Alþingi eru a.m.k. að berjast fyrir takmörkun á aðgengi að áfengi og hækkun á áfengisgjöldum. 

Er ÁTVR að senda út misvísandi skilaboð sem neytenda-talsmenn og forsjárhyggju-talsmenn tyggja upp, eftir því hvað hentar?

Já og hvað með að heimfæra orð ykkar um meinta hæfileika ríkisins í smásölu upp á t.d. smásölu á mjólk og kjöti (sögulega vel þekkt dæmi á Íslandi)? Eða er e.t.v. útúrsnúningur og fortíðartal að gera það? 

Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband