Mun VG verja ólöglegar skipanir dómara?

SÁAKJSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut lög við skipun dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Ef Hæstiréttur staðfestir dóminn þá eru eflaust fáir sem í alvöru treysta Sigríði fyrir því að misnota ekki vald sitt sem dómsmálaráðherra.

Svo ef Katrín Jakobsdóttir skipar Sigríði áfram dómsmálaráðherra þrátt fyrir dóm héraðsdómstóls og hæstiréttur staðfestir dóminn mun ég leggja fram vantraust á Sigríði í þinginu. Að sjálfsögðu.


Stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn mun þá eflaust þýða að VG mun verja ráðherra sem misnotar vald og skipar dómara pólitískt. Hvað segja kjósendur VG um það? - Deilið og taggið vin í VG.

Katrín Jakobsdóttir vissi vel í vor að Sigríður væri að brjóta lög við skipan dómara í landsrétt því hún vann málið með mér og Sigurði Inga í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skrifaði undir nefndarálit sem gagnrýndi skipanirnar.

Þetta sagði Katrín um dómaraskipanir Sigríðar í þinginu í vor:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað gerist um áramótin þegar Landsréttur tekur til starfa?

Nú, þau áfrýjuðuðu mál sem hafa ekki enn verið flutt í Hæstarétti þann 1. janúar næstkomandi, munu sjálfkrafa færast til Landsréttar, þar á meðal það mál sem hér um ræðir.

Svo mun það koma í hlut hins nýja Landsréttar að skera úr um það hvort dómarar réttarins hafi verið löglega skipaðir.

Öfugsnúnara gæti það varla orðið í leikhúsi fáránleikans.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smá leiðrétting.

Þetta á víst aðeins við um sakamál en ekki einkamál.

Þrenn mismunandi lög hafa verið samþykkt sem benda öll í sitthvora áttina hvað þetta varðar og þar sem þær breytingar sem þau gera hvor á öðrum hafa ekki verið felldar inn í lagasafnið á vef Alþingis er ómögulegt að átta sig á því hvað er gildandi réttur.

Til dæmis hvort áfrýjunarfrestur er þrír mánuðir samkvæmt núgildandi og eldri lögum, eða hvort hann verður fjórar vikur ef máli er áfrýjað strax eftir áramót. Lögin virðast hreinlega ekki svara því hvað skuli gilda um mál þar sem 1. janúar verða meira en fjórar vikur en minna en þrír mánuðir síðan dæmt var í héraði.

Það er greinilega snúið að vera áfrýjandi á Íslandi í dag en af þessari óvissu stafar ógn við réttaröryggi borgaranna sem er með öllu óviðunandi í 21. aldar (svokölluðu) réttarríki. Er einhver von til þess að Alþingi greiði úr þessu rugli fyrir áramót?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 19:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Svo ef Katrín Jakobsdóttir skipar Sigríði áfram dómsmálaráðherra "

Ég beini þeim tilmælum til háttvirts þingmanns, Jóns Þórs Ólafssonar, að kynna sér stjórnsýslulög. Forsætisræaðherra kemur hvergi nærri því að skipa ráðherra. Það gerir Forsetinn.

Hún hefur ekki tillögurétt um ráðherraskipan í öðrum flokkum en sínum eigin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2017 kl. 22:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það kemur ekki fram í stjórnsýslulögum heldur stjórnarskránni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 22:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minn að taka enn eitt pólitískt selfí til að réttlæta fjögurra milljóna launahækkunina sem hann er svo andvígur og þiggur? Allt út á EF forsætisráðherra skipar í embætti, sem er ekki á hennar valdsviði að gera samkv. stjórnarskrá.

Stjórnarskrárriddarinn sjálfur, svona illa að sér í stjórnarskránni? Mætti hann kannski ekki á þingmannanámskeiðið? 

Það er ákveðið afrek og frumkvöðlastarf hér að byggja sér strámenn svona fyrir opnum tjöldum? Býst við að þetta vegi upp á móti hjásetum í nær öllum atkvæðagreiðslum og gefi hugmynd um að þú sért í vinnunni.

Er ekki rétt að þú farir bara að smíða aftur Jón? Eru þrettán millur á ári fyrir ekki neitt of gott til að slá höndum gegn?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2017 kl. 04:32

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Shimmer down. Þið eru búnir sem flokkur enda menn innan ykkar raða sem jafnast á við stórstríðs-glæpamanna á heimsvísu sem hafa kostað hundurðir manna lífið vegna uppljóstranna á leyniskjölum. Segja svo að mannslíf skipti engu máli í baráttunni.

Þú hefir vonandi horft á þáttinn um Wikileaks í gærkveldi en þar sást augljóslega að margir þeirra manna voru geðtruflaðir og einmanna sálir sem höfðu ekki hemil á sér og sínum gjörðum.

Valdimar Samúelsson, 30.11.2017 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband