Við fjölskyldan höfum skoðað búsetuna á Stúdentagörðunum.

Við fjölskyldan höfum skoða búsetuna á Stúdentagörðunum, og finnst
rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.

Það þykir almennt réttmætt að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og nú líða bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að ég yrði áfram í þingstarfinu. Við fjölskyldan flytum því eins fljótt og verða má.

Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.

Það er búið að afnema að tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerði lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Það var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara við tekjuskerðingar vegna sambúðar og öryrkjar í sambúð einnig. Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.

Varðandi húsnæðisvandan á Íslandi þá er löngu kominn tími að ríki, sveitafélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman og styðji með afsláttum af opinberum gjöldum og þolinmóðu fjármagni við byggingu íbúða hjá sjálfstæðum leigufélögum sem standa öllum opin. Markaðurinn er ekki að sinna þessu og það er krísa. Við Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR funduðum í síðustu viku til að finna leiðir til að þrýsta á þetta. Við látum ykkur vita meira um það í mánuðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða annarri fjölskyldu ætlið þið þá að ryðja út af almenna leigumarkaðnum í staðinn fyrir þá sem fær inni í fyrrverandi íbúð ykkar á stúdentagörðunum?

(Já, þetta er nefninlega núllsummu leikur!)

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2017 kl. 21:21

2 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór !

Haskið ykkur þá: þið Ragnar Þór / ekki veitir af.

En - Lífeyrissjóða sukkið vil ég:: sem MARGIR annarra FEIGT, í ljósi þess viðbjóðs, sem innan þeirra og utan hefir viðgengist, áratugunumn saman, Jón Þór.

Og: fá peningana til baka: möglunarlaust.

Leggir þú í að svara mér: á annað borð (ekki ertu svo duglegur að svara mér á mínu netfangi allavegana Jón minn (oskarhelgi1958@gmail.com), hingað til, að minnsta kosti.

Spýttu nú í lófa þína Malbikunar fræðingur góður - , og rektu af þér slyðruorð hiks / fums og fáts, Jón Þór Ólafsson ! 

Með: sæmilegum kveðjum, að þessu sinni - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 21:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott og þarft mál Jón Þór.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2017 kl. 22:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi ákvörðun hefði líklega ekki verið tekin nema fyrir það að málið varð opinbert????  Einhverjir myndu kalla þetta HRÆSNI.

Jóhann Elíasson, 3.4.2017 kl. 22:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að heyra að menn eru að hugsa um að taka á húsnæðismálum. Svo er að sjá verkin.

Annars finnst mér þetta upphlaup gegn þér persónulega vera stormur í kaffibolla og ómaklegt. Annars ágætt að þið fáið líka að kenna á svipuðum stríðsæsingum og flokkur ykkar hefur staðið fyrir og einmitt eins og þú sagðir sjálfur í yfirlýsingu að nýta sér reiði fólks og beina henni í áttir sem hentar pólitískum spuna hverju sinni. Takes one to know one.

Átt alla mína samúð samt. Þessi landlæga rætni og miskunnarleysi í garð opinberra þjóna hefur orðið til þess að flestir sem hafa einhverja sjálfsvirðingu hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa kost á sér til þingsetu. Fyrir vikið fáum við þetta hrat æsingamanna, lýðskrumara og tækifærissinna til að stjórna landinu.

Þið hafið í orði rætt um að bæta þurfi og aga umræðukúltúrinn á þingi og almennt. Þessi Ad Hominem kúltúr hefur skemmt meira en margan grunar og staðið í vegi fyrir hagsmunamálum. Nú er að ganga í málið. Það er best gert með fordæmi.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 01:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars varðandi húsnæðismarkaðinn, þá lýst mér illa á þá þróun að fólk sé neytt til að leigja af búsetufélögum, eða eignarhaldsfelögum sem fá óhindrað að kaupa upp íbúðarhúsnæði. Stefnan er að því er virðist að gera alla að leiguliðum örfárra lénsherra.

Fólk vill geta keypt húsnæði, stækkað við sig eða minnkað við sig. Þessi gríðarlegu uppkaup hinna efnameiri hafa kæft þennan markað. Það er slegist um eignir og yfirboð gríðarleg. Oftast hafa hinir fjársterku sjóðir og fasteignafélög betur þar.

Þetta er óheillaþróun. Það þyfrti að setja þröng takmörk á það hvað fasteignafélög eða einstaklingar geta keypt upp af íbúðarhúsnæði. Staðan er ekki betri úti á landi, vegna fáránlegs mismunar á fasteignaverði. Það byggir engin 40 milljón króna hús sem metið verður á 25 milljónir.

Kannski verður bragarbót úti á landi þegar atgefisflóttinn byrjar frá borginni fyrir alvöru.

Veit einnig mörg sæmi þess að ungt fólk úti á landi hefur þurft að draga sig út úr námi eða leita erlendis vegna húsnæðisskorts eða gríðarlegrar leigu.

Ísland er alveg sér á báti með þetta. Oftast höndla fasteignafélög með iðnaðar og skrifstofuhúsnæði erlendis en láta íbúðarmarkaðinn eiga sig að mestu. Væri vert að skoða hvort einhver lönd hafi takmarkanir á svona eignarhaldi.

Þetta er nánast lenskipulag að verða og líf og viðkomuöryggi fólks að verða komið í hendur örfárra lénsherra. Restin í félagslegar legokubbaíbúðir eða gáma. Þeir sem eiga fasteignir hafa kosið að nýta þær sem airbnb og þrýst enn fleiri út í húsnæðisleit. Það er einfaldlega meira út úr því að hafa en hinu. Myndin er alvarlega skekkt og afleiðingarnar eiga sér margakonar neikvæð margfeldi út í samfélagið. Fyrir mer er þetta disaster, en stjórnmálamenn loka bara augunum fyrir því.

Kannski þarf að bæta í mannréttindakaflann að fólk eigi rétt á vist í mannvænu umhverfi. Eigi rétt og kost á persónulegu, felagslegu og fjárhagslegu öryggi.

Lausnirnar sem nú fljuga meðal pragmatískra stjórnmálamanna eru ekki að taka á hinum raunverulega vanda.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 02:21

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flott úttekt hjá þér um húsnæðismálin, félagi Jón Steinar. cool

Ég er sammála þér, að þessar nornaveiðar gegn nafna þínum, eru ekki byggðar á sterkum grunni. Það er skiljanlegt að vilja vera í stúdentaíbúð með hagstæða leigu, hvers vegna að kasta því frá sér þó tekjurnar hækki? Auk þess er þingmennska eitthvað sem getur verið horfið á morgun og sama má segja um sambúð eða hjónaband, auðveldlega getur slitnað upp úr þeim.

Þetta segi ég þó ég sé mikill andstæðingur ruglaðrar stefnu Pírata, a.m.k. í þeim málaflokkum þar sem þeir hafa stefnu, eins og innflytjendamálum og dekri þeirra við Íslammyrkrið. Þar eru alveg næg tilefni til að sækja gegn þeim og óþarfi að ráðast á menn fyrir að vilja spara sér einhverjar krónur.

Theódór Norðkvist, 4.4.2017 kl. 09:29

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Þór. Undarlegt mál að mega ekki búa hjá konunni sinni? Varla hefur þú hugsað þér að vera á þingi í marga áratugi?

Það hefur hingað til ekki verið gerð krafa um að fólk flytji úr híbýlum og í tjald eða vegavinnuskúr, ef það hefur verið kosið tímabundið á þing. Alla vega ekki mér vitanlega?

Það er mikið rót á alþingi Íslands, og ekki hafa allar stjórnir setið út kjörtímabilin. Það er líka mikið rót að þurfa að flytja úr búsetuúrræðum sínum fyrir tímabundna óvissutíma vinnu.

Það þarf eitthvað að endurskoða og útskýra betur hugmyndina á bak við þetta bull áróðurdagblaðanna að þú megir ekki búa hjá konunni þinni. Fjölmiðlar sem ætla að múgæsingapenna reka maka ýmissa tímabundið opinberlega starfandi einstaklinga út af heimili vegna óverjandi og órökstudds múgæsings?

Hvað er að ritstjórum sumra dagblaða/netmiðla?

Þú gætir verið orðinn atvinnulaus eftir mánuð, og þá er konan þín á götunni vegna rugls fjölmiðla/ritstjóramafíu?

Hvað er að í Íslensku samfélagi?

Hvar búa þinghertökuhótandi ráðuneytisstjórar,

bankanna bakrjómatoppar,

höfuðaurar lífeyrissjóðanna,

dópandi stórútgerðarstjórar,

og fl. ósnertanlegir og kúgandi flottræflar þessa bankarænda brotna samfélags?

Sumir fjölmiðlar/netmiðlar finna sér tilhæfulaus og óskiljanleg smámál til að fjasa og fjalla um. Líklega til að sleppa við ábyrgðina á að fjalla um stóru alvöru og hættulegu vandamálin á Íslandi og í heiminum öllum.

Jón Þór. Í goðanna og guðanna og englanna bænum, ekki hlusta á þetta bull í múgæsings áróðurspennum netmiðla/dagblaðarisaeðlanna.

Sundrung er þeirra fjölmiðla illgjarna en vel mafíugreidda takmark, í of mörgum tilfellum. Of margar fjölskyldur hafa lent í lögmannavörðum bankaránum, forsendubrestum og kaupmáttarsvikum. Og fjölmargar fjölskyldur sundrast þar af leiðandi, vegna lögmannameðvirkni fjölmiðla með glæpafjármálakerfi heimsins og á Íslandi.

Ekki láta þessa fjölmiðlanna baktjalda fjanda hrekja konuna þína á götuna! Er hún ekki útlendingur, sem lögmennirnir bíða eftir að geta braskað með á markaðs mansalsvítinu Íslandi?

Svei þessu valdmisbeitandi glæpalögmanna/dómara liði út um allt samfélagið sundraða, löglausa og stjórnlausa!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2017 kl. 11:02

9 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Takið þið eftir: aðrir skrifarar og lesendur / sem gestir Jóns Þórs, hversu örðugt honum virðist, að svara okkur einu né neinu, hér: á hans spjallþræði sjálfs ?

Gæti verið - að Skoska og Írska (talandi: um hörmulega samsetningu íslenzka þjóðarbrotsins / eins: og Jónas fyrrum Ritstjóri Kristjánsson m.a., hefir margsinnis bent á, í sínum pistlum) þýlindis genafarganið í honum geri að verkum, að hann þykist of góður eða veikburða jafnvel, til almennilegra rökræðna: yfirleitt ?

Gaman verður alla vegana: að sjá RAUNVERULEGA tilburði Jóns Þórs, til afléttingar Kjararáðs scandalsins frá því í Október s.l., eins og hann vildi þó gefa til kynna opinberlega, í Októberlok/ Nóvember byrjun 2016 t.d., misminni mig ekki, gott fólk.

Með sömu kvaðjum - samt, sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 13:18

10 identicon

.... kveðjum: átti að standa þar, vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 14:19

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar Helgi. Hvað áttu við í síðasta svaraskrifta kafla?

Hver stjórnar alþingi?

Alþingi, sem stjórnað er af glæpaverkferlanna ráðuneytisstjórum?

Ráðuneytisstjórum, sem hóta mannorðsmorði, eignamissi og atvinnumissi á Íslandi, ef þeir voga sér að segja eða gera eitthvað sem ekki er ákveðið af lögmanna/dómara-mafíu heimsveldisbankastjórnar?

Allir vilja taka þátt í þessum nútíma krossfestingum og gálga aftökum valdalausra einstaklinga, í boði múgæsings fjölmiðlalögmanna og dómaramafíu?

Finnst engum neitt athugavert við andlega ofbeldið og kerfisfjölmiðlastýrt samfélagsútskúfunar villimannaeineltið?

Hvað þarf að gerast á Íslandi til að almenningur Íslands og heimsins skilji hvaða öfl stjórna, pynta, kúga og drepa?

Svaraðu nú öllum mínum spurningum, Óskar Helgi.

Verða ekki allir að svara?

En ekki bara sumir!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2017 kl. 18:07

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Theodór. Píratarnir eru sannarlega breyskir og sýna sig nú vera nákvæmlega sama embættismannaliðið og restin. Ekkert nýtt hefur komið með tilkomu þeirra. Bara meira af því sama og fólk er að átta sig á því.

Ekki að undra þótt tiltrú minnki, þegar þeir eru lagstir á sveif með Ólafi Ólafssyni og fleiri bandíttum í að bua til skortstöðu á húsnæðismarkaði til að gíra upp leigu og fasteignaverð. Kaupþingsbraskarinn Halldór Svansson er meira að segja að færa þeim félagslega kerfið lika, syggur fyrrverandi vinnuveitanda.

Gamla sambandsmafían þarf náttúrlega einhvern málsvara þegar framsóknarflokkurinn er í veikindafríi. Píratar eru að standa sig þar. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 20:02

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skil núna af hverju þeim er svona illa við hægri/vinstri skilgreiningu stjórnmála. Þeir vilja náttúrlega hafa olnbogarúm til að leika báðum megin borðsins. Holdbirting tækifærismennskunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 20:06

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Steinar. Hverjum treystir þú best í stjórnsýsluspillingu dómara/lögmanna-svikanna á Íslandi?

Kannski sýslumannaembættum og handrukkurum dópviðskipta-höfuðpaura-bankainnheimtu/útvegsvillimönnum, sem ræna heimilum af okurbankarændum og kaupmáttar/forsendubrests-bankasviknum almenningi?

Það þarf að rökstyðja á verjandi hátt, með undangengnum dómsferlis réttsönnunum og siðmenntuðum vörnum, áður en fólk er lögmanna/sýslumanna/dómstóla-rænt og dæmt sem bankarændir öreigar.

Eða hver er annars tilgangur dómstóla og lögmanna í siðmenntuðum lögsetnir réttarríkjum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2017 kl. 20:23

15 identicon

Sæl: að nýju !

Anna Sigríður !

Mér er sönn ánægja: að verða við beiðni þinni, en, ....... hvet þig samt til, að gera sams konar kröfu, til handa Jóni Þór síðuhafa, ekki síður.

I. Alþingi - allt frá endurreisn þess, árið 1845, hefir verið stýrt af innlendum fjárplógs- og prívat hagsmuna öflum / burt séð frá hinum Konungkjörnu, fyrstu áratugi þess.

II. Ráðuneyta stjórar: margir þeirra, hafa vitaskuld haft hönd í bagga með alls lags laga klásúlum ærið broguðum / oftlega:: almanna hagsmunum til vanza og tjóna, einna.

III. Jú - jú. Guðmundur Árnason, fjármálaráðuneytisstjóri (og formaður stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda / vel á minnst) sýndi okkur ákveðna takta gagnvart Haraldi Benediktssyni þingmanni (D) í fyrra, og má furðu sæta, að Haraldur skyldi ekki fylgja almennilegri gagnsókn eftir, á hendur Guðmundi.

IIII. Ekki kannski allir: kjósa þátttöku í þeim efnum (varðandi 4. fyrirspurn þína, til mín) en þó nokkuð margir, ef eftir yrði leitað.

V. Kerfis fjölmiðlastýrða áreitið - kjósa jú margir yfir sig. sbr. niðurstöðu hinna dæmalausu kosninga, þann 29. Október, t.d.

VI. Færeysk og Grænlenzk yfirtaka: á hófsemdar nótum Inúíta og nágranna okkar í austri, kynni að leiða til raunverulegra umskipta / sem stakkaskipta hér á landi en, ............. á því byggðist liðveizla hugsandi fólks líka (hér heimafyrir), að sjálfsögðu.

VII. Jú: allir þeir, sem vit og getu og þor hafa til að bera, eiga að geta svarað þeim fyrirspurnum hnökralaust, sem að þeim er beint - hverju sinni, að sjálfsögðu.

Ég hefi þá - svarað þínum öllum spurningum , eftir minni beztu getu tel ég vera, Anna Sigríður. 

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband