Mikilvægt að Bjarni Ben sjái áfram um afnám hafta

Bjarni Ben hefur sem fjármálaráðherra verið með hafnám hafta í faglegu ferli. Markmiðið hefur verið að finna leið sem tryggir efnahagsstöðuleika og réttarstöðu landsins í þeim vandasömu aðgerðum. Það eru miklir hagsmunir í húfi og sem verkstjóri hefur Bjarni sýnt mikilvæga fagmennsku og yfirvegun. 

Nú hefur Sigmundur Davíð skyndilega tekið við verkstjórninni. Ekki vanmeta freistingar sitjandi forsætisráðherra að fara í stríð til að auka fylgið. Hvatvísi og ósveigjanleiki geta verið góðir eiginleikar við viss verkefni. Við afnám hafta er mikilvægt að Bjarni Ben standi áfram fastur á því að verkefninu sé stýrt af fagmennsku og yfirvegun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skortur á afstöðu Pírata í þessu máli vekur hjá mér kvíða. Hætt er við að fylgisaukning síðustu vikna hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar veruleiki gjaldeyrishruns, óðaverðbólgu og hruns lífskjara gerir vart við sig í kjölfar afnáms hafta. Þá verður of seint að hvetja til borgaralegrar óhlýðni. Allavega fyrir Pírata. 

Toni (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 12:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Toni, á þá ekkert að afnema höftin?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2015 kl. 12:40

3 identicon

Kannski ekki. Hugsanlega bara veita undanþágur sem þjóna almannahagsmunum. En líkast til verða höftin lögð niður og þá á kostnað almennings - ekkert nýtt þar á ferð. Hef leyft mér að vona að Píratar vakni af þyrnirósarblundi sínum áður en það verður um seinan.

Toni (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 13:34

4 identicon

Hefur Jón ekki hugmyndaafl í að sjá fyrir sér að forsætisráðherra og fjármálaráðherra vinni málið saman. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 14:30

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Sammála Tona hérna. Það væri synd ef að Píratar myndu sólunda frábæru tækifæri til þess að verða afl til breytinga með hirðuleysislegri aftöðu til lykilmála eins og losunnar hafta eða efnahagsmála almennt.

Ég held að við þurfum ekki að óttast að forsætisráðherra verði of stríðsglaður í þessu máli. Við þurfum fyrst og fremst að óttast að hann verði það ekki.  

Benedikt Helgason, 12.4.2015 kl. 19:21

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég get ekki betur séð en að Jón hafi tekið sína afstöðu í málinu...

"Bjarni Ben standi áfram fastur á því að verkefninu sé stýrt af fagmennsku og yfirvegun"

Fatta nú ekki alveg hvað þið eruð að tala um, amk. m.v. textann sem Jón skrifar.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.4.2015 kl. 22:15

7 identicon

það kemur mer virkilega a óvart hvað spillingin a Íslandi er mikil

http://vald.org/greinar/150326/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 22:15

8 identicon

Er sjálfstæðisflokknum treystandi fyrir þessu verkefni? gott og vel ef það er afstaða pírata þá standa þeir og falla með því. Og ef Jón veit hvernig áætlunin gengur fyrir sig þá hlýtur hann að upplýsa okkur hin sem á endanum borga brúsann, svona í þágu gagnsæis og lýðræðis ekki satt? Ef hann hins vegar veit ekki hvernig áformað er að borga nokkra milljarða evra og dollara til hrægammasjóða á Wall Street og Canary Wharf á kostnað íslenskra skattgreiðenda hvernig getur hann fullyrt að Bjarni Ben haldi rétt á spilunum? Jón gerir vonandi grein fyrir þessu öllu saman næst þegar hann kíkir á bloggið sitt. 

Toni (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 22:38

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er Jón Þór Ólafsson að tilkynna flokkaskipti undir rós.

Er það gott að Pirataþingmaðurinn treystir Sjálfstæðisflokknum í afnámi gjaldeyrishafta á Islandi?

Ekki það að það eru gjaldeyrishöft alstaðar í þessari vesælu viðskiptaveröld, t.d. hér i USA, ef eg geng með eða sendi $10,000 þá þarf að tilkynna yfirvöldum að ég er að gera það.

Operation choke point (hold) er á fullu lífi í þessari aumu veröld sem við eigum samleið með.

Um að gera að googla operation choke point (hold) og sjá hvað kemur upp a teninginn, so to speak.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.4.2015 kl. 23:56

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn þorir að segja sannleikann um hvernig spilað er á allt og alla, með fjölmiðlalygum og bankaránsframkvæmdum.

Allir ætla núna að styðja "réttu" klíkuna á mafíulandinu Íslandi. Til að halda ofurbónusum og öruggri vinnu hjá bankaræningja-glæpaheimsveldinu. Til að tryggja eigin völd og framfærsluöryggi í heimsglæpasamfélagi.

Seint í gærkvöldi horfði ég á mjög góða mynd á RÚV, sem heitir: Valkyrja. Takk fyrir það myndefni á RÚV.

Ég mæli með að allir landsmenn horfi á þá frábæru mynd.

Og hugsi vel og vandlega út í hversu stoltir afkomendur þeirra baráttumanna fyrir réttlætinu geta verið í dag, sem voru drepnir í lok myndarinnar. Þeir voru drepnir fyrir það að skipuleggja aftöku á forstjóranum Himler, og hans helsjúka skítverkaþræli, Hitler. Sem mistókst.

Valdasjúku djöflastyrjöldinni bankaránshelsjúku var stýrt af öðrum heldur almenningi hefur verið sagt.

Að lifa, starfa og deyja fyrir það að verja réttlætið og sannleikann, er einn mesti heiður sem hægt er að öðlast hér á jörðu. Sumir hafa orðað Jesú Krist í því sambandi. Ég trúi því að allir sem berjast á kærleiksríkan, óeigingjarnan og fórnfúsan hátt fyrir réttlætinu og sannleikanum séu sams konar Jesúsar og talað er um í dæmisögunni.

Það sem við getum lært af mistökum fyrri tíma verka, er að engin leysir vanda morðóðra og sjúkra valdamanna, með því að myrða þá valdasjúklinga.

Um það snýst í raun almáttugi algóði kærleikurinn, að kærleikurinn og heimsfriðurinn fæst ekki með því að drepa valdasjúklingana, heldur að lækna þá sjúklinga.

Sagt er að guðsorkan hafi gefið okkur vit og frjálsan vilja til að elska og biðja, með þeim náðargáfum sem almáttug guðsorkan gaf. Það er til góð og vond orka. Vonda orkar fær aðgang að þeim sem ekki biðja um vernd, hjálp og blessun góðu orkunnar. Þar hefur sagan alla vega sagt okkur satt.

Náðargjafir almættisins ósýnilega og algóða voru ekki ætlaðar okkur mannskepnunum, til að misnota þær vitsmunanáðargjafir, til að ræna og drepa annað fólk, sem ekki er sammála heimsveldisbankaráns-öflunum tortímandi.

Óbein rán og dráp siðlausa nútímans eru síður en svo skárri en bein rán og dráp siðlausu fortíðarinnar, í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Það kaupir sig enginn frá sannleikanum, því sannleikurinn er ekki söluvara kaupmanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2015 kl. 01:07

11 identicon

Það eru náttúlega mörg ár síðan, að það átti að setja slitabúin til skiptaráðanda, og best væri að byrja á því, síðan verður að hefja málarekstur til heimtu þessara 300 miljarða, sem neyðarlögin tala um að fara eigi til heimilanna, Víglundarmálið.Síðan á eftir að meta það tjón sem ólögleg gengisbundin lán hafa valdið þjóðinni, bæði heimilum og fyrirtæktli ætli það geti ekki verið ca. 1000 miljarðar. síðan er ekki hægt að sjá annað en útfærslan á verðtryggðum lánum sé kolólögleg, bannað er að hlaða verðbótum og vöxtum ofan á Höfuðstólinn.

Síðan er sjálfsagt að leggja 75% stöleikagjald á restina.tongue-out

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 21:19

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það eru engin höft á heiðarleg viðskipti.

Það er aðein verið að koma íslensku fjármálabókhaldi, sem við köllum peninga, yfir í útlendan gjaldeyri.

Er þetta löglegt?

Það er óþarfi að láta spila með sig áfram.

Fjármálin, peningabókhaldið.

Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.

Bólur, "KLIKK, PIKK, BRELLA, BRELLA."

SJÓÐUR "0"

Egilsstaðir, 29.04.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.4.2015 kl. 18:35

13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Nótur, kvittanir, peningur er færanlegt bókhald.

29.04.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.4.2015 kl. 18:38

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Reynt að skýra peningakerfið.

Nótur, kvittanir, peningur er færanlegt bókhald. 

Egilsstaðir, 29.04.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.4.2015 kl. 18:54

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þarna kom athugasemdin ekki inn strax.

Vinsamlega henntu annari samstæðunni út, og þá þessari beiðni um leiðréttingu.

Þakk.

Egilsstaðir 29.04.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 29.4.2015 kl. 18:59

16 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hví skildi einhver formaður stjórnmálaflokks, vilja láta bendla sig við það,

 breyta bókhaldsfærslum einkabanka í gjaldeyrisskuld Íslendinga?

ooo

Sá gerningur verður minnisvarði til framtíðar, þess stjórnmálaforingja,

sem það gerir.

Egilsstaðir, 29.04.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.4.2015 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband