Eru viðurtekin sannindi um hitnun jarðar köld hlutlaus vísindi?

Þegar einhver afstaða, vísindaleg eður ei, hefur mikla pólitíska hagsmuni að baki sér er gott að  spyrja sig hvort afstaðan og rökin á bak við hana séu algerlega hlutlaus, eða hvort þau séu keyrð áfram af hlutdrægum pólitískum hagsmunum.

Ný ísöldFyrir nokkrum áratugum átti sér stað kólnunar tímabil á jörðinni og, eins og margir muna, talaði vísindasamfélagið um hugsanlegt upphaf nýrrar ísaldar. Vísindamenn sem á þeim tíma töluðu um möguleika á hitnun jarðar var ýtt út í kuldan.

Þessir vísindamenn héldu samt áfram að gagnrýna viðtekinn „sannleika“ þess dags um nýja ísöld og rökhyggja hinnar vísindalegu aðferðar fór að kæla niður tilfinningahita hræðsluraddanna. Þessum mönnum getum við þakkað að í dag sjáum við möguleika á hitnun jarðar vegna útblástur manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er hin nýi „sannleikur.“

Hitnun jarðarKenningin um að hitnun jarðar sé af mannavöldum kveikir eðlilega mikinn tilfinningahita og hana ber að taka alvarlega, því ef rétt reynist gætum við orsakað gríðarlegar hamfarir, en í dag eru vísindamenn sem segja að gögnin styðji ekki þá kenningu, og þeim er ýtt út í kuldan.

Það er gott að vera inni í hitanum með öllum hinum, en verum ekki hrædd að hlusta á vísindamenn sem ýtt hefur verið út í kuldan fyrir að fylgja hinni vísindalegu aðferð og gagnrýna hinn viðtekna „sannleika.“

______________________________________________________
Mynd Al Gore „An Inconvenient Truth“ var mjög sannfærandi, en önnur mjög sannfærandi heimildarmynd „The Great Global Warming Swindle“, sem nýlega var sýnd á Channel 4 í Bretlandi, hrekur niðurstöður hennar og gefur aðrar skýringar á hitnun jarðar. Nú veit ég ekki hvað er rétt í þessum málum, en ég ætla að hafa opinn huga fyrir þeim sem á vísindalegan hátt gagnrýna viðurkennd „sannindi.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er búinn að sjá Al Gore myndina og finnst mér eins og þú mjög sannfærandi, ætla að kíkja á hina. góður! pistill í morgunsárið.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 06:12

2 Smámynd: Eiríkur Briem

Svarið við spurningu þinni er já.  Það mætti kannski frekar segja að þau séu"heit hlutlaus vísindi"

Eiríkur Briem, 2.4.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband