Staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar varðar alla landsmenn.

Vatnsmýrin í ReykjavíkÁ fundi með fulltrúum borgarstjórnar fyrir rúmu ári spurði ég hvort þeir væri hlynntir því að allir landsmenn kæmu að ákvörðun um staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar því sú ákvörðun varðar jú alla landsmenn. Landsmenn allir greiða með sköttum fyrir ýmsa þjónustu sem aðeins er byggð upp og veitt í höfuðborginni og nálægð við hana skiptir landsmenn máli. Það er stutt úr Vatnsmýrinni í mikið af þeirri þjónustu. Svarið var eitthvað á þá leið að þetta væri nú skipulags ákvörðun Reykjavíkur.
 

Það er rétt að lögum samkvæmt er þetta skipulagsákvörðun yfirvalda í borginni. Samkvæmt grunnstefnu Pírata eiga þó allir rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar og þessi ákvörðun varðar alla landsmenn. Svo ef breyta þarf lögum um skipulagsvald Reykjarvíkurflugvallar til þess þá á sú breyting rétt á sér.


mbl.is Alþingi taki yfir Vatnsmýrina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já þetta er rétt hjá þér Jón Þór. Hvað sem hverjum finnst um dreifbýlinga, þá eiga þeir margir hverjir enga möguleika á að ferðast til höfuðborgarinnar án flugsamgangna. Vegakerfið er meir og minna ónothæft stóran hluta af árinu, vegna snjóaófærðar. Það skiptir ekki máli hvað fólk segir um þetta mál, heldur hvernig staðreyndirnar eru í raun.

Flugsamgöngur eru gífurlega dýrar fyrir dreifbýlinga. Ekki veit ég hvar þeim er ætlað að lenda, til að nálgast höfuðborg Íslands. Aukakostnaður vegna ferðakostnaðar frá þeim ónefnda leyniflugvelli, er einungis mögulegur fyrir þá sem eru launaháir. Samtímis er verið að skerða heilbrigðisþjónustu í dreifbýlinu?

Það liggur við að ég sé farin að skilja hvers vegna dreifbýlið þorir ekki að leggja jafnt vægi atkvæða landsins alls, í valdahendur fárra valdapostula höfuðborgarsvæðisins. Þó trúði ég eitt sinn að rétt væri að jafnt vægi atkvæða væri það eina rétta. En þegar höfuðborg Íslands ætlar að afskrifa allt svæði utan Reykjavíkur, þá spyr ég bara: hvað heitir höfuðborg dreifbýlis Íslands?

Ég verð að viðurkenna fávisku mína, því ég veit ekki hvað höfuðborg dreifbýlis Íslands heitir. Höfuðborg Reykjavíkur og nágrennis er víst bara fyrir Reykjavík og nágrenni? Hvað er fólk almennt að hugsa í sambandi við dreifbýlið?

Ætla valdasiðblindingjarnir í embættiskerfinu að ferðast á einkaþyrlum milli landshorna yfir ófærðartímana, sem er meiri parturinn af árinu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2014 kl. 14:31

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón Þór.

Ég tek undir með þér, líkt og ég geri reyndar iðulega við skemmtilegar og málefnalegar bloggfærslur þínar.

Ég verð þó að hryggja þig með þeirri skoðun minni, að álit mitt á flokksbræðrum og enn frekar systrum þínum er vægast sagt af skornum skammti, eins og nú síðast vegna vanhugsaðs stuðnings borgarfullrtúa ykkar við ákvörðun spillts meirihluta borgarstjórnar varðandi lokun Reykjavíkurflugvallar

Jónatan Karlsson, 7.11.2014 kl. 20:26

3 identicon

Samkvæmt grunnstefnu Pírata eiga þó allir rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varða...samt hafði nágranni minn (fo.. pírati) ekkert samráð við mig þegar hann ákvað að setja bílinn sinn í gang og vekja mig fyrir hádegi. Og hann grillar að mér óspurðum þó vindurinn standi til mín. Mig varðar um það hvað er að ske hjá nágrönnunum en samt fæ ég ekki að koma að ákvörðununum.

Eins vill ég, sem skattgreiðandi, koma að ákvörðunum um hvort leggja skuli alla þessa vegi, jarðgöng og ferjur sem ég nota aldrei og kem ekki til með að nota nokkurntíman en þarf samt að borga. Þetta er greitt af skattfé og því ætti ég að fá að koma að ákvarðanatökunni. Þetta varðar mig. Látum kjósa um það hvort við viljum lægri skatta eða vegi á landsbyggðinni. Hvort skattgreiðslur mínar fari í lækna á landspítalanum eða landsbyggðinni. Þetta varðar mig.

Væri hér alvöru lýðræði og jafnræði einstaklinganna í öllum ákvarðanatökum, a la píratós, þá er nokkuð ljóst að höfuðborgarsvæðið væri eini staðurinn á landinu sem hefði vegi, lækna, skóla og löggæslu. Sömdu dýrin í Hálsaskógi grunnstefnu pírata?

Þó einhvern varði um eitthvað þá er ekki þar með sagt að það gefi honum einhvern rétt eða að það sé vit í því að láta hann koma að ákvarðanatöku.

Jós.T. (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband