Hver ber ábyrgð á að stöðva ólöglega innheimtu?

Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um þá er það ekki neytandans að fara í mál. Það er dómsmálaráðherra að framfylgja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun Evrópusambandsins 93/13/EBE um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómsstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð.

Boltinn er hjá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins.

http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1072972/


mbl.is Íslandsbanki fer að tilmælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er orðið nokkuð ljóst að nú dugar ekkert annað en uppreisn, bylting og gjöreyðing fjármálaglæpafyrirtækjanna og ennfremur lögsókn fyrir mannréttindadómstóli gegn FME og Seðlabankanum sem hvetja fjárglæpafyrirtækin til lögbrota gegn þjóðinni. Einnig verður að hefja andóf og uppþot gegn ríkisstjórninni sem hvetur til fjárhagslegra níðingsverka á almenningi landsins og þjónar eingöngu undir rassgatið á fjárglæpahyskinu.

corvus corax, 1.7.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég trúi því að hún geri eitthvað í málinu, ef hún ættlar að vera dómsmálaráðherra áfram.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.7.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Nú bíð ég spenntur að sjá hvort réttaröryggi sé á Íslandi. Ef ekki þá er ríkisvaldinu ófært að tryggja grundvallarréttidi borgaranna. En það var næg réttlæting stofnenda Bandaríkjanna að skipta út ríkisvaldinu með valdi.

Jón Þór Ólafsson, 1.7.2010 kl. 17:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr innheimtulögum:

15. gr. Leyfisveiting og eftirlitsaðilar.

Fjármálaeftirlitið fer með leyfisveitingu samkvæmt lögum þessum, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 4. og 5. gr., og annast almennt eftirlit með framkvæmd þeirra ...

Ó nei, ekki FME ??? Þar fór sú veika von fyrir lítið !

Viðurlög sem eru skilgreind í innheimtulögum eru: stjórnvaldssektir allt að 50 milljónir kr., en fangelsisdómur fyrir brot á þagnarskylduákvæðum eða fyrir ranga upplýsingagjöf um hagi fjármálafyrirtækis, en mér þykir óljóst hvaða merkingu það ákvæði hefur í reynd. Ennig er gert ráð fyrir því að hægt sé að ljúka ágreiningsmálum með sátt milli málsaðila, sem er ítrekað búið að reyna án árangurs.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband