Villandi fréttaflutningur: Færri sýktir.

flu3Ég var að tala við landlæknisembættið og fékk staðfest það sem mig grunaði. Heilbrigðisstarfsmenn eru löngu hættir að taka sýni af fólki með "inflúensulík einkenni" og áætla án staðfestingar að um svínaflensu sé að ræða.

Í þessari frétt segir: "Haraldur tekur hins vegar fram að enn séu fjölmargir að greinast, en alls hafa um 7.000 manns greinst með flensuna. Þar af um 1.000 í síðustu viku. Sú tala á þó eflaust eftir að hækka."

Fréttin fjallar um svínaflensu og er því auðvelt að álykta að 7000 hafi smitast af svínaflensu þó sú tala inniheldur öll "inflúensulík einkenni" og þar með tilfelli venjulegu flensunnar sem líka er að ganga. Staðfest tilfelli svínaflensu eru hins vegar um tíu sinnum færri. Sjá á síðu landlæknisembættisins hér.


mbl.is Bólusetja á sem flesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Tilfelli svínaflensu eru augljóslega miklu fleiri heldur en "staðfest tilfelli", það segir sig sjálft. 

Matthías Ásgeirsson, 2.11.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Vissulega.

En þau eru ekki nánda nærri 7000.

Jón Þór Ólafsson, 2.11.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ætli það sé ekki eins hér ... Minna eitrað drasl fyrir valdaelítuna og læknamafíuna ...

In Germany, a Better Vaccine for Politicians?

By TRISTANA MOORE / BERLIN Tuesday, Oct. 27, 2009

http://www.time.com/time/health/article/0,8599,1932366,00.html

Baldur Fjölnisson, 2.11.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir linkinn Baldur.

Já, áhættu meira bóluefnið sem er í boði í Þýskalandi heitir Pandremix, og er það eina sem er í boði á Íslandi.

Ef þið treystið sóttvarnarlækni Íslands þá getið þið fengið Pandremix.

Ef við viljum vera varkárari og hlusta á heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi og Sviss þá er ekkert bóluefni fyrir okkur.

Það er alveg hægt að kaupa hættuinna bóluefni án þessara aukaefna, það kostar bara meiri pening og tekur meiri tíma að framleiða.

Jón Þór Ólafsson, 2.11.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband