Hver er þessi Jón Þór?
12.9.2009 | 22:21
Ég hafði hönd í bagga með báðar samþykktir og var beðin að kynna þær báðar á landsfundinum.
Hvorugar samþykktirnar endurspeggla algerlega mína sannfæringu. Meiri hluti réð í samþykkta vinnunni. Hefðu ég fengið mína ósk hefðu samþykktirnar verið hristar saman. Margt gott var í báðum, en grundvallar misnunur er á þeim (sjá kynningu að neðan).
Hér er kynning beggja samþykktanna sem ég las upp á landsfundinum, eftir að hafa borið texta kynningannar undir alla sem tóku þátt í gerð beggja samþykkta og breytt texta með tilliti til þeirra óska:
________________________________________________________________
Mig langar til að kynna fyrir ykkur tvær heildstæðar tillögur að lögum eða samþykktum fyrir Borgarahreyfinguna. Ég var beðinn um það því ég kom að mótun þeirra beggja.
Þær eiga það sameiginlegt að tryggja grasrótinni jafnæði til að ákveða hver lög hreyfingarinnar skulu vera, og jafnræði til framboðs og vals á frambjóðendum bæði á framboðslista og til stjórnar.
Það helsta sem aðgreinir þær er að þær skapa grundvöll fyrir tvær mismunandi leiðir sem hreyfingin getur farið.
Með samþykktum A förum við veg lýðræðislegs grasrótar félags.
Með samþykktum B förum við veg lýðræðislegrar grasrótar hreyfingar.
Samþykktir A, sem komu fyrst fram, voru mótaðar á fundum frá því í vor. Á flestum þeirra funda sat einhver úr stjórn og vilja flestir í 12 manna framboði til stjórnar starfa við það skipulag.
Samþykktir B voru samstarf þeirra sem vilja tryggja að hreyfingin starfi áfram á þeim grunni sem að hún lagði af stað með, að hún sé opin hreyfing en ekki stjórnmálaflokkur. Í því starfi tóku þingmennirnir þátt og vilja starfa eftir því skipulagi.
Áður en við förum í þessa mikilvægu vinnu að móta endanlega samþykktirnar fyrir hreyfinguna, svo við praktiserum það sem við pretikum, bið ég ykkur að hafa tvö gildi í huga:
1. Að tryggja réttindi grasrótarinnar til óhindraðar þátttöku og ákvarðanatöku. Ef þið sjáið einhver göt bendið endilega á þau.
2. Að tryggja að þegar einhverjir innan hreyfingarinnar fá vald umfram aðra sé til leið til að minnka þá hættu og þann skaða sem hlýst ef þeir misfara með það vald.
Þetta má gera með því að:
- tryggja að valdinu sé dreift, svo það safnist ekki á fárra manna hendur.
- hafa allt valdsvið skýrt afmarkað, svo ljóst er hvernær handhafar þess fara út fyrir sína heimild.
- hafa beitingu valdsins gegnsæja, svo auðvelt er að sjá hvenær handhafa þess misbeita því.
- og tryggja að valdheimildir séu afturkallanlegar strax, til að grasrótin geti undir eins komið í veg fyrir að handhafa valds hennar haldi áfram að misbeita því.
Ímyndið ykkur ef síðast liðinn vetur hefðu 7% þjóðarinnar geta skrifað undir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu til að rjúfa þing og boða til kosninga eins og segir í stefnuskránni okkar.
Þetta er það sem við erum að berjast fyrir og við höfum frábært tækifæri sem heitir Borgarahreyfingin til að hreinsa út spillingu og skapa lýðræðislegri grunn á Íslandi.
Við höfum líka mikla ábyrgð því ef okkur mistekst þá verða okkar mistök notuð gegn öllum þeim sem vilja rísa upp úr grasrótinni gegn fjórflokkinum. Þá hefur allt okkar erfiði styrkt fjórflokkinn.
Komum okkur saman um lýðræðislegar leikreglur fyrir hreyfinguna í dag
og komum okkur svo að verki við að vinna að því sem sameinar okkur, stefnumálum hreyfingarinnar!
- Spillinguna burt!
- Hagsmuni heimilanna!
- og Lýðræðisumbætur!
Takk fyrir.
________________________________________________________________
Tillaga þingmanna féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Athugasemdir
þakk fyri frábæra vinnu og stórsigur í dag Byltinginn LIFIR
Grétar Eir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:40
Jón Þór, vinna þín er ómetanleg. Ekkert er meitlað í stein, höldum áfram og TAKK fyrir óeigingjarna vinnu þína.
Lilja Skaftadóttir, 12.9.2009 kl. 23:47
Jón Þór, enginn tapaði og enginn vann. Öll þurftum við að gefa eitthvað eftir.Við höldum áfram því ekkert er meitlað í stein. Sjáumst í samþykktahópnum U know I love u.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 13.9.2009 kl. 02:41
Tek hattinn af fyrir tilraun þinni til að sameina kraftana sem á takast. Slíkt er alltaf erfitt í hreyfingu fólks sem alla tíð hefur verið utangarð og á móti því sem gert er. Hvernig sem þú metur uppskeruna getur þú verið stoltur af þínu framlagi.
Héðinn Björnsson, 13.9.2009 kl. 09:01
Grétar og Héðinn. Takk fyrir.
Lilja og Inga.
Takk sömuleiðis fyrir skemmtinlegar samverustundir í samþykktavinnunni stelpur. Nei, ekkert er meitlað í stein. Nú Borgarahreyfingin orðin flokkur með mjög virkt grasrótarlýðræði.
Þau ákvæði samþykktanna sem tryggja grasrótarlýðræðið, dreyfa valdi, afmarka það, gera það gegnsætt og afturkallanlegt, þarf að vernda í samþykktahópnum og á næstaaðalfundi.
Jón Þór Ólafsson, 13.9.2009 kl. 10:05
Jón þór, Þú átt þúsund þakkir skildar fyrir alla þína vinnu. Verst hvað timinn var knappur að setja saman báðar, það hefði verið líðræði að vinna út frá því.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 03:32
Kærar þakkir fyrir þá vinnu sem þú lagðir í báðar tillögurnar að samþykktum. Ég kom að vinnu að báðum þessum samþykktum þó svo að ég held að enginn hafi lagt eins mikinn tíma í þessa vinnu og atorku og þú. Tillögur B voru með sanni unnar nokkuð hraðar en margt í þeim er þó unnið upp úr tillögum A til að koma með málefnalega tillögu að því hvernig Borgarahreyfingin yrði áfram það sem lagt var upp með - þverpólitísk grasrótarhreyfing með öfluðu baklandi, sköpuð til að tryggja nauðsynlegar lýðræðisumbætur á sögulegum tímum umbreytinga í íslensku samfélagi.
1000 þakkir enn og aftur:)
Birgitta Jónsdóttir, 14.9.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.