Stjórnir koma og fara.
5.9.2009 | 13:58
Við getum ekki tryggt að fólk sem við treystum ekki komist í stjórn og aðrar valdastöður. Við getum ekki heldur tryggt að það fólk sem við treystum fyrir valdi muni ekki brjóta traust okkar.
En við getum minnkað hættuna á því að það misbeyti völdum sem þeim er falið með að samþykkja í lög hreyfingarinnar ákvæði sem 1. afmarka valdsvið þeirra, 2. gera valdbeitingu þeirra gegnsæja og 3. gera valdheimild þeirra afturkallanlega.
Fyrsti forseta Bandaríkjanna George Washington benti á að yfirvald er: “Hættulegur þjónn og hræðilegur herra.” Þriðji forseti Bandaríkjanna Thomas Jefferson benti á lausnina við að takmarka skaðann sem slæmt fólk með yfirvald getur gert með því að: “Binda það niður með stjórnarskránni.”
Lesið endilega “Tillögunum til Laga Borgarahreyfingarinnar.” (Smellið hér).
Ef ykkur finnst lögin þurfa að binda frekar þá sem fá vald umfram aðra í hreyfingunni, hafið samband og búum til breytingartillögur.
Fyrir auknu lýðræði!
Á von á átakafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Jón Þór
Af þeim reglum sem ég las- sá ég ekkert athugavert við þær sem slíkar. Ég held aftur á móti að Borgarahreifingin sé ekki með neinu móti skárri en aðrir flokkar. Þegar politík er annars vegar er stutt í mannlega grimmd og í hagsmunaerjur Hún hefur grasserað í fáranlega miklu mæli innan Þessarar hreifingar og er hún talandi sönnun um að kenningin um "fjórflokkanna" sé meira samsærisrök heldur en blákaldar staðreyndir. Fólkið hefur alltaf verið inni á þingi með einum eða öðrum hætti og valið sér þar sinn fulltrúa. Mér til að mynda þykir Vinnstri grænir hafa náð miklu frekar að sameinast sem grasrót inni á alþingi með litróf skoðanna því þar á bæ er fólk greinilega sammmála um grunnstaðreyndir en innan þessa hóps.
Ég hefði miklu frekar viljað sjá þig inni á þingi en marga sem þar eru og satt skal segja þykir mér þú sjálfur sem persóna miklu trúverðugri kadidant til valda þar en .... t.d þessi annars ágæti leikstjóri. Þó mig greini oft á við þig í rökræðum ertu þó heiðarlegur og ekki mikið að missa sjónar á því sem þú ert að fara á þinni leið.
Kær kveðja ..
Brynjar Jóhannsson, 5.9.2009 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.