Byltingarferlið: "Á eftir AFNEITUN kemur REIÐI."
6.6.2009 | 14:19
Fólk sem stendur frammi fyrir óhjákvæmilegum missi fer oft í gegnum vel þekkt fimm stiga sorgarferli sem byrja á AFNEITUN áður en REIÐIN brýst fram og snýst yfir í MÁLAMIÐLANIR sem enda í SORG uns menn finna til SÁTTAR.
Nýtt byltingarferli.
Nýliðinn vetur fóru Íslendingar í gegnum þriggja stiga byltingarferli AFNEITUNAR, REIÐI og SÁTTAR. Stjórnvöld sáu reiðina magnast og fóru að kröfum þjóðarinnar. En um það leiti og landsmenn er farnir að finna sáttina í sumarsólinni ætlar nýja stjórnin að slíta samfélagssáttmálan með því að leifa svikahröppunum að sleppa og skilja okkur eftir með skuldirnar. Ég er aftur orðinn REIÐUR.
Stjórnvöld geta afstýrt byltingu.
Til að afstýra að réttlát reiði landsmann brjótist út í annarri byltingu í haust þurfa stjórnvöld að standa við samfélagssáttmálann. Sáttmálinn er vissulega óskrifaður, en fyrir fólki með sjálfsvirðingu segir hann að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja til saka þá sem svindla á þjóðinni og að þau skuli ekki skella skuldum svikahrappa á börn landsins.
Það þarf aðeins pólitískan vilja.
Ef fyrir því væri pólitískur vilji væri í dag starfandi 20 til 30 manna rannsóknahópur erlendra sérfræðinga í efnahagsbrotarannsóknum sem Eve Joly ráðlagði stjórnvöldum að stofna 8.mars á þessu ári í Silfri Egils. Slík óháð rannsókn myndi bæði styrkja samningsstöðu okkar varðandi sátt um skuldir bankahrunsins og greiða fyrir innstreymi á fjármagni með því að sýna umheiminum að við tökum á spillingu. Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji.
Ég er ekki lengur í AFNEITUN.
Nýja stjórnin ætlar að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leifa flestum svikarahröppunum að sleppa. Ég SÆTTI mig ekki við það. Hvað með ykkur? Sjáumst í byltingunni!
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef það væri á mínu valdi að ákveða það hvort ríkisstjóður fær lán í lífeyrirssjóðunum okkar myndi ég gera það að kröfu minni að þeir nýttu fjármagnið til að kosta slíkan rannsóknarhóp!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:47
Þetta er til skammar og við lútum í gras fyrir yfirgangi breta sem vilja og hafa tryggt sér ríkisábyrgð Íslanda í Icesave þó svo að þessir sjóður hafi aldrey verið tryggður af Ríkinu enda ekki um ríkisrekinn sjóð að ræða heldur stórtækur Þjófnaður útrásarvíkingana létu sér ekki nægja að stela öllu af Íslendingum urðu að vera stórtækir þessir andskotar.
25 til 30 milljarðar í vaxtagreiðslur af þessu ett og sér það mætti bjarga öllum heimilunum í landinu með einni slíkri greiðslu má ætla og afskriftir fyrir þá verst stöddu voru ekki inn í myndini vegna þess að það myndi kosta ríkissjóð svo rosalegar álögur og tapið hrikalegt
Hvað má þá kalla þennan gjörning usss nú er maður orðin fjúkandi reiður og nú er lag að þjóðin láti ekki lengur ganga yfir sig goinn kjaftæðið og drulluna heldur rísi upp og taki völdin og gerist Íslendingar sem þurfa ekki að láta selja sig ofurauði AGS og þeirrar mafíu
Búsáhaldabylting er grín nú er kominn tími á aðgerðir en það er sama í hvaða flokki menn eru það virðist sem allt sé undir auðvaldinu komið hvað má gera og hvejum eigi að bjarga
Þessi ríkistjórn skítur upp á Bak með að hjálpa þjóðfélagsþegnum sínum út úr erfiðleikum en gengur í að bjarga Enskum og Hollenskum lífeyrissparendum
Hvað er að ætlar fólk ekki að vakna af þessum bjarnarblundi og átta sig á að það eru landráðamenn við völd eins og fyrra skiftið
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 15:12
http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231/
MÓTMÆLI Á MORGUN!!!Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:42
Jón þór...
Sá eini sem er hérna í afneitun ert þú sjálfur. Hvernig andskotanum dettur þér það í hug að við sleppum við það að borga þessar skuldir ? Ég veit ekki í hvaða teiknimyndaveröld þú býrð (líkast til dýrin í hálsaskógi sem er reyndar leikrit) ef þú heldur eina sekóndu að alsþjóðasamfélagið léti okkur komast upp með það að komast undan þessum skuldum. Það var búið að loka á okkur öll sund eins og þau leggja sig og því ekkert annað í stöðunni en að ganga frá þessum samningi. Meira segja norðurlöndin tóku ekkert annað í mál en að við borguðum þessar skuldir og því fáranlegt að þú nefnir þetta með 30 manna nefndina því þrátt fyrir allt er Eva jooly með meiri tekjur á mánuði en forsetisráðherra um þessar mundir. Þú nefndir þetta með internet-tenginuna - HÓST- afhverju reddaði hún henni þá bara ekki sjálf fyrir þessar tekjur ?
Ég dauð sé eftir að hafa kosið Öskurapahreifinguna sem þú tilheyrir og það er ótrúlegt að hlusta dómsdagsþvaðrið í honum þóri Saari. Hann á það sameiginlegt með þér að vera með eindæmum barnalegur að halda að það sé hægt að komast hjá því að borga ekki þessar skuldir. það er eitt að lifa í einhverri uthopiu og svo hitt að horfast í augu við veruleikan. Veruleikin er sá að núverandi stjórvöld eru nauðugur kostur settur og þeim stendur lítið annað til boða en að lúta vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu og öllu.
Hvernig væri nú að beina reiðina af hinum réttu aðilum sem eru fyrst og fremst þeir sem efndu til þessara skulda en ekki þeir sem eru að reyna að lagfæra vandan ?
sem sagt...
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og ÚTRÁSARVÍKINGARNIR..
því líkt og annað eins BULLL.
Brynjar Jóhannsson, 9.6.2009 kl. 06:07
Brynjar, til þess að bylta kerfum þarf oft einmitt að gera nákvæmlega það, bylta kerfum. Við breytum ekki kerfinu með því að spila eftir úthlutuðum leikreglum Monopoly versturveldanna.
Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:33
Brynjar.
Ég öskureiður út í þessa svindlara sem komu okkur í þessa kípu og finnst það lágmarks krafa að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja þá til saka.
Samkvæmt færustu sérfræðingum á þessu sviði (einn þeirra er ráðgjafi stjórnvalda, þ.e. Eva Joly) þarf 20 til 30 sérfræðinga í alþjóðlegum efnahagsbrotarannsóknum til þess. En fyrir því er ekki pólisítkur vilji. Eigum við semsagt að láta flesta svikarhrappana sleppa því raunveruleg rannsókn er svo dýr...hmmm...Brynjar.
Jón Þór Ólafsson, 10.6.2009 kl. 14:31
Hvernig væri að þeir peingar sem ríkisstjóður er að sækjast eftir út lífeyrissjóðum okkar landsmanna verði notaður í að kosta þessa rannsókn frekar en til að styrkja stóru einkareknu atvinnufyrirtækin í landinu?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.6.2009 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.