Sorgarferlið: "Á eftir AFNEITUN kemur REIÐI."
22.5.2009 | 13:47
Fólk sem stendur frammi fyrir miklum missi fer oft í gegnum vel þekkt fimm stiga ferli sem byrja á AFNEITUN áður en REIÐIN brýst fram og snýst yfir í MÁLAMIÐLANIR sem enda í SORG uns menn finna til SÁTTAR.
Íslenska þjóðin fór í gegnum þetta sorgarferli nýliðinn vetur, en um það leiti og landsmenn er farnir að finna sáttina í sumarsólinni ætlar nýja stjórnin að slíta samfélagssáttmálan með því að leifa svikahröppunum að sleppa og skilja okkur eftir með skuldirnar. Ég er aftur orðinn REIÐUR.
Ef stjórnvöld vilja afstýra því að réttlát reiði landsmanna brjótist út í annarri byltingu í haust þurfa þeir að standa við samfélagssáttmálann. Sáttmálinn er vissulega óskrifaður, en fyrir fólki með sjálfsvirðingu segir hann að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja til saka þá sem svindla á þjóðinni og að þau skuli ekki skella skuldum svikahrappa á börn landsins.
Ef fyrir því væri pólitískur vilji væri í dag starfandi 20 til 30 manna rannsóknahópur erlendra sérfræðinga í efnahagsbrotarannsóknum sem Eve Joly ráðlagði stjórnvöldum að stofna 8.mars á þessu ári (sjá hér). Slík óháð rannsókn myndi bæði styrkja samningsstöðu okkar varðandi sátt um skuldir bankahrunsins og greiða fyrir innstreymi á fjármagni með því að sýna umheiminum að við tökum á spillingu. Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji.
Ég er ekki lengur í AFNEITUN. Stjórnmálamennirnir ætla að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leifa flestum svikarahröppunum að sleppa. Ég ætla ekki að sætta mig við það, en þú? Sjáumst í byltingunni.Framsóknarmenn í afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Athugasemdir
Laugardagur klukkan 15.00 austurvöllur.
Ellert Júlíusson, 22.5.2009 kl. 14:50
Jebb Jón Þór.... Maður skilur þetta barasta ekki! Stundum finnst mér fólk leggja á sig aukakrók til að hafa ENGA sátt í samfélaginu
Heiða B. Heiðars, 22.5.2009 kl. 19:10
þú segir jón þór
"Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji"
Þá villt þú væntanlega halda því fram að það sé ekki pólitískur vilji til að uppræta spillingu ?
Mér þykja þetta merkilegar fréttir Jón Þór þar sem þú sem þú varst framkvæmdarstjóri borgarahreifingarnar (kannski ert enn) og ég veit ekki betur en að þitt fólk náði fjórum mönnnum inni á alþingi eða er það ekki satt ? Vissulega er gagnríni af hinu góða en ég vísa því algjörlega á bug að núverandi ríkisstjórn sé ekki viljug til þess að hlusta á vilja Borgarahreifingarinnar í þessum málum fyr en á reynir.
Það er einfaldlega allt annað mál að hafa núverandi ríkisstjórn en þá hægri stjórn sem var á undan. Ég segi það og skrifa því að það er hlustað á þína gagnrínisrödd og reynt að þjóna vilja hennar. kannski er einhver tregða til en trúðu mér .... þú þyrftir ekki nema nefna hana við fólk innan grasrótarhreifinga báða þessara flokka og þú fengir jákvæðan hljómgrunn. Gagnríni þín á fullan rétt á sér en ég verð að segja fyrir mína parta að þú ert stundum full fljótur að dramatísera hlutina upp.
Heldur þú virkilega JÓN ÞÓR ÓLAFSSON að grasrót samfylkingar og vinnstri grænna hafi enga löngun til að uppræta pólitíska valdaspillingu? Ef svo er.... þá spyr ég þig ágæti vinur hvort þú munir eftir hver var tilurð þess að sjálfstæðisflokkinum var bolað frá völdum ? Ef þú manst það ekki var það vegna mikillrar andstöðu grasrótarinnar í samfylkingunni fyrir þessu samstarfi og var því sett fram það ströng skilyrði gagnvart íhaldinu að íhaldið kaus að slíta samstarfinu.
Með öðrum orðum.... þá hlustaði SAMFYLKINGIN Á VILJA FÓLKSINS þegar allt kom til alls. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ÆTLAÐI ALDREI AÐ FARA FRÁ VÖLDUM <------- og kemur það best fram í orðum Kjartans Gunnarssonar sem lýsti því yfir að íhaldinu hafi verið bolað frá með ofbeldi.
Sem sagt byltingin í janúar... sú sem borgarahreifing stóð fyrir var OFBELDI en ekki bylting í augum kjartans gunnarssonar..
Ef þú sérð ekki mun á þessum tveimur stjórnmálaöflum.... - þá ert það þú sem ert í afneitun en ekki þjóðin.
Ef þú trúir mér ekki... JÓN ÞÓR.... þá MANA ÉG ÞIG... Láttu kné fylgja kviði -
ÉG skal segja þér hvað mun gerast - þú munt kannski mæta einhverri tregðu en ég er sannfærður að endingu yrði tekið mark á þér og reynt að gera allt sem að hægt væri að framfylgja vilja þínum.
Brynjar Jóhannsson, 22.5.2009 kl. 23:13
Elsku kallinn.
Þegar ég segi að ekki sé fyrir því pólitískur vilji að gera allt sem í valdi stjórnarinnar stendur til að rannsaka orsök efnahagshrunsins, þá meina ég vissulega ekki að grasrót stjórnarflokkanna hafi ekki viljann til þess, ég er að tala um þá á toppnum sem hafa pólitíska valdið til að gera það.
Það var grasrót Samfylkingarinnar sem sleit síðasta stjórnar samstarfi, þó að formlega hafi það verið forustan. Núna vona ég að grasrót stjórnarflokkanna sætti sig ekki við þá að stjórn flokkanna ætlar að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leifa flestum svikarahröppunum að sleppa.
Grasrótin þarf aftur að taka völdin.
Jón Þór Ólafsson, 23.5.2009 kl. 00:15
Ég hef ekki upplifað neina sátt við stefnu stjórnvalda í mörg undanfarandi ár. Það sauð þó upp úr sl. haust. Ég hef þó ekki enn upplifað neina sátt. Það er sorglegt að stjórnvöld skuli vera í svo lélegum tengslum við þjóð sína að þau sjái ekki að þau stefna okkur í nýja byltingu með aðgerðarleysi sínu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.5.2009 kl. 00:28
Fín grein og þörf áminning Jón Þór. Ég er reyndar á því að sáttin getur orðið með tvennu móti:
Annaðhvort verður þjóðin sátt við það hvernig hlutir þróast
eða hún gefst upp fyrir örlögum sínum og sættir sig við þau.
Ég vona að við höfum gæfu til að beina hlutunum í þjóðarsátt sem við vinnum hörðum höndum að og getum síðan verið stollt af því verki sem við unnum.
Síðari leiðin er leið sem býður "buisiness as usual" , "þetta reddast" og öðru og verra hruni en áður. Elur á þrælslund og menningu ótta og þvingunar.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 09:54
Þriðja leiðin, Carlos, til að ná sátt er að ríkisstjórnin hlýði fólkinu og byrji á að þyrma heimilunum í landinu við exi gjaldþrotsins með því að færa niður vísitölu húsnæðislánanna og afnema verðtrygginguna. Það væri ágæt byrjun. Þangað til hún gerir þetta er erfitt að líta á hana sem annað en ríkisstjórn fjármálaauðvaldsins.
Vésteinn Valgarðsson, 23.5.2009 kl. 16:56
Það verður barið í potta og pönnur aftur ef heldur fram sem horfir.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.5.2009 kl. 15:16
Ég er ennþá með potta og pönnur og varnarbúnað gegn piparúða í kassa í skottinu á bílnum mínum, sem ég ætlaði að henda í vor en ákvað að bíða átekta og sjá til. Nú fer að líða að því að kassinn verði færður úr skottinu fram í farþegasætið...
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2009 kl. 05:10
http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0
Argentína 19 desember 2001...
Hinrik Þór Svavarsson, 25.5.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.