Háir stýrivextir = Ísland í eigu erlendra fjármagnseigenda.

Sagan segir okkur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hugsar um hagsmuni fjármagnseigenda í þeim ríkjum sem ráða mestu í sjóðnum, einkum Bandaríkjanna. En hvað vilja erlendir fjármagnseigendur með Ísland?

aflei_ingar_styrivaxtastefnu_imf_846663.png

Ætli að það sé tilviljun að hávaxtastefnan sem AGS krefst hér á landi geri erlendum fjármagnseigendum kleyft að komast yfir efnahag og auðlindir Íslands á sem ódýrastan hátt?

Háir stýrivextir, sem er fyrsti dómínókubburinn, eru að gera fyrirtækin í landinu gjaldþrota með víðtækara efnahagshruni, atvinnuleysi og flótta úr krónunni.

Þetta hefur í för með sér minni skattheimtu og aukin útgjöld ríkissjóðs sem mun ekki geta greitt AGS lánið án þess að selja eignir ríkisins og auðlindir Íslendinga.

Þegar dómínókubbarnir falla hver á fætur öðrum geta erlendir fjármagnseigendur (m.a. fjölþjóðafyrirtæki) gert dúndur dýla á auðlindum og skroppið á nokkrar brunaútsölur í leiðinni með kreppukrónurnar sem þeir fengu fyrir lítið sem ekkert.

Krefjum stjórnvöld um að lækka stýrivexti með lagabreytingu ef til þarf og upplýsa okkur um skilmála AGS lánsins STRAX!!!

 


mbl.is Sitjum ekki undir tilskipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Amen! Þetta er akkurat það sem er að gerast, andskotinn hafi það!!

Björgvin Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 11:21

2 identicon

Hérna kemur ein sönnun þess sem mig hefur lengi grunað: Bankarnir eru sem heilagar kýr. Það er verið að reyna að lækna "útbrot" sjúkdómsins, en ekki sjúkdóminn sjálfan, sem eru bankarnir.

Það er kominn tími til að þeir séu stoppaðir af! Ekki nóg að ríkið taki yfir, við verðum að stöðva allt þetta kropp sem þeir taka af okkur fyrir hvert viðvik. Við verðum að endurskipuleggja bankakerfið. Fyrirtæki og heimili eiga að taka höndum saman, því að af öllu okkar streði tekur bankinn sitt pund! Förum að skoða bankana!!! Stöðvum rányrkjuna!

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband